Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Anton Egilsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 27. maí 2017 12:03 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. Visir/Eyþór Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greindi frá stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag en hann er jafnframt formaður félagsins. „Tilgangurinn er sá að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og umræðu um það hvernig best megi leysa hin ýmsu mál sem að samfélagið stendur frammi fyrir,“ sagði Sigmundur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Sigmundur segir umræðuna í pólitíkinni hafa verið að þrengjast, það er að menn séu farnir að tala á svipuðum nótum þó að þeir séu í ólíkum stjórnmálaflokkum og með ólíkar áherslur. „Hér er ætlunin að reyna að snúa þessari þróun við og draga sérstaklega fram fólk sem er með óvenjulegar, nýjar lausnir, geta hugsað út fyrir rammann og þá sem þekkja best til á hverju sviði.“ Stofnun félagsins hefur vakið mikla athygli og spurningin er hvort Sigmundur Davíð sé með þessu móti að máta fólk í nýtt stjórnmálaafl „Hugsunin með þessu er í rauninni sú að laða að fólk úr öðrum flokkum og úr engum flokkum til þess að taka þátt í umræðunni. Okkur er sama hvaðan hugmyndirnar koma, ef þær eru góðar eða umræðuverðar hugmyndir.“Muni ekki stuðla að frekari klofningiAðspurður segist Sigmundur ekki hafa áhyggjur af því að stofnun félagsins komi til með að auka þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins. „Þetta ætti nú ekki að hafa áhrif á það vegna þess að með þessu er kominn vettvangur til þess að halda áfram þeirri nálgun sem ég reyndi að innleiða í Framsóknarflokknum. Það er allt gert með jákvæðum formmerkjum því að ég vona að það sem út úr þessu kemur nýtist flokknum öllum.“ Borgar- og sveitarstjórnarkosningar en Sigmundur segist ekki vera að máta sjálfan sig í borgarstjórastólinn með stofnun félagsins. „Nei ég hef nú ekki sett þetta í samhengi við það en eflaust verða ýmis mál sem falla undir borgar- og sveitarstjórnarmál rædd hjá þessu félagi líka.“ Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í aðdraganda stofnfundarins í dag. „Það er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt að upplifa það. Margir eru hrifnir af þessari nálgun, þessari áherslu á hugmyndavinnuna og það að leita nýrra leiða. Vonandi skilar það sér fyrir félagið og þar af leiðandi fyrir samfélagið líka.“ Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greindi frá stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag en hann er jafnframt formaður félagsins. „Tilgangurinn er sá að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og umræðu um það hvernig best megi leysa hin ýmsu mál sem að samfélagið stendur frammi fyrir,“ sagði Sigmundur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Sigmundur segir umræðuna í pólitíkinni hafa verið að þrengjast, það er að menn séu farnir að tala á svipuðum nótum þó að þeir séu í ólíkum stjórnmálaflokkum og með ólíkar áherslur. „Hér er ætlunin að reyna að snúa þessari þróun við og draga sérstaklega fram fólk sem er með óvenjulegar, nýjar lausnir, geta hugsað út fyrir rammann og þá sem þekkja best til á hverju sviði.“ Stofnun félagsins hefur vakið mikla athygli og spurningin er hvort Sigmundur Davíð sé með þessu móti að máta fólk í nýtt stjórnmálaafl „Hugsunin með þessu er í rauninni sú að laða að fólk úr öðrum flokkum og úr engum flokkum til þess að taka þátt í umræðunni. Okkur er sama hvaðan hugmyndirnar koma, ef þær eru góðar eða umræðuverðar hugmyndir.“Muni ekki stuðla að frekari klofningiAðspurður segist Sigmundur ekki hafa áhyggjur af því að stofnun félagsins komi til með að auka þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins. „Þetta ætti nú ekki að hafa áhrif á það vegna þess að með þessu er kominn vettvangur til þess að halda áfram þeirri nálgun sem ég reyndi að innleiða í Framsóknarflokknum. Það er allt gert með jákvæðum formmerkjum því að ég vona að það sem út úr þessu kemur nýtist flokknum öllum.“ Borgar- og sveitarstjórnarkosningar en Sigmundur segist ekki vera að máta sjálfan sig í borgarstjórastólinn með stofnun félagsins. „Nei ég hef nú ekki sett þetta í samhengi við það en eflaust verða ýmis mál sem falla undir borgar- og sveitarstjórnarmál rædd hjá þessu félagi líka.“ Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í aðdraganda stofnfundarins í dag. „Það er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt að upplifa það. Margir eru hrifnir af þessari nálgun, þessari áherslu á hugmyndavinnuna og það að leita nýrra leiða. Vonandi skilar það sér fyrir félagið og þar af leiðandi fyrir samfélagið líka.“
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira