Innlent

Um 50 í fjöldahjálparmiðstöð í Vík: Fjarskiptamastur fallið og rúður hafa brotnað í ökutækjum

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Vík í dag.
Frá Vík í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Fjörutíu og átta manns eru nú í fjöldahjálparstöð sem opnuð hefur verið í Vík fyrir ferðamenn sem bíða af sér veðrið sem nú gengur yfir um miðbik Suðurlandsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi en þar segir að gert sé ráð fyrir að eitthvað dúri í nótt en bæti síðan í vind aftur og verði mjög hvasst fram eftir morgninum.

Lögregla og björgunarsveitir standa vaktina og hafa björgunarsveitir haft í nógu að snúast, þakplötur hafa fokið, fjarskiptamastur í Dyrhólaey er fallið og tjón hefur orðið á húsum í byggingu. Þá hafa rúður brotnað í ökutækjum.

Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki.


Tengdar fréttir

Vindhviður náð allt að 50 metrum á sekúndu

Mikið hvassviðri gengur nú yfir landið norðvestanvert og Vestfirði og hafa hviður á Gemlufallsheiði á Vestfjörðum náð allt að 50 metrum á sekúndu að sögn Helgu Ívarsdóttur, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Þjóðvegi 1 lokað milli Seljalandsfoss og Víkur

Núna klukkan 14 var þjóðvegi 1 milli Seljalandsfoss og Víkur lokað vegna óveðurs. Fyrr í dag var þjóðveginum frá Skeiðarársandi að Jökulsárlóni lokað, einnig vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×