Trump ræddi þrívegis við Comey um mögulega rannsókn FBI á forsetanum Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2017 20:00 Forseti Bandaríkjanna hefur farið hamförum á Twitter eftir að hann rak forstjóra Alríkislögreglunnar úr embætti á miðvikudag. Forsetinn segir eins gott að forstjórinn fyrrverandi geri ráð fyrir að hljóðupptökur séu til af fundum þeirra, áður en hann byrji að leka upplýsingum til fjölmiðla. Donald Trump óttast greinilega að dragast inn í rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum starfsmanna framboðs hans til forseta við rússnesk stjórnvöld og rússnesku leyniþjónustuna. Í viðtali við Lester Holt fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar NBC í gærkvöldi sagði forsetinn Kosningastofnun Bandaríkjanna hafa allar upplýsingar um hann á hundruðum blaðsíðna. Þar komi fram að hann hafi engin tengsl við Rússland og hann hafi ekki tekið nein lán í Rússlandi. „Ég átti í samningum í nokkur ár þar sem ég seldi mjög efnuðum Rússa hús, fyrir mörgum árum. Ég átti Ungfrú heimur keppnina um langt skeið og keppnin fór fram í Moskvu fyrir löngu. En þar fyrir utan hef ég ekkert með Rússland að gera,“ sagði Trump Það hefur líka farið tvennum sögum af því hvernig James Comey forstjóri FBI var rekinn á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins sagði forsetann hafa rekið Comey að ósk Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra. En Trump segist sjálfur hafa átt frumkvæði að því að reka Comey. „FBI hefur verið í uppnámi. Þú veist það, ég veit það, það vita það allir. Ef þú skoðar hvernig FBI var fyrir ári, þar var allt í uppnámi, fyrir innan við ári. FBI hefur ekki batnað eftir það,“ sagði forsetinnLester Holt spurði forsetann út í brottrekstrarbréf hans til Comey.Þú skrifar: „Ég kann mjög vel að meta að þú hefur upplýst mig þrívegis að ég lúti ekki rannsókn.“ – Hvers vegna settir þú þetta í bréfið? „Vegna þess að hann sagði mér þetta. Ég meina, hann sagði þetta.“Þrátt fyrir...? „Já, og ég hef heyrt þetta frá öðrum held ég.“Var það í símtali, hittust þið maður á mann? „Ég átti kvöldverð með honum. Hann vildi koma til kvöldverðar, hann vildi halda í starfið. Við áttum mjög ánægjulegan kvöldverð í Hvíta húsinu.“Bað hann um kvöldverð? „Kvöldverður var skipulagður, ég held að hann hafi óskað eftir honum. Og hann vildi halda áfram sem leiðtogi FBI,“ sagði Trump. Forsetinn segir að Comey hafi einnig staðfest tvívegis í síma að forsetinn sætti ekki rannsókn að hálfu FBI.Hringdir þú í hann? „Uhh í eitt skipti hringdi ég í hann og í annað skipti hringdi hann til mín.“Og spurðir þú „sæti ég rannsókn?“ „Já ég beinlínis gerði það. Ég sagði ef það er mögulegt myndir þú láta mig vita, sæti ég rannsókn. Hann sagði þú ert ekki til rannsóknar.“En hann (Comey) hefur gefið eiðsvarinn vitnisburð um að það sé í gangi rannsókn á kosningabaráttu Trump og mögulegu samsæri með rússneskum stjórnvöldum? Þú varst í aðalhlutverki kosningabaráttunnar, þannig að var hann að segja satt þegar hann sagði þig ekki til rannsóknar? „Sko, allt sem ég get sagt við þig, sko ég veit hvað, ég veit að ég er ekki til rannsóknar. Ég persónulega. Ég er ekki að tala um kosningabaráttuna (teymið). Ég er ekki að tala um neitt annað. Ég sæti ekki rannsókn,“ sagði Trump. Forsetinn virðist engu að síður óttast að Comey leki upplýsingum um samtöl þeirra í fjölmiðla, því hann var varla vaknaður í morgun þegar hann skrifaði á Twitter: „Það er eins gott að Comey geri ráð fyrir að það séu engin hljóðbönd af samtölum okkar áður en hann fer að leka í fjölmiðla.“ James Comey better hope that there are no "tapes" of our conversations before he starts leaking to the press!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna hefur farið hamförum á Twitter eftir að hann rak forstjóra Alríkislögreglunnar úr embætti á miðvikudag. Forsetinn segir eins gott að forstjórinn fyrrverandi geri ráð fyrir að hljóðupptökur séu til af fundum þeirra, áður en hann byrji að leka upplýsingum til fjölmiðla. Donald Trump óttast greinilega að dragast inn í rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum starfsmanna framboðs hans til forseta við rússnesk stjórnvöld og rússnesku leyniþjónustuna. Í viðtali við Lester Holt fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar NBC í gærkvöldi sagði forsetinn Kosningastofnun Bandaríkjanna hafa allar upplýsingar um hann á hundruðum blaðsíðna. Þar komi fram að hann hafi engin tengsl við Rússland og hann hafi ekki tekið nein lán í Rússlandi. „Ég átti í samningum í nokkur ár þar sem ég seldi mjög efnuðum Rússa hús, fyrir mörgum árum. Ég átti Ungfrú heimur keppnina um langt skeið og keppnin fór fram í Moskvu fyrir löngu. En þar fyrir utan hef ég ekkert með Rússland að gera,“ sagði Trump Það hefur líka farið tvennum sögum af því hvernig James Comey forstjóri FBI var rekinn á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins sagði forsetann hafa rekið Comey að ósk Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra. En Trump segist sjálfur hafa átt frumkvæði að því að reka Comey. „FBI hefur verið í uppnámi. Þú veist það, ég veit það, það vita það allir. Ef þú skoðar hvernig FBI var fyrir ári, þar var allt í uppnámi, fyrir innan við ári. FBI hefur ekki batnað eftir það,“ sagði forsetinnLester Holt spurði forsetann út í brottrekstrarbréf hans til Comey.Þú skrifar: „Ég kann mjög vel að meta að þú hefur upplýst mig þrívegis að ég lúti ekki rannsókn.“ – Hvers vegna settir þú þetta í bréfið? „Vegna þess að hann sagði mér þetta. Ég meina, hann sagði þetta.“Þrátt fyrir...? „Já, og ég hef heyrt þetta frá öðrum held ég.“Var það í símtali, hittust þið maður á mann? „Ég átti kvöldverð með honum. Hann vildi koma til kvöldverðar, hann vildi halda í starfið. Við áttum mjög ánægjulegan kvöldverð í Hvíta húsinu.“Bað hann um kvöldverð? „Kvöldverður var skipulagður, ég held að hann hafi óskað eftir honum. Og hann vildi halda áfram sem leiðtogi FBI,“ sagði Trump. Forsetinn segir að Comey hafi einnig staðfest tvívegis í síma að forsetinn sætti ekki rannsókn að hálfu FBI.Hringdir þú í hann? „Uhh í eitt skipti hringdi ég í hann og í annað skipti hringdi hann til mín.“Og spurðir þú „sæti ég rannsókn?“ „Já ég beinlínis gerði það. Ég sagði ef það er mögulegt myndir þú láta mig vita, sæti ég rannsókn. Hann sagði þú ert ekki til rannsóknar.“En hann (Comey) hefur gefið eiðsvarinn vitnisburð um að það sé í gangi rannsókn á kosningabaráttu Trump og mögulegu samsæri með rússneskum stjórnvöldum? Þú varst í aðalhlutverki kosningabaráttunnar, þannig að var hann að segja satt þegar hann sagði þig ekki til rannsóknar? „Sko, allt sem ég get sagt við þig, sko ég veit hvað, ég veit að ég er ekki til rannsóknar. Ég persónulega. Ég er ekki að tala um kosningabaráttuna (teymið). Ég er ekki að tala um neitt annað. Ég sæti ekki rannsókn,“ sagði Trump. Forsetinn virðist engu að síður óttast að Comey leki upplýsingum um samtöl þeirra í fjölmiðla, því hann var varla vaknaður í morgun þegar hann skrifaði á Twitter: „Það er eins gott að Comey geri ráð fyrir að það séu engin hljóðbönd af samtölum okkar áður en hann fer að leka í fjölmiðla.“ James Comey better hope that there are no "tapes" of our conversations before he starts leaking to the press!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12
Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10
Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50