Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2017 16:15 Guðni Bergsson ætlar að ráða yfirmann knattspyrnumála. Það þarf að undirbúa vel og verður ekki gert á næstunni. Mynd/Hilmar Þór Pálma Jónssyni, fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið sagt upp störfum hjá sambandinu. Pálmi fagnaði tuttugu ára starfsafmæli sínu hjá KSÍ fyrr á árinu en síðasti starfsdagur hans var í dag. Samkvæmt heimildum Vísis kom uppsögnin samstarfsmönnum Pálma, núverandi sem fyrrverandi á óvart enda einn reynslumesti starfsmaður skrifstofunnar.Staðan auglýst um helgina Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að gerður hafi verið starfsflokasamningur við Pálma. Blaðamanni lék forvitni á að leika hvort frekari breytingar væru í farvatninu á skrifstofu KSÍ eða hvert framhaldið yrði. „Staðan verður auglýst um helgina og svo sjáum við til. Það fer í eðlilega framvindu,“ segir Guðni. Má segja að það heyri til nokkura tíðinda að til standi að auglýsa laust starf hjá KSÍ. Allur gangur hefur verið á því hvernig staðið hefur verið að ráðningum þar í gegnum tíðina.Kortinu stolið í Sviss Pálmi, hefur sem fyrr segir starfað lengi á skrifstofu KSÍ. Hann komst í fréttirnar haustið 2009 þegar upp komst að hann stæði í málaferlum í Sviss til að endurheimta milljónir sem teknar voru útaf kreditkorti KSÍ á strippstað í Sviss. Atvikið átti sér raunar stað fjórum árum fyrr en upplýstist ekki fyrr en svissneskir blaðamenn komust á snoðir um málið. Stjórn KSÍ hafði aldrei verið upplýst um málið heldur ákváðu þáverandi formaður Eggert Magnússon og framkvæmdastjórinn Geir Þorsteinsson að halda málinu fyrir sig. Geir varð síðar formaður í áratug og tók Guðni við formennsku af honum í febrúar. Eitt af helstu stefnumálum Guðna var ráðning á yfirmanni knattspyrnumála til KSÍ. Yfirmaður knattspyrnumála ekki ráðinn á næstunni „Það var eitt af þeim málum sem ég lagði til, það hefur ekkert breyst. Það má segja að það sé í ágætri skoðun og vinnslu. Maður er auðvitað að fara vel yfir málið og starfið hérna hjá KSÍ. Það er minn vilji og hugmynd að leggja þetta til þegar fram líða stundir þegar búið er að undirbúa málið vel,“ segir Guðni. Ekki megi því reikna með ráðningu í starf yfirmanns knattspyrnumála á næstunni þó það standi sannarlega til. „Þetta er bara mál sem maður vill fara vel í saumana á með mínu fólki í skrifstofunni og í stjórninni,“ segir Guðni sem einnig vill horfa til nágrannaþjóðanna og þeirra reynslu af stöðunni. Tengdar fréttir Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Pálma Jónssyni, fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið sagt upp störfum hjá sambandinu. Pálmi fagnaði tuttugu ára starfsafmæli sínu hjá KSÍ fyrr á árinu en síðasti starfsdagur hans var í dag. Samkvæmt heimildum Vísis kom uppsögnin samstarfsmönnum Pálma, núverandi sem fyrrverandi á óvart enda einn reynslumesti starfsmaður skrifstofunnar.Staðan auglýst um helgina Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að gerður hafi verið starfsflokasamningur við Pálma. Blaðamanni lék forvitni á að leika hvort frekari breytingar væru í farvatninu á skrifstofu KSÍ eða hvert framhaldið yrði. „Staðan verður auglýst um helgina og svo sjáum við til. Það fer í eðlilega framvindu,“ segir Guðni. Má segja að það heyri til nokkura tíðinda að til standi að auglýsa laust starf hjá KSÍ. Allur gangur hefur verið á því hvernig staðið hefur verið að ráðningum þar í gegnum tíðina.Kortinu stolið í Sviss Pálmi, hefur sem fyrr segir starfað lengi á skrifstofu KSÍ. Hann komst í fréttirnar haustið 2009 þegar upp komst að hann stæði í málaferlum í Sviss til að endurheimta milljónir sem teknar voru útaf kreditkorti KSÍ á strippstað í Sviss. Atvikið átti sér raunar stað fjórum árum fyrr en upplýstist ekki fyrr en svissneskir blaðamenn komust á snoðir um málið. Stjórn KSÍ hafði aldrei verið upplýst um málið heldur ákváðu þáverandi formaður Eggert Magnússon og framkvæmdastjórinn Geir Þorsteinsson að halda málinu fyrir sig. Geir varð síðar formaður í áratug og tók Guðni við formennsku af honum í febrúar. Eitt af helstu stefnumálum Guðna var ráðning á yfirmanni knattspyrnumála til KSÍ. Yfirmaður knattspyrnumála ekki ráðinn á næstunni „Það var eitt af þeim málum sem ég lagði til, það hefur ekkert breyst. Það má segja að það sé í ágætri skoðun og vinnslu. Maður er auðvitað að fara vel yfir málið og starfið hérna hjá KSÍ. Það er minn vilji og hugmynd að leggja þetta til þegar fram líða stundir þegar búið er að undirbúa málið vel,“ segir Guðni. Ekki megi því reikna með ráðningu í starf yfirmanns knattspyrnumála á næstunni þó það standi sannarlega til. „Þetta er bara mál sem maður vill fara vel í saumana á með mínu fólki í skrifstofunni og í stjórninni,“ segir Guðni sem einnig vill horfa til nágrannaþjóðanna og þeirra reynslu af stöðunni.
Tengdar fréttir Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45