KA varð aftur KA á fimmtán ára meistaraafmælinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 16:30 Atli Hilmarsson þjálfaði KA árið 2002 og fagnar hér titlinum í leikslok með fyrirliðanum Sævari Árnasyni og Jóhanni Gunnari Jóhannssyni. Vísir/Hilmar Þór KA spilar aftur undir eigin nafni í karlahandboltanum næsta vetur en þetta varð ljóst eftir viðræður milli ÍBA, KA og Þórs. Félögin þrjú sendu frá sér yfirlýsingu í dag um enda samstarfsins. KA-menn hafa verið ásamt Þór hluti af Akureyrarliðinu sem hefur spilað í efstu deild frá 2006 en féll úr deildinni í vor. Tilkynningin um endalok Akureyrarliðsins kemur á merkilegum degi í sögu handboltans á Akureyri. 10. maí 2002 urðu KA-menn nefnilega Íslandsmeistarar í seinni skiptið eftir 24-21 sigur í Val í hreinum úrslitaleik á Hlíðarenda. Valsmenn komust 2-0 yfir í einvíginu en KA vann þrjá síðustu leikina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag voru liðin fimmtán ár frá þessum magnaða leik sem var spilaður fyrir framan troðfullt hús á Hlíðarenda. Hér má finna frétt um meistaraliðið frá 2002 og þar með einnig finna myndband úr leikjum KA og Vals vorið 2002. „Það sem gerir þennan titil enn merkilegri er að lið KA hafði endað í 5. sæti í Deildarkeppninni þetta tímabilið og hafði því ekki heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Í undanúrslitum keppninnar sópaði liðið út ríkjandi Íslands-, bikar og deildarmeisturum Hauka sem hafði ekki tapað á heimavelli allt tímabilið. KA liðið sópaði einnig út liði Gróttu/KR í 8-liða úrslitunum,“ segir í frétt um meistaraafmælið á heimasíðu KA í dag. Halldór Jóhann Sigfússon, núverandi þjálfari FH-liðsins, var markahæsti leikmaður KA-liðsins í lokaúrslitaeinvíginu með 39 mörk í leikjunum fimm eða 7,8 mörk að meðaltali í leik. Í kvöld leikur FH-liðið einmitt fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu 2017 á móti Val. Halldór Jóhann vann Val fyrir fimmtán árum og stefnir á að endurtakaleikinn núna. Íslandsmeistarar KA í handknattleik árið 2002 voru: Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhanneesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson, Sævar Árnason. Atli Hilmarsson var þjálfari liðsins og Friðrik Sæmundur Sigfússon liðsstjóri.Mörk liðsins í úrslitaeinvíginu á móti Val 2002 skoruðu: Halldór Jóhann Sigfússon 39 Andrius Stelmokas 21 Heimir Örn Árnason 13 Heiðmar Felixson 11 Sævar Árnason 10 Jóhann Gunnar Jóhannsson 8 Baldvin Þorsteinsson 6 Jónatan Þór Magnússon 5 Einar Logi Friðjónsson 4 Egidijus Petkevicius varði mjög vel í markinu þar á meðal sjö vítaköst í leikjunum fimm. Olís-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
KA spilar aftur undir eigin nafni í karlahandboltanum næsta vetur en þetta varð ljóst eftir viðræður milli ÍBA, KA og Þórs. Félögin þrjú sendu frá sér yfirlýsingu í dag um enda samstarfsins. KA-menn hafa verið ásamt Þór hluti af Akureyrarliðinu sem hefur spilað í efstu deild frá 2006 en féll úr deildinni í vor. Tilkynningin um endalok Akureyrarliðsins kemur á merkilegum degi í sögu handboltans á Akureyri. 10. maí 2002 urðu KA-menn nefnilega Íslandsmeistarar í seinni skiptið eftir 24-21 sigur í Val í hreinum úrslitaleik á Hlíðarenda. Valsmenn komust 2-0 yfir í einvíginu en KA vann þrjá síðustu leikina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag voru liðin fimmtán ár frá þessum magnaða leik sem var spilaður fyrir framan troðfullt hús á Hlíðarenda. Hér má finna frétt um meistaraliðið frá 2002 og þar með einnig finna myndband úr leikjum KA og Vals vorið 2002. „Það sem gerir þennan titil enn merkilegri er að lið KA hafði endað í 5. sæti í Deildarkeppninni þetta tímabilið og hafði því ekki heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Í undanúrslitum keppninnar sópaði liðið út ríkjandi Íslands-, bikar og deildarmeisturum Hauka sem hafði ekki tapað á heimavelli allt tímabilið. KA liðið sópaði einnig út liði Gróttu/KR í 8-liða úrslitunum,“ segir í frétt um meistaraafmælið á heimasíðu KA í dag. Halldór Jóhann Sigfússon, núverandi þjálfari FH-liðsins, var markahæsti leikmaður KA-liðsins í lokaúrslitaeinvíginu með 39 mörk í leikjunum fimm eða 7,8 mörk að meðaltali í leik. Í kvöld leikur FH-liðið einmitt fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu 2017 á móti Val. Halldór Jóhann vann Val fyrir fimmtán árum og stefnir á að endurtakaleikinn núna. Íslandsmeistarar KA í handknattleik árið 2002 voru: Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhanneesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson, Sævar Árnason. Atli Hilmarsson var þjálfari liðsins og Friðrik Sæmundur Sigfússon liðsstjóri.Mörk liðsins í úrslitaeinvíginu á móti Val 2002 skoruðu: Halldór Jóhann Sigfússon 39 Andrius Stelmokas 21 Heimir Örn Árnason 13 Heiðmar Felixson 11 Sævar Árnason 10 Jóhann Gunnar Jóhannsson 8 Baldvin Þorsteinsson 6 Jónatan Þór Magnússon 5 Einar Logi Friðjónsson 4 Egidijus Petkevicius varði mjög vel í markinu þar á meðal sjö vítaköst í leikjunum fimm.
Olís-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira