Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2017 13:15 Niðurstaða dómstólsins var sú að um ólögmætt brottnám væri að ræða og þar með brot á Haagsamningnum. Vísir/Stefán Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn Manuela Ósk Harðardóttir hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. Manuela fór af landi brott með börnin í lok september í fyrra en hún er með sameiginlega forsjá yfir börnunum með barnsfeðrum sínum. Annar þeirra er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Í október kom í ljós að Manuela var farin úr landi án þess að hafa fengið til þess leyfi frá pöbbunum. Síðan hefur málið verið á borði barnaverndar, innanríkisráðuneytisins og lögreglu, eða í tæpa átta mánuði. Fór svo að foreldrarnir, feðurnir tveir og Manuela voru boðuð að mæta fyrir dómstól í Los Angeles fyrr í vikunni. Flugu feðurnir utan til að vera viðstaddir dóminn.Grétar Rafn Steinsson er faðir annars barnsins.Niðurstaða dómstólsins var sú að um ólögmætt brottnám væri að ræða og þar með brot á Haagsamningnum. Var feðrunum afhent vegabréf barnanna og héldu þeir til Íslands með börnin. Manuela og móðir hennar fóru með sama flugi og komu þau öll til landsins í gær.Á vef innanríkisráðuneytisins er fjallað um brottnámsmál en þar segir að í slíkum málum sé ekki tekin afstaða til þess hvort foreldra sé betur hæft til að fara með forsjá barns og hvort þeirra skuli hafa forsjá barns til frambúðar. Meginhugsunin að baki Haagsamningnum sé að koma að nýju á því ástandi sem var áður en brottnámið átti sér stað. Manuela hefur verið afar virk á samfélagsmiðlum undanfarin misseri þar sem hún nýtur mikilla vinsælda. Hefur leyft þúsundum fylgjenda á Snapchat að fylgjast með lífi hennar og barnanna í Los Angeles þar sem hún stundar nám. Þá er hún með rúmlega 50 þúsund fylgjendur á Instagram. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn Manuela Ósk Harðardóttir hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. Manuela fór af landi brott með börnin í lok september í fyrra en hún er með sameiginlega forsjá yfir börnunum með barnsfeðrum sínum. Annar þeirra er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Í október kom í ljós að Manuela var farin úr landi án þess að hafa fengið til þess leyfi frá pöbbunum. Síðan hefur málið verið á borði barnaverndar, innanríkisráðuneytisins og lögreglu, eða í tæpa átta mánuði. Fór svo að foreldrarnir, feðurnir tveir og Manuela voru boðuð að mæta fyrir dómstól í Los Angeles fyrr í vikunni. Flugu feðurnir utan til að vera viðstaddir dóminn.Grétar Rafn Steinsson er faðir annars barnsins.Niðurstaða dómstólsins var sú að um ólögmætt brottnám væri að ræða og þar með brot á Haagsamningnum. Var feðrunum afhent vegabréf barnanna og héldu þeir til Íslands með börnin. Manuela og móðir hennar fóru með sama flugi og komu þau öll til landsins í gær.Á vef innanríkisráðuneytisins er fjallað um brottnámsmál en þar segir að í slíkum málum sé ekki tekin afstaða til þess hvort foreldra sé betur hæft til að fara með forsjá barns og hvort þeirra skuli hafa forsjá barns til frambúðar. Meginhugsunin að baki Haagsamningnum sé að koma að nýju á því ástandi sem var áður en brottnámið átti sér stað. Manuela hefur verið afar virk á samfélagsmiðlum undanfarin misseri þar sem hún nýtur mikilla vinsælda. Hefur leyft þúsundum fylgjenda á Snapchat að fylgjast með lífi hennar og barnanna í Los Angeles þar sem hún stundar nám. Þá er hún með rúmlega 50 þúsund fylgjendur á Instagram.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira