„Þau skulda gríðarmikið af peningum,“ sagði hann, og kom þar á framfæri áhyggjum bandarískra stjórnvalda yfir því að hin NATO-ríkin láti ekki nógu háar fjárhæðir af hendi rakna til bandalagsins. Hann sagði 23 lönd hins 28-landa bandalags ekki standa sína plikt í þessum efnum.
Markmið NATO-ríkjanna, þ.e. að tvö prósent af vergri landsframleiðslu hvers ríkis renni til varnarmála, mun ekki nást fyrr en árið 2024 ef fram fer sem horfir.

NATO hefur samþykkt að taka að sér stærra hlutverk í baráttunni gegn hryðjuverkum, sérstaklega hinu svokallaða Íslamska ríki eða ISIS. Frakkland og Þýskaland segja þó að samþykki sitt sé fyrst og fremst táknrænt.