Vopnaðir lögregluþjónar gerðu áhlaup á íbúðarhús í Moss Side í Manchester í dag. Vitni á staðnum segjast hafa heyrt öskur og sprengingu á vettvangi. Þá var 25 ára gamall maður handtekinn í Old Trafford, svæði suðvestan við miðborg Manchester, í dag. Rannsókn lögreglu á árásinni í Manchester síðastliðið mánudagskvöld stendur nú sem hæst.
Götum í grennd við Quantock Close og Selworth Road í Moss Side í Manchester var lokað er lögregla athafnaði sig á svæðinu nú laust eftir hádegi að staðartíma.
Stephen Cawley, íbúi við eina af þeim götum sem lögregla gerði áhlaup á í dag, segir tvo bræður, 15 og 19 ára, af líbískum uppruna hafa verið leidda á brott af lögreglu. Lögregla hafði einnig afskipti af þriðja bróðurnum en honum var sleppt.
Þá var 25 ára gamall maður handtekinn í Old Trafford, suðvestan við miðborg Manchester, í tengslum við árásina. Hann er grunaður um hryðjuverkatengd brot. Samtals hafa fjórtán nú verið handteknir en nú eru tólf í haldi lögreglu.
Enn er talið að meðlimir í hryðjuverkaneti, sem talið er hafa skipulagt árásina á Manchester á mánudagskvöldið, gangi lausir í Bretlandi.
Ný handtaka í Manchester

Tengdar fréttir

Lögreglan birtir myndir af Abedi úr öryggismyndavélum
Breska lögreglan hefur birt myndir af Abedi úr öryggismyndavélum.

Árásin í Manchester: Tveir ungir menn handteknir
Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester á mánudaginn síðastliðinn. Alls eru ellefu einstaklingar í haldi lögreglu vegna árásarinnar

Viðbúnaðarstig lækkað í Bretlandi
Viðbúnaðarstig í Bretlandi hefur verið lækkað að nýju eftir að hafa verið sett á hæsta stig í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester á mánudaginn síðastliðinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þetta í morgun.