Meðal annars hefur verið stofnaður Facebook hópur þar sem Íslendingar bera saman verðlagningu í Costco og annars staðar og eru nú rúmlega 57 þúsund manns í hópnum.
Svo margir sækja raunar verslunina að röð hefur myndast fyrir utan verslunina fyrir opnun nánast á hverjum degi. Þá hafa kerrur klárast með þeim afleiðingum að viðskiptavinir aðstoða hvern annan við að koma vörum í bíla svo að þeir geti fengið kerrurnar næst.
Í auglýsingunni er óskað eftir fólki sem er sveigjanlegt hvað varðar vinnutíma og getur hafið störf strax en ljóst er að verslunin vill þannig vera í stakk búin til þess að taka á móti þeim mikla mannfjölda sem virðist sækja verslunina á hverjum degi.
