Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2017 18:51 Eyþór Arnalds. Vísir/Ernir Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um stofnun Framfarafélagsins fyrr í vikunni. Eyþór mun flytja erindi undir heitinu „Framtíðin bíður ekki eftir okkur“ þar sem hann mun velta fyrir sér hvernig tækniþróun og ný tækifæri muni umbylta daglegu lífi fólks og hvernig við megum búa okkur best undir þær grundvallarbreytingar sem fyrirsjáanlegar séu á næstu árum á helstu innviðum samfélagsins. Sigmundur Davíð kynnti dagskrá fyrsta fundarins á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag. Þar kemur fram að Anna Kolbrún Árnadóttir verði fundarstjóri, en hún er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Sigmundur Davíð, sem titlaður er formaður Framfarafélagsins, mun halda fyrsta erindið – „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“. Segir þar að stjórnmál séu að taka grundvallarbreytingum. „Hvað veldur og hvers er að vænta? Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ eru spurningar sem Sigmundur Davíð hyggst velta fyrir sér. Sigmundur sagði fyrr í vikunni að Framfarafélagið væri vettvangur til að virkja fólk sem þekki til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Sagði hann að Framsóknarflokkinn væri ekki lengur sá vettvangur fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Tengdar fréttir Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um stofnun Framfarafélagsins fyrr í vikunni. Eyþór mun flytja erindi undir heitinu „Framtíðin bíður ekki eftir okkur“ þar sem hann mun velta fyrir sér hvernig tækniþróun og ný tækifæri muni umbylta daglegu lífi fólks og hvernig við megum búa okkur best undir þær grundvallarbreytingar sem fyrirsjáanlegar séu á næstu árum á helstu innviðum samfélagsins. Sigmundur Davíð kynnti dagskrá fyrsta fundarins á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag. Þar kemur fram að Anna Kolbrún Árnadóttir verði fundarstjóri, en hún er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Sigmundur Davíð, sem titlaður er formaður Framfarafélagsins, mun halda fyrsta erindið – „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“. Segir þar að stjórnmál séu að taka grundvallarbreytingum. „Hvað veldur og hvers er að vænta? Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ eru spurningar sem Sigmundur Davíð hyggst velta fyrir sér. Sigmundur sagði fyrr í vikunni að Framfarafélagið væri vettvangur til að virkja fólk sem þekki til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Sagði hann að Framsóknarflokkinn væri ekki lengur sá vettvangur fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð.
Tengdar fréttir Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15