Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Sæunn Gísladóttir skrifar 12. maí 2017 07:00 Að sögn Jóns Trausta hafa flutningafyrirtæki tekið upp á því að stafla bílum upp í gámum vegna skorts á plássi. vísir/gva Mikill fjöldi bíla er nú við bílastæði og í gámum hjá stærstu flutningafyrirtækjum landsins. Allt að mánaðarbið er eftir bílum sem fara í forskráningu hjá Samgöngustofu. „Forskráningar hjá Samgöngustofu hafa gengið ótrúlega hægt og hafa valdið okkur hjá bílaumboðunum og þeim sem eru að flytja inn bíla gríðarlegum töfum. Það hefur valdið því að í sumum tilvikum er forskráning bíla sem jafnan hefur tekið tvo daga að taka allt að fjórum vikum. Þetta er þó misjafnt eftir bíltegundum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. „Það eru nokkrir þættir sem skýra þetta, í fyrsta lagi er mikill innflutningur í apríl og maí vegna bílaleigubíla. Einnig voru óvenju margir frídagar í apríl og maí sem hægðu á öllu. Samgöngustofa er á fjárlögum og hefur ekki náð að bæta við sig mannskap í takti við þessar auknu skráningar og umsýslu.“Jón Trausti Ólafsson.Mynd/Aðsend„Svo það sem gerist í ofanálag er að það myndast ákveðinn tappi hjá flutningafyrirtækjum, þau hafa ekki pláss fyrir bílana sem safnast upp út af þessu og þá er verið að stafla bílum upp í gámum. Þetta er mjög vond staða fyrir mjög marga. Þetta hefur gríðarleg áhrif á bílaumboðin og bílaleigur og viðskiptavinir eru ekki sáttir við þennan tíma sem þetta tekur,“ segir Jón Trausti. Hann segir óskiljanlegt að ekki sé brugðist betur við hjá Samgöngustofu eða samgönguráðuneytinu. „Við höfum rætt við ráðherra og höfum bent á leiðir til að flýta fyrir þannig að skráningum verði komið meira í hendur umboðanna eins og er til dæmis með tollamálin. Undanfarna 18 mánuði hafa verið töluverð samskipti við Samgöngustofu en þeir skýla sér alltaf á bak við það að þeir hafi ekki fjárheimildir til að takast á við þessi auknu verkefni og þetta er að kosta þessi fyrirtæki fullt af peningum. Samfélagslegur kostnaður er mun hærri en sparnaðurinn fyrir ríkið. Við erum mjög ósátt með hvernig að þessum málum er staðið,“ segir Jón Trausti. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu vera að gera sitt besta en ljóst sé að þörf sé á aukinni fjárveitingu í þennan málaflokk. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Mikill fjöldi bíla er nú við bílastæði og í gámum hjá stærstu flutningafyrirtækjum landsins. Allt að mánaðarbið er eftir bílum sem fara í forskráningu hjá Samgöngustofu. „Forskráningar hjá Samgöngustofu hafa gengið ótrúlega hægt og hafa valdið okkur hjá bílaumboðunum og þeim sem eru að flytja inn bíla gríðarlegum töfum. Það hefur valdið því að í sumum tilvikum er forskráning bíla sem jafnan hefur tekið tvo daga að taka allt að fjórum vikum. Þetta er þó misjafnt eftir bíltegundum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. „Það eru nokkrir þættir sem skýra þetta, í fyrsta lagi er mikill innflutningur í apríl og maí vegna bílaleigubíla. Einnig voru óvenju margir frídagar í apríl og maí sem hægðu á öllu. Samgöngustofa er á fjárlögum og hefur ekki náð að bæta við sig mannskap í takti við þessar auknu skráningar og umsýslu.“Jón Trausti Ólafsson.Mynd/Aðsend„Svo það sem gerist í ofanálag er að það myndast ákveðinn tappi hjá flutningafyrirtækjum, þau hafa ekki pláss fyrir bílana sem safnast upp út af þessu og þá er verið að stafla bílum upp í gámum. Þetta er mjög vond staða fyrir mjög marga. Þetta hefur gríðarleg áhrif á bílaumboðin og bílaleigur og viðskiptavinir eru ekki sáttir við þennan tíma sem þetta tekur,“ segir Jón Trausti. Hann segir óskiljanlegt að ekki sé brugðist betur við hjá Samgöngustofu eða samgönguráðuneytinu. „Við höfum rætt við ráðherra og höfum bent á leiðir til að flýta fyrir þannig að skráningum verði komið meira í hendur umboðanna eins og er til dæmis með tollamálin. Undanfarna 18 mánuði hafa verið töluverð samskipti við Samgöngustofu en þeir skýla sér alltaf á bak við það að þeir hafi ekki fjárheimildir til að takast á við þessi auknu verkefni og þetta er að kosta þessi fyrirtæki fullt af peningum. Samfélagslegur kostnaður er mun hærri en sparnaðurinn fyrir ríkið. Við erum mjög ósátt með hvernig að þessum málum er staðið,“ segir Jón Trausti. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu vera að gera sitt besta en ljóst sé að þörf sé á aukinni fjárveitingu í þennan málaflokk.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira