Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 00:15 Símar af gerðinni Samsung Galaxy Note 7 voru innkallaðir eftir að rafhlöður í þeim reyndust gallaðar. Vísir/Getty Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. Í viðtalinu er vísað í mál Ásgerðar Pálsdóttur, sem Vísir fjallaði um í vikunni, en rafhlaða í Samsung-síma hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi á laugardag. Sími hennar var nokkurra ára gamall og af gerðinni Samsung Galaxy 4. Þá hafa einnig tíðar fréttir borist af vandræðum símaframleiðandans Samsung sem þurfti nýlega að innkalla fjölda síma af gerðinni Samsung Galaxy Note 7 vegna rafhlaða sem ofhitnuðu og sprungu.Vandamálið skrifast á markaðsþrýstingKristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, var inntur eftir því hvað gerðist innan í liþín-rafhlöðum, sem notaðar eru í snjallsíma á borð við þá sem Samsung framleiðir, þegar þær springa. „Það virðist vera að eitthvað fari úrskeiðis í rafhlöðunni sem veldur því að það verður mjög hröð afhleðsla, eða skammhlaup, af því að rafhlöður eru náttúrulega bara leið til þess að geyma orku. Það sem við viljum er að reyna að pakka eins mikilli orku og hægt er inn í rafhlöðuna,“ segir Kristján. Hann segir vandamálið að einhverju leyti skrifast á markaðsþrýsting en farsímaframleiðendur eru í stöðugri samkeppni um að framleiða rafhlöður sem endast lengi, eru fljótar að hlaðast og auk þess bæði litlar og léttar. „Það er ákveðinn þrýstingur á þessum farsímaframleiðendum að búa til batterí sem endast lengur og er fljótlegra að hlaða. Þetta er kannski eitt af þeim atriðum sem samkeppnin á milli þeirra snýst um, þannig að það er alltaf verið að reyna að pakka meiri og meiri orku inn í minni og léttari rafhlöður, sem á sama tíma á að vera fljótlegt að hlaða upp. Á sama tíma á öryggið að vera númer eitt, tvö og þrjú og framleiðendur eiga ekki að senda frá sér vöru sem ekki stenst það að vera í almennri notkun. En þarna hefur orðið misbrestur á.“Rafhlöðuþróun heldur ekki í við þróun annarrar tækniÞá eru framleiðendur einnig í kapphlaupi við rafbúnað á borð við myndavélar og snertiskjái, sem einnig er notaður við framleiðslu snjallsíma. Þróun rafhlaða hefur ekki haldist í hendur við þróun annars rafbúnaðar og rafhlöðurnar ráða því ekki við búnaðinn. „Auðvitað eru allir örugglega að vinna í því dag og nótt að reyna að finna upp betri batterí en sú þróun hefur ekki orðið nærri því eins hröð og í rafbúnaðinum sjálfum.“ Kristján segir vandamálið með símarafhlöðurnar liggja í því hvað þær þurfa að vera þunnar og léttar en geyma samt hlutfallslega mikla orku á þyngdareiningu, sem orsakast af keyrslu á flóknum rafbúnaði sem rafhlöðurnar standa ekki undir. Kristján segir einnig hafa borið á vandkvæðum í þróun næstu kynslóðar af rafhlöðum. Fyrst og fremst sé ábyrgðin hjá framleiðendum en neytendur þurfi einnig að vera vakandi. „Auðvitað eiga framleiðendurnir að tryggja það að þetta bara gerist ekki, þeir eiga ekki að senda vörur á markað nema það sé búið að prófa þær út í eitt.“ Tengdar fréttir Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. Í viðtalinu er vísað í mál Ásgerðar Pálsdóttur, sem Vísir fjallaði um í vikunni, en rafhlaða í Samsung-síma hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi á laugardag. Sími hennar var nokkurra ára gamall og af gerðinni Samsung Galaxy 4. Þá hafa einnig tíðar fréttir borist af vandræðum símaframleiðandans Samsung sem þurfti nýlega að innkalla fjölda síma af gerðinni Samsung Galaxy Note 7 vegna rafhlaða sem ofhitnuðu og sprungu.Vandamálið skrifast á markaðsþrýstingKristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, var inntur eftir því hvað gerðist innan í liþín-rafhlöðum, sem notaðar eru í snjallsíma á borð við þá sem Samsung framleiðir, þegar þær springa. „Það virðist vera að eitthvað fari úrskeiðis í rafhlöðunni sem veldur því að það verður mjög hröð afhleðsla, eða skammhlaup, af því að rafhlöður eru náttúrulega bara leið til þess að geyma orku. Það sem við viljum er að reyna að pakka eins mikilli orku og hægt er inn í rafhlöðuna,“ segir Kristján. Hann segir vandamálið að einhverju leyti skrifast á markaðsþrýsting en farsímaframleiðendur eru í stöðugri samkeppni um að framleiða rafhlöður sem endast lengi, eru fljótar að hlaðast og auk þess bæði litlar og léttar. „Það er ákveðinn þrýstingur á þessum farsímaframleiðendum að búa til batterí sem endast lengur og er fljótlegra að hlaða. Þetta er kannski eitt af þeim atriðum sem samkeppnin á milli þeirra snýst um, þannig að það er alltaf verið að reyna að pakka meiri og meiri orku inn í minni og léttari rafhlöður, sem á sama tíma á að vera fljótlegt að hlaða upp. Á sama tíma á öryggið að vera númer eitt, tvö og þrjú og framleiðendur eiga ekki að senda frá sér vöru sem ekki stenst það að vera í almennri notkun. En þarna hefur orðið misbrestur á.“Rafhlöðuþróun heldur ekki í við þróun annarrar tækniÞá eru framleiðendur einnig í kapphlaupi við rafbúnað á borð við myndavélar og snertiskjái, sem einnig er notaður við framleiðslu snjallsíma. Þróun rafhlaða hefur ekki haldist í hendur við þróun annars rafbúnaðar og rafhlöðurnar ráða því ekki við búnaðinn. „Auðvitað eru allir örugglega að vinna í því dag og nótt að reyna að finna upp betri batterí en sú þróun hefur ekki orðið nærri því eins hröð og í rafbúnaðinum sjálfum.“ Kristján segir vandamálið með símarafhlöðurnar liggja í því hvað þær þurfa að vera þunnar og léttar en geyma samt hlutfallslega mikla orku á þyngdareiningu, sem orsakast af keyrslu á flóknum rafbúnaði sem rafhlöðurnar standa ekki undir. Kristján segir einnig hafa borið á vandkvæðum í þróun næstu kynslóðar af rafhlöðum. Fyrst og fremst sé ábyrgðin hjá framleiðendum en neytendur þurfi einnig að vera vakandi. „Auðvitað eiga framleiðendurnir að tryggja það að þetta bara gerist ekki, þeir eiga ekki að senda vörur á markað nema það sé búið að prófa þær út í eitt.“
Tengdar fréttir Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05