Haraldur Franklín missti af sigri í Svíþjóð eftir bráðabana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2017 15:00 Haraldur Franklín spilaði frábærlega í Svíþjóð. Mynd/GSÍmyndir Haraldur Franklín úr GR náði frábærum árangri á Star for Life PGA Championship atvinnumótinu sem lauk í dag á PGA Sweden National vellinum. Mótið er hluti af Nordic League atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. Haraldur varð 2. Til 3. Sæti á þessu sterka móti en hann missti af sigrinum þriggja manna bráðabana. Golfsambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur Franklín lék hringina þrjá á -12 samtals (69-67-68) en tveir sænskir kylfingar léku á sama skori og Íslandsmeistarinn frá árinu 2012. Í bráðabananum fékk Haraldur Franklín par á 18. holuna sem er par 4 hola, en Niklas Lemke tryggði sér sigurinn með því að fá fugl þegar mest á reyndi. Þetta er jöfnun á besta árangri sem Haraldur Franklín hefur náð á þessari mótaröð en hann varð í öðru sæti fyrir viku síðan á sömu mótaröð. Haraldur Franklín fékk þrjá fugla og einn örn á lokahringnum en hann var alls með tólf fugla og einn örn á hringunum þremur. Annar af tveimur skollum hans kom í dag en Haraldur Franklín var skollalaus á fyrstu 23 holum sínum á mótinu. Það er hægt að sjá tölfræði hans á mótinu hér. Andri Þór Björnsson, liðsfélagi hans úr GR, lék á -2 samtals á þessu móti. Andri endaði í 23. sæti á 214 höggum (71-70-73). Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Haraldur Franklín úr GR náði frábærum árangri á Star for Life PGA Championship atvinnumótinu sem lauk í dag á PGA Sweden National vellinum. Mótið er hluti af Nordic League atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. Haraldur varð 2. Til 3. Sæti á þessu sterka móti en hann missti af sigrinum þriggja manna bráðabana. Golfsambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni. Haraldur Franklín lék hringina þrjá á -12 samtals (69-67-68) en tveir sænskir kylfingar léku á sama skori og Íslandsmeistarinn frá árinu 2012. Í bráðabananum fékk Haraldur Franklín par á 18. holuna sem er par 4 hola, en Niklas Lemke tryggði sér sigurinn með því að fá fugl þegar mest á reyndi. Þetta er jöfnun á besta árangri sem Haraldur Franklín hefur náð á þessari mótaröð en hann varð í öðru sæti fyrir viku síðan á sömu mótaröð. Haraldur Franklín fékk þrjá fugla og einn örn á lokahringnum en hann var alls með tólf fugla og einn örn á hringunum þremur. Annar af tveimur skollum hans kom í dag en Haraldur Franklín var skollalaus á fyrstu 23 holum sínum á mótinu. Það er hægt að sjá tölfræði hans á mótinu hér. Andri Þór Björnsson, liðsfélagi hans úr GR, lék á -2 samtals á þessu móti. Andri endaði í 23. sæti á 214 höggum (71-70-73).
Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira