Innlent

Fjármálaráðherrann í evrubolnum í Víglínunni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hefur verið til umræðu alla þessa viku á Alþingi en þingmenn stjórnarandstöðunnar ætla sér að tala um hana þar til samkomulag tekst um hvaða mál verða afgreidd á Alþingi fyrir sumarleyfi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kemur í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða stöðuna, evrubolinn og fleira.

Þá koma þau Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Víglínuna til að ræða það sem efst er á baugi í stjórnmálunum. Líklegt er að Eygló segi skoðun sína á stofnun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Framfarafélaginu og þýðingu þess fyrir Framsóknarflokkinn.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×