Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2017 18:51 Eyþór Arnalds. Vísir/Ernir Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um stofnun Framfarafélagsins fyrr í vikunni. Eyþór mun flytja erindi undir heitinu „Framtíðin bíður ekki eftir okkur“ þar sem hann mun velta fyrir sér hvernig tækniþróun og ný tækifæri muni umbylta daglegu lífi fólks og hvernig við megum búa okkur best undir þær grundvallarbreytingar sem fyrirsjáanlegar séu á næstu árum á helstu innviðum samfélagsins. Sigmundur Davíð kynnti dagskrá fyrsta fundarins á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag. Þar kemur fram að Anna Kolbrún Árnadóttir verði fundarstjóri, en hún er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Sigmundur Davíð, sem titlaður er formaður Framfarafélagsins, mun halda fyrsta erindið – „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“. Segir þar að stjórnmál séu að taka grundvallarbreytingum. „Hvað veldur og hvers er að vænta? Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ eru spurningar sem Sigmundur Davíð hyggst velta fyrir sér. Sigmundur sagði fyrr í vikunni að Framfarafélagið væri vettvangur til að virkja fólk sem þekki til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Sagði hann að Framsóknarflokkinn væri ekki lengur sá vettvangur fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Tengdar fréttir Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um stofnun Framfarafélagsins fyrr í vikunni. Eyþór mun flytja erindi undir heitinu „Framtíðin bíður ekki eftir okkur“ þar sem hann mun velta fyrir sér hvernig tækniþróun og ný tækifæri muni umbylta daglegu lífi fólks og hvernig við megum búa okkur best undir þær grundvallarbreytingar sem fyrirsjáanlegar séu á næstu árum á helstu innviðum samfélagsins. Sigmundur Davíð kynnti dagskrá fyrsta fundarins á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag. Þar kemur fram að Anna Kolbrún Árnadóttir verði fundarstjóri, en hún er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Sigmundur Davíð, sem titlaður er formaður Framfarafélagsins, mun halda fyrsta erindið – „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“. Segir þar að stjórnmál séu að taka grundvallarbreytingum. „Hvað veldur og hvers er að vænta? Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ eru spurningar sem Sigmundur Davíð hyggst velta fyrir sér. Sigmundur sagði fyrr í vikunni að Framfarafélagið væri vettvangur til að virkja fólk sem þekki til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Sagði hann að Framsóknarflokkinn væri ekki lengur sá vettvangur fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð.
Tengdar fréttir Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15