Árásarmaðurinn í Manchester sagður ótrúlega heilaþveginn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2017 07:00 Gríðarleg sorg ríkir í Manchesterborg vegna árásarinnar. vísir/epa Salman Abedi, maðurinn sem myrti 22 gesti á leið út af tónleikum Ariönu Grande í Manchester í vikunni, virtist ekki hafa neitt illt í hyggju þegar líbískur kunningi hans hitti hann fyrir tæpum mánuði. „Ég held hann hafi verið alveg ótrúlega heilaþveginn,“ sagði maðurinn í viðtali við Radio 4 á Englandi í gær en ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Viðbúnaður um gjörvallt Bretland er gríðarlegur í kjölfar árásarinnar. Vígbúnir hermenn hjálpa nú lögreglu við að tryggja öryggi á almennum vettvangi. Lögregla handtók í gær sex manns, sem grunaðir eru um að tengjast árásinni. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er um að ræða skipulagðan hóp. Þá voru faðir og bróðir árásarmannsins handteknir í Líbíu í gær, en þaðan er Abedi ættaður. „Árásin var fágaðri en þær sem við höfum séð hingað til og það virðist líklegt að árásarmaðurinn hafi ekki verið einn að verki,“ sagði Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, í gær. Frank Gardner, öryggismálagreinandi BBC, hélt því fram að lögregla teldi að Abedi hefði verið burðardýr. Honum hefði verið falið að sprengja sprengju sem einhver annar bjó til. The New York Times greindi frá því að sprengjan hefði verið einkar aflmikil og málmhlutum, til að mynda hefði nöglum og skrúfum, verið komið fyrir í henni til að valda sem mestum skaða. Þá fann lögregla einnig hlut sem talinn er vera kveikibúnaður. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Salman Abedi, maðurinn sem myrti 22 gesti á leið út af tónleikum Ariönu Grande í Manchester í vikunni, virtist ekki hafa neitt illt í hyggju þegar líbískur kunningi hans hitti hann fyrir tæpum mánuði. „Ég held hann hafi verið alveg ótrúlega heilaþveginn,“ sagði maðurinn í viðtali við Radio 4 á Englandi í gær en ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Viðbúnaður um gjörvallt Bretland er gríðarlegur í kjölfar árásarinnar. Vígbúnir hermenn hjálpa nú lögreglu við að tryggja öryggi á almennum vettvangi. Lögregla handtók í gær sex manns, sem grunaðir eru um að tengjast árásinni. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er um að ræða skipulagðan hóp. Þá voru faðir og bróðir árásarmannsins handteknir í Líbíu í gær, en þaðan er Abedi ættaður. „Árásin var fágaðri en þær sem við höfum séð hingað til og það virðist líklegt að árásarmaðurinn hafi ekki verið einn að verki,“ sagði Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, í gær. Frank Gardner, öryggismálagreinandi BBC, hélt því fram að lögregla teldi að Abedi hefði verið burðardýr. Honum hefði verið falið að sprengja sprengju sem einhver annar bjó til. The New York Times greindi frá því að sprengjan hefði verið einkar aflmikil og málmhlutum, til að mynda hefði nöglum og skrúfum, verið komið fyrir í henni til að valda sem mestum skaða. Þá fann lögregla einnig hlut sem talinn er vera kveikibúnaður.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira