Svipmynd Markaðarins: Ótrúleg lífsreynsla að ferðast til Mjanmar 13. maí 2017 10:00 Erna Gísladóttir, forstjóri BL. Vísir/GVA Erna Gísladóttir, forstjóri BL, tók fyrst við forstjórasæti bílaumboðsins árið 1991 og gegndi því til 2007 þegar fjölskylda hennar seldi fyrirtækið. Árið 2011 sneri hún aftur og keypti BL og hefur síðan þá stýrt fyrirtækinu út úr niðursveiflunni sem varð í sölu á bílum í kjölfar efnahagshrunsins. Erna verður framsögumaður á ársfundi Samáls á fimmtudaginn, en BL hóf nýverið sölu á jagúar sem framleiddur er að mestu úr áli, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég hélt að það yrði erfiðara að lyfta gjaldeyrishöftunum, þar hefur tekist vel til en við verðum að fara að sjá hér lægri vexti. Ókyrrðin erlendis bæði vestan hafs og austan er meiri en ég bjóst við. Við erum að færast í óstöðugra alþjóðlegt umhverfi sem getur haft skjót áhrif hér innanlands.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Snapchat mest og við höfum náð skemmtilegum tengingum í fjölskyldunni með því, nú geta allir fylgst með öllum. Ég er nýbyrjuð að nota Whatsapp til að komast í samband við gamla skólafélaga frá IESE á Spáni.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Við förum mikið upp í sumarbústað og í ferðir til útlanda með fjölskyldunni. Það er alltaf gaman að koma á nýjar slóðir, við fórum til Mjanmar sem var ótrúleg lífsreynsla. Ég verð þakklát fyrir að vera Íslendingur þegar maður hefur upplifað hvernig fólk býr þar. Laxveiðin er líka skemmtileg í fallegri íslenskri náttúru.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég reyni að fara reglulega í ræktina. Það er alltaf gott líka að fara út í góðar göngu- og hjólaferðir. Við hjónin reynum líka að skreppa í golf þegar tími gefst til bæði hérlendis og erlendis.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á playlistanum hjá mér eru Coldplay, Of Monsters and Men, U2, ABBA og svo er ég næstum alæta á eitístónlist.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég vinn með skemmtilegu samstarfsfólki í síbreytilegu umhverfi. Við eigum í samskiptum við erlenda birgja, innlenda viðskiptavini og erum sístækkandi hópur með sameiginleg markmið. Er nokkuð hægt að biðja um meira? Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Erna Gísladóttir, forstjóri BL, tók fyrst við forstjórasæti bílaumboðsins árið 1991 og gegndi því til 2007 þegar fjölskylda hennar seldi fyrirtækið. Árið 2011 sneri hún aftur og keypti BL og hefur síðan þá stýrt fyrirtækinu út úr niðursveiflunni sem varð í sölu á bílum í kjölfar efnahagshrunsins. Erna verður framsögumaður á ársfundi Samáls á fimmtudaginn, en BL hóf nýverið sölu á jagúar sem framleiddur er að mestu úr áli, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég hélt að það yrði erfiðara að lyfta gjaldeyrishöftunum, þar hefur tekist vel til en við verðum að fara að sjá hér lægri vexti. Ókyrrðin erlendis bæði vestan hafs og austan er meiri en ég bjóst við. Við erum að færast í óstöðugra alþjóðlegt umhverfi sem getur haft skjót áhrif hér innanlands.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Snapchat mest og við höfum náð skemmtilegum tengingum í fjölskyldunni með því, nú geta allir fylgst með öllum. Ég er nýbyrjuð að nota Whatsapp til að komast í samband við gamla skólafélaga frá IESE á Spáni.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Við förum mikið upp í sumarbústað og í ferðir til útlanda með fjölskyldunni. Það er alltaf gaman að koma á nýjar slóðir, við fórum til Mjanmar sem var ótrúleg lífsreynsla. Ég verð þakklát fyrir að vera Íslendingur þegar maður hefur upplifað hvernig fólk býr þar. Laxveiðin er líka skemmtileg í fallegri íslenskri náttúru.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég reyni að fara reglulega í ræktina. Það er alltaf gott líka að fara út í góðar göngu- og hjólaferðir. Við hjónin reynum líka að skreppa í golf þegar tími gefst til bæði hérlendis og erlendis.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á playlistanum hjá mér eru Coldplay, Of Monsters and Men, U2, ABBA og svo er ég næstum alæta á eitístónlist.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég vinn með skemmtilegu samstarfsfólki í síbreytilegu umhverfi. Við eigum í samskiptum við erlenda birgja, innlenda viðskiptavini og erum sístækkandi hópur með sameiginleg markmið. Er nokkuð hægt að biðja um meira?
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira