Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Snærós Sindradóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu. vísir/pjetur Sönnunargögn í nauðgunarmáli, sem lögreglan á Ísafirði hafði til rannsóknar 2015, bárust lögreglu aldrei frá Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða og var eytt áður en rannsókn málsins lauk að fullu. Málið var fellt niður og aldrei gefin út ákæra. Þolandi í málinu, kona á þrítugsaldri, leitaði aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt 14. september 2014. Hún bar við að tveir aðfluttir menn hefðu nauðgað sér. Á sjúkrahúsinu óskaði vakthafandi læknir eftir því við lögreglu að fá svokallaðan nauðgunarpakka afhentan svo hægt væri að safna sönnunargögnum, á borð við lífsýni, í málinu.„Þetta var afleysingalæknir sem kom hingað eina helgi. Hann biður um þennan pakka frá lögreglu en neitar að upplýsa okkur um hver er brotaþoli, af því hún var ekki viss um kæru. Við vissum að það var grunur um brot en þeir vildu ekki upplýsa okkur um hverjir væru aðilar,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, um ástæðu þess að mennirnir voru ekki handteknir strax og yfirheyrðir. Konan kærði málið 5. desember sama ár en hinir grunuðu voru erlendis. Við komuna til landsins í febrúar voru þeir kallaðir til yfirheyrslu. Skömmu áður óskaði lögreglan eftir að fá í sínar hendur sönnunargögnin frá sjúkrahúsinu. Mánuði síðar svaraði sjúkrahúsið því til að búið væri að afhenda gögnin. Lögregla skilaði því málinu til ríkissaksóknara með þeim orðum að sönnunargögnin hefðu glatast. Um mitt sumar sendi ríkissaksóknari málið aftur til rannsóknar og segir að gera verði betri tilraun til að endurheimta sönnunargögnin. Þegar lögreglan á Ísafirði ítrekaði beiðnina kom í ljós að gögnunum hafði verið fargað af sjúkrahúsinu þremur vikum áður, og þau því aldrei verið afhent í mars eins og greint hafði verið frá. Þolandinn hefur nú höfðað einkaréttarmál gegn mönnunum tveimur og fer fram á fullar bætur vegna tjóns sem hún varð fyrir. Sönnunarbyrði einkaréttarmála er vægari en í opinberum sakamálum. Að óbreyttu verður málið tekið fyrir í júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Sönnunargögn í nauðgunarmáli, sem lögreglan á Ísafirði hafði til rannsóknar 2015, bárust lögreglu aldrei frá Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða og var eytt áður en rannsókn málsins lauk að fullu. Málið var fellt niður og aldrei gefin út ákæra. Þolandi í málinu, kona á þrítugsaldri, leitaði aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt 14. september 2014. Hún bar við að tveir aðfluttir menn hefðu nauðgað sér. Á sjúkrahúsinu óskaði vakthafandi læknir eftir því við lögreglu að fá svokallaðan nauðgunarpakka afhentan svo hægt væri að safna sönnunargögnum, á borð við lífsýni, í málinu.„Þetta var afleysingalæknir sem kom hingað eina helgi. Hann biður um þennan pakka frá lögreglu en neitar að upplýsa okkur um hver er brotaþoli, af því hún var ekki viss um kæru. Við vissum að það var grunur um brot en þeir vildu ekki upplýsa okkur um hverjir væru aðilar,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, um ástæðu þess að mennirnir voru ekki handteknir strax og yfirheyrðir. Konan kærði málið 5. desember sama ár en hinir grunuðu voru erlendis. Við komuna til landsins í febrúar voru þeir kallaðir til yfirheyrslu. Skömmu áður óskaði lögreglan eftir að fá í sínar hendur sönnunargögnin frá sjúkrahúsinu. Mánuði síðar svaraði sjúkrahúsið því til að búið væri að afhenda gögnin. Lögregla skilaði því málinu til ríkissaksóknara með þeim orðum að sönnunargögnin hefðu glatast. Um mitt sumar sendi ríkissaksóknari málið aftur til rannsóknar og segir að gera verði betri tilraun til að endurheimta sönnunargögnin. Þegar lögreglan á Ísafirði ítrekaði beiðnina kom í ljós að gögnunum hafði verið fargað af sjúkrahúsinu þremur vikum áður, og þau því aldrei verið afhent í mars eins og greint hafði verið frá. Þolandinn hefur nú höfðað einkaréttarmál gegn mönnunum tveimur og fer fram á fullar bætur vegna tjóns sem hún varð fyrir. Sönnunarbyrði einkaréttarmála er vægari en í opinberum sakamálum. Að óbreyttu verður málið tekið fyrir í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira