Malín áfrýjar til Hæstaréttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2017 15:23 Malín Brand. vísir/gva Malín Brand hefur áfrýjað fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjárkúgun til Hæstaréttar. Malín fékk tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára, eins og systir hennar, Hlín Einarsdóttir. Dómurinn var fyrir tvö brot. Annars vegar fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, og hins vegar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Classen. Systurnar kúguðu 700 þúsund krónur út úr honum með því að hóta að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í málinu þann 7. apríl. Þinghald var lokað en við þingfestingu játaði Hlín tilraun til fjárkúgunar í tilfelli Sigmundar Davíðs og Malín viðurkenndi hlutdeild en neitaði samverknaði. Þær neituðu báðar sök í hinum þætti málsins.Dómurinn vonbrigðiMálið er nú komið á lista Hæstaréttar yfir áfrýjuð mál og þess beðið að málið verði sett á dagskrá. Ólílegt má telja að það verði fyrr en með haustinu. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að mér finnst dómurinn of þungur. Ég get ekkert leynt því og þetta eru mikil vonbrigði en ég er ekki búinn að kynna mér dóminn til hlítar svo að á næstu dögum þá munum við ákveða framhaldið,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, í samtali við Vísi daginn sem dómur féll. Nú hefur sem sagt verið ákveðið að áfrýja dómnum. „Mín skoðun er sú að hlutverk Malínar hafi verið miklu minna heldur en Hlínar, það er engum blöðum um það að fletta, en ég vil samt ekkert vera að segja hvernig ég hefði viljað sjá dæmt í málinu. En mér finnst kannski ekki nægilega greint á milli, það er að segja mér finnst verknaður þeirra beggja ekki kalla á sömu refsingu yfir þeim báðum,“ segir Hólmgeir. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Malín Brand hefur áfrýjað fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjárkúgun til Hæstaréttar. Malín fékk tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára, eins og systir hennar, Hlín Einarsdóttir. Dómurinn var fyrir tvö brot. Annars vegar fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, og hins vegar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Classen. Systurnar kúguðu 700 þúsund krónur út úr honum með því að hóta að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í málinu þann 7. apríl. Þinghald var lokað en við þingfestingu játaði Hlín tilraun til fjárkúgunar í tilfelli Sigmundar Davíðs og Malín viðurkenndi hlutdeild en neitaði samverknaði. Þær neituðu báðar sök í hinum þætti málsins.Dómurinn vonbrigðiMálið er nú komið á lista Hæstaréttar yfir áfrýjuð mál og þess beðið að málið verði sett á dagskrá. Ólílegt má telja að það verði fyrr en með haustinu. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að mér finnst dómurinn of þungur. Ég get ekkert leynt því og þetta eru mikil vonbrigði en ég er ekki búinn að kynna mér dóminn til hlítar svo að á næstu dögum þá munum við ákveða framhaldið,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, í samtali við Vísi daginn sem dómur féll. Nú hefur sem sagt verið ákveðið að áfrýja dómnum. „Mín skoðun er sú að hlutverk Malínar hafi verið miklu minna heldur en Hlínar, það er engum blöðum um það að fletta, en ég vil samt ekkert vera að segja hvernig ég hefði viljað sjá dæmt í málinu. En mér finnst kannski ekki nægilega greint á milli, það er að segja mér finnst verknaður þeirra beggja ekki kalla á sömu refsingu yfir þeim báðum,“ segir Hólmgeir.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira