Trump gengur harðskeyttur til fundar við NATO á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 23:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, í dag. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nú staddur í Brussel, höfuðborg Belgíu. Hann mun funda með leiðtogum annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, á morgun. BBC greinir frá.Trump kom til Belgíu í dag en heimsókn hans er umdeild. Þúsundir mótmæltu komu hans í miðborg Brussel en á meðal hans fyrstu verka var að hitta belgísku konungshjónin. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, ræddi heimsóknina við blaðamenn í dag og sagði að forsetanum „væri mikið í mun að sannfæra aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um að herða róðurinn og gangast að fullu við skyldum sínum.“ Trump hefur gagnrýnt NATO-ríkin harðlega fyrir að verja minna fé til varnarmála en samið var um.Mótmælendur í Brussel voru ekki ánægðir með Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPTalið er að NATO-fundurinn muni snúast um stefnu aðildarríkjanna gagnvart hryðjuverkasamtökum, og þá sérstaklega ISIS. Búist er við því að Frakkland og Þýskaland muni samþykkja áætlun Bandaríkjanna um að NATO taki í auknum mæli að sér baráttu gegn hryðjuverkum. „Ég held að við getum búist við því að forsetinn fari ekki mjúkum höndum um þau [önnur aðildarríki NATO] og að hann segi „við erum að gera mjög mikið. Bandaríska þjóðin gerir mikið fyrir öryggi ykkar, fyrir sameiginlegt öryggi. Þið verðið að ganga úr skugga um að þið standið líka ykkar plikt,““ sagði Tillerson um stefnu Bandaríkjaforseta er hann gengur til fundar við NATO á morgun. Þá sagði Tillerson einnig að Trump væri ekki búinn að ákveða hvort Bandaríkin ætli að hætta við aðild sína að Parísarsamkomulaginu, sáttmála Sameinuðu þjóðana um viðbrögð við gróðurhúsaáhrifum. Trump mun snæða hádegisverð með nýkjörnum forseta Frakklands, Emmanuel Macron, áður en hann fer á fund Atlantshafsbandalagsins á morgun. Þar mun hann einnig halda stutt erindi. Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nú staddur í Brussel, höfuðborg Belgíu. Hann mun funda með leiðtogum annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, á morgun. BBC greinir frá.Trump kom til Belgíu í dag en heimsókn hans er umdeild. Þúsundir mótmæltu komu hans í miðborg Brussel en á meðal hans fyrstu verka var að hitta belgísku konungshjónin. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, ræddi heimsóknina við blaðamenn í dag og sagði að forsetanum „væri mikið í mun að sannfæra aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um að herða róðurinn og gangast að fullu við skyldum sínum.“ Trump hefur gagnrýnt NATO-ríkin harðlega fyrir að verja minna fé til varnarmála en samið var um.Mótmælendur í Brussel voru ekki ánægðir með Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPTalið er að NATO-fundurinn muni snúast um stefnu aðildarríkjanna gagnvart hryðjuverkasamtökum, og þá sérstaklega ISIS. Búist er við því að Frakkland og Þýskaland muni samþykkja áætlun Bandaríkjanna um að NATO taki í auknum mæli að sér baráttu gegn hryðjuverkum. „Ég held að við getum búist við því að forsetinn fari ekki mjúkum höndum um þau [önnur aðildarríki NATO] og að hann segi „við erum að gera mjög mikið. Bandaríska þjóðin gerir mikið fyrir öryggi ykkar, fyrir sameiginlegt öryggi. Þið verðið að ganga úr skugga um að þið standið líka ykkar plikt,““ sagði Tillerson um stefnu Bandaríkjaforseta er hann gengur til fundar við NATO á morgun. Þá sagði Tillerson einnig að Trump væri ekki búinn að ákveða hvort Bandaríkin ætli að hætta við aðild sína að Parísarsamkomulaginu, sáttmála Sameinuðu þjóðana um viðbrögð við gróðurhúsaáhrifum. Trump mun snæða hádegisverð með nýkjörnum forseta Frakklands, Emmanuel Macron, áður en hann fer á fund Atlantshafsbandalagsins á morgun. Þar mun hann einnig halda stutt erindi.
Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira