Viðskipti innlent

400 milljónir til á­hrifa­valda­þjónustunnar Takumi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Úr höfuðstöðvum Takumi. Þær voru nýverið fluttar til London frá Íslandi.
Úr höfuðstöðvum Takumi. Þær voru nýverið fluttar til London frá Íslandi. MYND/TAKUMI
Breskir og bandarískir fjárfestar bættu fjórum milljónum dollara, andvirði rúmlega 400 milljóna króna, í íslensku áhrifavaldaþjónustuna Takumi á dögunum. Áður hafði fyrirtækið safnað saman rúmum þremur milljónum dollara á Bretlandi.

„Þetta fór í gegn frekar hratt. Það gekk mjög vel að kynna fyrirtækið fyrir fjárfestum,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson, einn stofnenda Takumi. Fyrirtækið á rætur sínar að rekja til Íslands en það býður áhrifavöldum á samfélagsmiðlum að auglýsa þjónustu og vörur sem því líst vel á.

„Áður en við fengum þessa innspýtingu vorum við með vöru fyrir áhrifavalda og auglýsendur sem var að virka. Með þessu mun þróun vörunnar halda áfram auk þess sem stefnan verður sett á fleiri markaði,“ segir Jökull. Nefnir hann Bandaríkin í því samhengi. Hingað til hefur fókusinn verið á Ísland, Bretland og Þýskaland. Yfir 50 aðilar víða hafa lagt fé í fyrirtækið en Jökull vill ekki upplýsa um hvernig eignarhaldi á því er skipt.

Takumi var ýtt úr vör á síðasta ári en það er eitt þeirra sprotafyrirtækja sem skutu rótum þegar QuizUp lagði upp laupana.


Tengdar fréttir

Vilja borga íslenskum Instagram-stjörnum

Sprotafyrirtækið Takumi tengir saman fyrirtæki og íslenska áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Gengið hefur vel í Bretlandi og hefst íslensk herferð fyrir jólin. Hlutafé fyrirtækisins var aukið nýlega og stefnir það næst til Bandaríkjanna






Fleiri fréttir

Sjá meira


×