Gott mál að spítalinn fái stjórn Sveinn Arnarsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Birgir Jakobsson, Landlæknir vísir/stefán Víða í Skandinavíu tíðkast að stjórnir séu yfir sjúkrahúsum sem hafa það markmið að veita stjórnendum sjúkrahúsa aðhald og styrkja samskipti við stjórnvöld. Birgir Jakobsson landlæknir telur það til bóta að setja stjórn yfir Landspítalann og segist sjálfur hafa góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. „Ef ég á að hafa skoðun á því yfirleitt þá teldi ég það gott mál fyrir Landspítala að fá stjórn sem hefur faglega kunnáttu á víðum grunni, þjóðfélagsmálum, heilbrigðismálum og stjórnun,“ segir landlæknir. „Bæði til að styrkja spítalann í samskiptum við stjórnvöld og fjármálavaldið og líka til að veita stjórnendum spítalans aðhald í sínum daglegu störfum.“Bjarkey GunnarsdóttirÞau sjúkrahús sem við höfum borið okkur saman við búa mörg hver við það fyrirkomulag. Landlæknir segir hins vegar að fagleg þekking verði að ráða ríkjum. „Hins vegar tel ég að ef þetta væri hrein pólitísk stjórn er ég ekki viss um að það væri endilega skref fram á við fyrir Landspítalann,“ segir Birgir. Landlæknir stýrði á árum áður sjúkrahúsrekstri í Svíþjóð og hefur ágæta þekkingu á heilbrigðismálum í Skandinavíu. Hann segir það geta eflt sjúkrahúsið. „Ég hef sjálfur góða reynslu af því að hafa stjórn yfir spítala sem ég hef sjálfur rekið þar sem kunnáttan er margvísleg,“ bætir landlæknir við. „Stjórnin sem slík þarf ekki að hafa gríðarlega þekkingu á sjálfum spítalarekstrinum þar sem slíkur mannauður er nægur hjá stjórnendum spítalans nú þegar.“ Bjarkey Gunnarsdóttir hefur gagnrýnt hugmyndina harðlega auk fleiri stjórnarandstæðinga í pontu þingsins undanfarna daga. Hún segir sporin hræða og gagnrýnir að talað sé um spítalann eins og hvert annað fyrirtæki. „Ég tel enga ástæðu til þess að setja stjórn yfir spítalann. Mér blöskruðu orð fjármálaráðherra, að tala um þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Landspítali er ekki eins og hvert annað fyrirtæki,“ segir Bjarkey. Í augum Bjarkeyjar er ekki verið að setja faglega stjórn yfir spítalann. Hér sé á ferðinni aðgerð til að þagga niður í núverandi stjórnendum. „Það er ekkert annað í kortunum hjá meirihlutanum en að setja yfir pólitíska stjórn til að sussa á stjórnendur. Það hefur ekkert kallað á að þetta sé gert á þessum tímapunkti. Jafnframt hefur enginn talað við stjórnendur spítalans um hvað þeir telji að sé best til að styrkja spítalann.“ „Formaður velferðarnefndar talaði um að þetta yrði pólitísk stjórn líkt og er við lýði á Ríkisútvarpinu. Formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra taka undir þau orð. Það er ekki mér að skapi,“ bætir Bjarkey við. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Víða í Skandinavíu tíðkast að stjórnir séu yfir sjúkrahúsum sem hafa það markmið að veita stjórnendum sjúkrahúsa aðhald og styrkja samskipti við stjórnvöld. Birgir Jakobsson landlæknir telur það til bóta að setja stjórn yfir Landspítalann og segist sjálfur hafa góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. „Ef ég á að hafa skoðun á því yfirleitt þá teldi ég það gott mál fyrir Landspítala að fá stjórn sem hefur faglega kunnáttu á víðum grunni, þjóðfélagsmálum, heilbrigðismálum og stjórnun,“ segir landlæknir. „Bæði til að styrkja spítalann í samskiptum við stjórnvöld og fjármálavaldið og líka til að veita stjórnendum spítalans aðhald í sínum daglegu störfum.“Bjarkey GunnarsdóttirÞau sjúkrahús sem við höfum borið okkur saman við búa mörg hver við það fyrirkomulag. Landlæknir segir hins vegar að fagleg þekking verði að ráða ríkjum. „Hins vegar tel ég að ef þetta væri hrein pólitísk stjórn er ég ekki viss um að það væri endilega skref fram á við fyrir Landspítalann,“ segir Birgir. Landlæknir stýrði á árum áður sjúkrahúsrekstri í Svíþjóð og hefur ágæta þekkingu á heilbrigðismálum í Skandinavíu. Hann segir það geta eflt sjúkrahúsið. „Ég hef sjálfur góða reynslu af því að hafa stjórn yfir spítala sem ég hef sjálfur rekið þar sem kunnáttan er margvísleg,“ bætir landlæknir við. „Stjórnin sem slík þarf ekki að hafa gríðarlega þekkingu á sjálfum spítalarekstrinum þar sem slíkur mannauður er nægur hjá stjórnendum spítalans nú þegar.“ Bjarkey Gunnarsdóttir hefur gagnrýnt hugmyndina harðlega auk fleiri stjórnarandstæðinga í pontu þingsins undanfarna daga. Hún segir sporin hræða og gagnrýnir að talað sé um spítalann eins og hvert annað fyrirtæki. „Ég tel enga ástæðu til þess að setja stjórn yfir spítalann. Mér blöskruðu orð fjármálaráðherra, að tala um þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Landspítali er ekki eins og hvert annað fyrirtæki,“ segir Bjarkey. Í augum Bjarkeyjar er ekki verið að setja faglega stjórn yfir spítalann. Hér sé á ferðinni aðgerð til að þagga niður í núverandi stjórnendum. „Það er ekkert annað í kortunum hjá meirihlutanum en að setja yfir pólitíska stjórn til að sussa á stjórnendur. Það hefur ekkert kallað á að þetta sé gert á þessum tímapunkti. Jafnframt hefur enginn talað við stjórnendur spítalans um hvað þeir telji að sé best til að styrkja spítalann.“ „Formaður velferðarnefndar talaði um að þetta yrði pólitísk stjórn líkt og er við lýði á Ríkisútvarpinu. Formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra taka undir þau orð. Það er ekki mér að skapi,“ bætir Bjarkey við.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira