Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2017 09:01 Lager vegabréfabóka í landinu dugar ekki til að gefa út almenn vegabréf handa öllum umsækjendum. Vísir/Stefán Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. Ráðstafanirnar koma til framkvæmda í dag og gilda fram til júní en þær eru nauðsynlegar vegna tafa á afhendingu vegabréfabóka frá framleiðanda þeirra í Kanada. Framleiðandinn segir tafirnar stafa af bruna í verksmiðju og skorti á öryggispappír til framleiðslunnar. Á vef Þjóðskrár segir að „lager vegabréfabóka í landinu dugar ekki til að gefa út almenn vegabréf handa öllum umsækjendum. Við því er nú brugðist á þennan hátt til að tryggja að allir umsækjendur fái ferðaskilríki, komist ferða sinna og verði fyrir sem minnstum óþægindum. Neyðarvegabréf eru talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þykja ekki nægilega örugg utan Evrópu, meðal annars vegna þess að þau eru ekki lesanleg rafrænt.“ Vegna þessa er nauðsynlegt fyrir Þjóðskrá að fá upplýsingar frá þeim sem sótt hafa um vegabréf eða hyggjast sækja um vegabréf fyrir 10. júní. „Það gerist með því að viðkomandi fyllir út eyðublað á vefnum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta hringt í þjónustuver í síma 515 5300. Vegabréfaumsóknirnar verða síðan afgreiddar á eftirfarandi hátt: • Þeir sem ferðast til Evrópuríkja og eiga bókað far fyrir 10. júní fá afgreitt neyðarvegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar það er tilbúið. Almenna vegabréfið verður gefið út síðar og afhent með þeim hætti sem óskað var eftir við umsókn. Gjald verður ekki innheimt fyrir neyðarvegabréfið. • Þeir sem ferðast til ríkja utan Evrópu og eiga bókað far fyrir 10. júní fá afgreitt almennt vegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar það er tilbúið og tilkynning berst sömuleiðis í pósthólf viðkomandi á Mínum síðum á vefnum Ísland.is. • Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. • Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Gert var ráð fyrir því að hingað til lands bærust 30 þúsund vegabréfabækur frá Kanada í byrjun maímánaðar en það gerðist ekki. Miðvikudaginn 10. maí barst Þjóðskrá Íslands tilkynning um að bækurnar yrðu ekki afhentar fyrr en í byrjun júní og þá voru skipulögð viðbrögð í samræmi við viðbragðsáætlun stofnunarinnar. Þjóðskrá Íslands biður viðskiptavini sína velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda þeim.“Nánari upplýsingar má nálgast hér. Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. Ráðstafanirnar koma til framkvæmda í dag og gilda fram til júní en þær eru nauðsynlegar vegna tafa á afhendingu vegabréfabóka frá framleiðanda þeirra í Kanada. Framleiðandinn segir tafirnar stafa af bruna í verksmiðju og skorti á öryggispappír til framleiðslunnar. Á vef Þjóðskrár segir að „lager vegabréfabóka í landinu dugar ekki til að gefa út almenn vegabréf handa öllum umsækjendum. Við því er nú brugðist á þennan hátt til að tryggja að allir umsækjendur fái ferðaskilríki, komist ferða sinna og verði fyrir sem minnstum óþægindum. Neyðarvegabréf eru talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þykja ekki nægilega örugg utan Evrópu, meðal annars vegna þess að þau eru ekki lesanleg rafrænt.“ Vegna þessa er nauðsynlegt fyrir Þjóðskrá að fá upplýsingar frá þeim sem sótt hafa um vegabréf eða hyggjast sækja um vegabréf fyrir 10. júní. „Það gerist með því að viðkomandi fyllir út eyðublað á vefnum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta hringt í þjónustuver í síma 515 5300. Vegabréfaumsóknirnar verða síðan afgreiddar á eftirfarandi hátt: • Þeir sem ferðast til Evrópuríkja og eiga bókað far fyrir 10. júní fá afgreitt neyðarvegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar það er tilbúið. Almenna vegabréfið verður gefið út síðar og afhent með þeim hætti sem óskað var eftir við umsókn. Gjald verður ekki innheimt fyrir neyðarvegabréfið. • Þeir sem ferðast til ríkja utan Evrópu og eiga bókað far fyrir 10. júní fá afgreitt almennt vegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar það er tilbúið og tilkynning berst sömuleiðis í pósthólf viðkomandi á Mínum síðum á vefnum Ísland.is. • Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. • Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Gert var ráð fyrir því að hingað til lands bærust 30 þúsund vegabréfabækur frá Kanada í byrjun maímánaðar en það gerðist ekki. Miðvikudaginn 10. maí barst Þjóðskrá Íslands tilkynning um að bækurnar yrðu ekki afhentar fyrr en í byrjun júní og þá voru skipulögð viðbrögð í samræmi við viðbragðsáætlun stofnunarinnar. Þjóðskrá Íslands biður viðskiptavini sína velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda þeim.“Nánari upplýsingar má nálgast hér.
Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira