Spurs rassskellti Harden og félaga og sendi þá í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 07:30 LaMarcus Aldridge treður hér boltanum í körfuna í nótt. Vísir/AP San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar eftir 39 stiga sigur á Houston Rockets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Spurs rassskellti Houston Rockets með 114-75 sigri á útivelli og vann einvígið því 4-2. Liðið mætir Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar og er fyrsti leikur á sunnudaginn. Það sem gerir þennan stórsigur enn merkilegri er að San Antonio Spurs liðið var bæði án Tony Parker og Kawhi Leonard. Parker verður ekkert meira með og Leonard meiddist á ökkla í leiknum á undan sem Spurs vann reyndar líka. Manu Ginobili varði skot James Harden í lok loksins sem var á undan þessum í nótt og það var eins og Argentínumaðurinn hafi um leið slökkt á stjörnuleikmanni Houston-liðsins sem var aldrei með í leiknum í nótt. Harden var hreinlega heillum horfinn í þessum leik þar sem hann skoraði bara 10 stig, klikkaði á 9 af 11 skotum og yfirgaf síðan völlinn með sex villur þegar 3:15 mínútur voru eftir. „Þetta fellur allt á mínar herðar. Ég tek alla ábyrgðina á þessu og á báðum endum vallarins. Þetta er svekkjandi ekki síst hvernig við töpuðum þessum leik á heimavelli. Þetta bara gerðist en við verðum að halda áfram,“ sagði James Harden eftir leikinn. Þetta er í þrettánda sinn sem Spurs-liðið kemst svona langt í úrslitakeppninni en besti maður liðsins í nótt, LaMarcus Aldridge, er hinsvegar kominn þangað í fyrsta sinn á ferlinum. LaMarcus Aldridge, sem komast aldrei svona langt á níu tímabilum með liði Portland Trailblazers, skoraði 34 stig og tók 12 fráköst í leiknum í nótt en þetta er hans annað tímabil með liði San Antonio Spurs. „Hann kom sér heldur betur í gírinn. Heimtaði boltann, komst í góða stöðu og var æðislegur í fráköstunum. Svo sendir hann boltann líka virkilega vel þannig að hann kom boltahreyfingunni af stað,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, um Aldridge eftir leikinn. Aldridge varð þarna fyrsti leikmaður San Antonio með að minnsta kosti 34 stig og 12 fráköst í leik í úrslitakeppni síðan að Tim Duncan náði því á móti Phoenix árið 2008. „Ég fékk að snerta boltann aðeins meira í kvöld og fékk tækifæri til að finna réttu leiðirnar. Ég var að reyna meira og tók meira af erfiðari skotum. Ég komst í taktinn snemma og eftir það var ég í góðum gír,“ sagði LaMarcus Aldridge eftir leikinn. Jonathon Simmons átti einnig flottan leik með Spurs en hann skoraði 18 stig og hitti úr 8 af 12 skotum sínum. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar eftir 39 stiga sigur á Houston Rockets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Spurs rassskellti Houston Rockets með 114-75 sigri á útivelli og vann einvígið því 4-2. Liðið mætir Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar og er fyrsti leikur á sunnudaginn. Það sem gerir þennan stórsigur enn merkilegri er að San Antonio Spurs liðið var bæði án Tony Parker og Kawhi Leonard. Parker verður ekkert meira með og Leonard meiddist á ökkla í leiknum á undan sem Spurs vann reyndar líka. Manu Ginobili varði skot James Harden í lok loksins sem var á undan þessum í nótt og það var eins og Argentínumaðurinn hafi um leið slökkt á stjörnuleikmanni Houston-liðsins sem var aldrei með í leiknum í nótt. Harden var hreinlega heillum horfinn í þessum leik þar sem hann skoraði bara 10 stig, klikkaði á 9 af 11 skotum og yfirgaf síðan völlinn með sex villur þegar 3:15 mínútur voru eftir. „Þetta fellur allt á mínar herðar. Ég tek alla ábyrgðina á þessu og á báðum endum vallarins. Þetta er svekkjandi ekki síst hvernig við töpuðum þessum leik á heimavelli. Þetta bara gerðist en við verðum að halda áfram,“ sagði James Harden eftir leikinn. Þetta er í þrettánda sinn sem Spurs-liðið kemst svona langt í úrslitakeppninni en besti maður liðsins í nótt, LaMarcus Aldridge, er hinsvegar kominn þangað í fyrsta sinn á ferlinum. LaMarcus Aldridge, sem komast aldrei svona langt á níu tímabilum með liði Portland Trailblazers, skoraði 34 stig og tók 12 fráköst í leiknum í nótt en þetta er hans annað tímabil með liði San Antonio Spurs. „Hann kom sér heldur betur í gírinn. Heimtaði boltann, komst í góða stöðu og var æðislegur í fráköstunum. Svo sendir hann boltann líka virkilega vel þannig að hann kom boltahreyfingunni af stað,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, um Aldridge eftir leikinn. Aldridge varð þarna fyrsti leikmaður San Antonio með að minnsta kosti 34 stig og 12 fráköst í leik í úrslitakeppni síðan að Tim Duncan náði því á móti Phoenix árið 2008. „Ég fékk að snerta boltann aðeins meira í kvöld og fékk tækifæri til að finna réttu leiðirnar. Ég var að reyna meira og tók meira af erfiðari skotum. Ég komst í taktinn snemma og eftir það var ég í góðum gír,“ sagði LaMarcus Aldridge eftir leikinn. Jonathon Simmons átti einnig flottan leik með Spurs en hann skoraði 18 stig og hitti úr 8 af 12 skotum sínum. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni.
NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira