Erlent

Nauðsynlegt að breyta til gegn Talibönum

Samúel Karl Ólason skrifar
Öryggissveitir Afganistan hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum að undanförnu.
Öryggissveitir Afganistan hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum að undanförnu. Vísir/AFP
Yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjahers segir nauðsynlegt að Atlantshafsbandalagið breyti til í Afganistan. Að óbreyttu myndi allur sá árangur sem hafi náðst í landinu tapast og að Talibanar græði á óbreyttu ástandi. Meðal möguleika sem Vincent Stewart velti upp er að hermenn NATO taki virkari þátt í bardögum og að þeim verði fjölgað.

Enn sem komið er vinna hermenn NATO mest að þjálfun og ráðgjöf. Um 8.400 bandarískir hermenn eru í Afganistan og er um fjórðungur þeirra sérsveitarmenn. Ríkisstjórn Donald Trump íhugar nú beiðni um fleiri hermenn. Yfirmaður hersins í Afganistan segist þurfa minnst þrjú þúsund hermenn frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum NATO til viðbótar.

Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar ræddi Stewart við þingmenn í dag. Á fundinum kom fram að verði ekkert gert geti geta öryggissveita Afganistan versnað til muna og að Talibönum geti vaxið ásmegin.


Tengdar fréttir

ISIS-leiðtogi drepinn í áhlaupi í Afganistan

Abdul Hasib er sagður hafa verið drepinn fyrir 10 dögum síðan í hernaðaraðgerðum afganskra yfirvalda í Nangarhar-héraði í austurhluta landsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forseta landsins, Ashraf Ghani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×