Landlæknir telur samninga við einkaaðila einkennast af stefnuleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2017 18:30 Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum er það óljós að hún býður upp á stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu að mati landlæknis. Hann segist ekki geta séð að stofnunin hafi hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi í þessari samningsgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Birgir Jakobsson landlæknir hafa lýst áhyggjum af því hvert heilbrigðiskerfið stefnir. Þar er einkum vísað til vaxtar einkarekstrar og þess að framlög til Landspítalans hafa ekki aukist í réttu hlutfalli við fjárþörf. Eitt af því skotir í kerfið þegar uppbygging einkarekstrar er annars vegar er að ríkið sem þjónustukaupandi skilgreini þau gæði sem keypt eru hverju sinni. Til dæmis með því að bjóða út afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um skilgreiningu væri blóðþrýstingsmæling hjá 20 þúsund einstaklingum á aldrinum 40-50 ára, svo eitt dæmi sé valið af handahófi. „Þegar þú ert búinn að gera þér grein fyrir hver þörfin þá þarf að gera kröfulýsingu um hvernig beri að veita þessa þjónustu, í hvaða magni, gæðum og hvað á að greiða fyrir hana,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Þetta hefur ekki verið gert hér og þess vegna hefur stofurekstur sérfræðilækna vaxið mjög hratt og samhliða því útgjöld ríkisins til þeirra. „Það stendur í lögum um Sjúkratryggingar að Sjúkratryggingar eigi að gera samninga við heilbrigðisfyrirtæki á grundvelli stefnu heilbrigðisyfirvalda. Nú er það þannig að stefna heilbrigðisyfirvalda er dálítið óljós. Það býður þeirri hættu heim að þetta verði hálfgert stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands. Það segir líka í lögunum að það eigi að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi við samningsgerð. Ég fæ ekki séð að það ráði ferðinni einmitt núna,“ segir Birgir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Útgjöld skattgreiðenda vegna læknismeðferðar Íslendinga erlendis hafa líka aukist mikið en Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir þennan kostnað á grundvelli svokallaðrar biðlistatilskipunar ef sjúklingur hefur beðið í 90 daga eða meira eftir aðgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir það slæma meðferð skattfjár. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum,“ sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum komið okkur í þessa stöðu á morgum árum vegna þess að við höfum svelt opinbera kerfið en á sama tíma hefur verið aukið í og gefið í í einkarekinni þjónustu,“ segir Birgir Jakobsson. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum er það óljós að hún býður upp á stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu að mati landlæknis. Hann segist ekki geta séð að stofnunin hafi hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi í þessari samningsgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Birgir Jakobsson landlæknir hafa lýst áhyggjum af því hvert heilbrigðiskerfið stefnir. Þar er einkum vísað til vaxtar einkarekstrar og þess að framlög til Landspítalans hafa ekki aukist í réttu hlutfalli við fjárþörf. Eitt af því skotir í kerfið þegar uppbygging einkarekstrar er annars vegar er að ríkið sem þjónustukaupandi skilgreini þau gæði sem keypt eru hverju sinni. Til dæmis með því að bjóða út afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um skilgreiningu væri blóðþrýstingsmæling hjá 20 þúsund einstaklingum á aldrinum 40-50 ára, svo eitt dæmi sé valið af handahófi. „Þegar þú ert búinn að gera þér grein fyrir hver þörfin þá þarf að gera kröfulýsingu um hvernig beri að veita þessa þjónustu, í hvaða magni, gæðum og hvað á að greiða fyrir hana,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Þetta hefur ekki verið gert hér og þess vegna hefur stofurekstur sérfræðilækna vaxið mjög hratt og samhliða því útgjöld ríkisins til þeirra. „Það stendur í lögum um Sjúkratryggingar að Sjúkratryggingar eigi að gera samninga við heilbrigðisfyrirtæki á grundvelli stefnu heilbrigðisyfirvalda. Nú er það þannig að stefna heilbrigðisyfirvalda er dálítið óljós. Það býður þeirri hættu heim að þetta verði hálfgert stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands. Það segir líka í lögunum að það eigi að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi við samningsgerð. Ég fæ ekki séð að það ráði ferðinni einmitt núna,“ segir Birgir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Útgjöld skattgreiðenda vegna læknismeðferðar Íslendinga erlendis hafa líka aukist mikið en Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir þennan kostnað á grundvelli svokallaðrar biðlistatilskipunar ef sjúklingur hefur beðið í 90 daga eða meira eftir aðgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir það slæma meðferð skattfjár. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum,“ sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum komið okkur í þessa stöðu á morgum árum vegna þess að við höfum svelt opinbera kerfið en á sama tíma hefur verið aukið í og gefið í í einkarekinni þjónustu,“ segir Birgir Jakobsson.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira