Al og Avery í stuði hjá Boston Celtics í mikilvægum sigri í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Avery Bradley var frábær í nótt. Vísir/AP Boston Celtics er komið í 3-2 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeildinni eftir sigur á móti Washington Wizards í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Washington Wizards hafði unnið tvo síðustu leiki liðanna og jafnað einvígið en Boston-menn fundu aftur taktinn á heimavelli sínum og unnu sannfærandi 123-101 sigur. Boston Celtics náði forystunni strax í byrjun leiksins, stakk af eftir 16-0 sprett snemma leiks og var alls yfir í 44 mínútur og 42 sekúndur í þessum leik. Bakvörðurinn og miðherjinn Al Horford nýttu sér það vel að Washington Wizards lagði ofurkapp á það að stöðva Isaiah Thomas í leiknum. „Isaiah er að fá svo mikla athygli að við þurftum að stíga fram og búa eitthvað til. Isaiah gerði mjög vel að koma til mín boltanum og losa hann á réttum tíma. við náðum síðan að klára vel,“ sagði Al Horford. Avery Bradley skoraði 25 af 29 stigum sínum í fyrri hálfleik og hefur aldrei skorað meira í leik í úrslitakeppni. Al Horford var með 19 stig, 7 stoðsendingar, 6 fráköst og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Eitt af því sem kom Boston-liðinu á flug í fyrri hálfleiknum var þegar hinn smávaxni Isaiah Thomas setti hindrun fyrir Al Horford sem fékk í framhaldinu galopið þriggja stiga skot sem hann setti niður. „Avery var sjóðheitur og Al var fránær. Við fundum engin svör á móti þessum tveimur,“ sagði Scott Brooks, þjálfari Washington-liðsins. Bradley hitti meðal annars úr 12 af 19 skotum sínum en fjórar af körfum hans voru þristar. Isaiah Thomas gerði samt sitt en hann endaði með 18 stig og 9 stoðsendingar og kom alls að 41 stigi hjá Boston í nótt. John Wall skoraði mest fyrir Washington eða 21 stig og Bradley Beal var með 16 stig. Liðið hitti aðeins úr 39 prósent skota sinna og skoraði 9 færri þrista en Boston (7 á móti 16). Þeir félagar Wall og Beal þurftu líka 36 skot utan af velli til að skora þessi 37 stig sín. Eftir tvo flotta sigra í fyrstu tveimur leikjunum þá spilaði Boston-liðið skelfilega í tveimur leikjum á heimavelli Wizards. Brad Stevens þjálfara liðsins tókst hinsvegar að koma liðinu aftur á skrið í nótt. Leikur sex er á föstudaginn í Washington og þar getur Boston Celtics tryggt sig inn í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Cleveland Cavaliers en vinni Washington Wizards menn þá verður hreinn úrslitaleikur í Boston á mánudaginn. NBA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Boston Celtics er komið í 3-2 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeildinni eftir sigur á móti Washington Wizards í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Washington Wizards hafði unnið tvo síðustu leiki liðanna og jafnað einvígið en Boston-menn fundu aftur taktinn á heimavelli sínum og unnu sannfærandi 123-101 sigur. Boston Celtics náði forystunni strax í byrjun leiksins, stakk af eftir 16-0 sprett snemma leiks og var alls yfir í 44 mínútur og 42 sekúndur í þessum leik. Bakvörðurinn og miðherjinn Al Horford nýttu sér það vel að Washington Wizards lagði ofurkapp á það að stöðva Isaiah Thomas í leiknum. „Isaiah er að fá svo mikla athygli að við þurftum að stíga fram og búa eitthvað til. Isaiah gerði mjög vel að koma til mín boltanum og losa hann á réttum tíma. við náðum síðan að klára vel,“ sagði Al Horford. Avery Bradley skoraði 25 af 29 stigum sínum í fyrri hálfleik og hefur aldrei skorað meira í leik í úrslitakeppni. Al Horford var með 19 stig, 7 stoðsendingar, 6 fráköst og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Eitt af því sem kom Boston-liðinu á flug í fyrri hálfleiknum var þegar hinn smávaxni Isaiah Thomas setti hindrun fyrir Al Horford sem fékk í framhaldinu galopið þriggja stiga skot sem hann setti niður. „Avery var sjóðheitur og Al var fránær. Við fundum engin svör á móti þessum tveimur,“ sagði Scott Brooks, þjálfari Washington-liðsins. Bradley hitti meðal annars úr 12 af 19 skotum sínum en fjórar af körfum hans voru þristar. Isaiah Thomas gerði samt sitt en hann endaði með 18 stig og 9 stoðsendingar og kom alls að 41 stigi hjá Boston í nótt. John Wall skoraði mest fyrir Washington eða 21 stig og Bradley Beal var með 16 stig. Liðið hitti aðeins úr 39 prósent skota sinna og skoraði 9 færri þrista en Boston (7 á móti 16). Þeir félagar Wall og Beal þurftu líka 36 skot utan af velli til að skora þessi 37 stig sín. Eftir tvo flotta sigra í fyrstu tveimur leikjunum þá spilaði Boston-liðið skelfilega í tveimur leikjum á heimavelli Wizards. Brad Stevens þjálfara liðsins tókst hinsvegar að koma liðinu aftur á skrið í nótt. Leikur sex er á föstudaginn í Washington og þar getur Boston Celtics tryggt sig inn í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Cleveland Cavaliers en vinni Washington Wizards menn þá verður hreinn úrslitaleikur í Boston á mánudaginn.
NBA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira