Menning

Naktir í náttúrunni áhugaleiksýning ársins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Naktir í náttúrunni er byggt á hinni sívinsælu kvikmynd Full Monty.
Naktir í náttúrunni er byggt á hinni sívinsælu kvikmynd Full Monty.
Naktir í náttúrunni, 70 ára afmælissýning Leikfélags Hveragerðis, hefur verið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af Þjóðleikhúsinu en þetta er í 24. sinn sem leikhúsið velur áhugaleiksýningu ársins. Leikritið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu þann 15. júní næstkomandi.

Leikritið Naktir í náttúrunni hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í allan vetur en þetta er í fyrsta sinn sem sýning frá Leikfélagi Hveragerðis er valin áhugasýning ársins, að því er segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

Í umsögn dómnefndar um sýninguna segir:

„Naktir í náttúrunni í uppsetningu Leikfélags Hveragerðis er leikgerð leikstjórans, Jóns Gunnars Þórðarsonar, sem byggð er á The Full Monty, verki um atvinnulausa menn sem taka sig saman og fara að æfa strippdans til að hafa í sig og á. Þessi leið, að vinna með þekkt verk og aðlaga það leikhópnum og aðstæðum í heimabyggð, heppnast hér ákaflega vel, og sýningin öðlast aukinn áhrifamátt við það að atvinnumissir persónanna er settur í kunnuglegt samhengi. Verkið krefst ákveðinnar djörfungar af leikhópnum, og hópurinn leggur sig allan fram í metnaðarfullri, kraftmikilli og skemmtilegri sýningu.“

Í dómnefnd að þessu sinni sátu þau Atli Rafn Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Snorri Engilbertsson, ásamt Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.