Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 18:30 Sigmundur Davíð segir hið nýstofnaða Framfarafélag ekki pólitískt. Vísir/Daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags sem á að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“ Hann var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag og ræddi þar hið nýstofnaða félag, Framfarafélagið, og stöðu sína innan Framsóknarflokksins. Þá greindi hann einnig frá stofnun félagsins á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. Aðspurður hvort hann ætli hreinlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk kvaðst Sigmundur ekki með slíkt í huga. „Nei, en það er hins vegar rétt að ástandið í flokknum er ekki gott. Þetta var reyndar góður miðstjórnarfundur að því leyti að menn voru þar afdráttarlausir, lýstu því afdráttarlaust yfir að þetta gengi ekki, staðan eins og hún er.“ Hann sagði þó að ágætt hefði verið að ræða stöðu flokksins og að eftir miðstjórnarfundinn sé ljóst að það sé ekki aðeins lítill hópur innan Framsóknarflokksins sem sé óánægður.„Mótefni við kerfisræði“ og vettvangur fyrir „lýðræðislega umræðu“Framfarafélagið heldur sinni fyrsta opna fund næstkomandi laugardag en Sigmundur segir félagið vettvang til að virkja fólk sem þekkir til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Hann segir Framsóknarflokkinn ekki lengur þennan vettvang fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni, en þetta er líka svarið við því hvernig stjórnmálin hafa verið að þróast,“ sagði Sigmundur. „Við munum leita eftir sjónarmiðum þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og leita til fólks sem sér hlutina í nýju ljósi og getur bent á frumlegar og snjallar leiðir og lausnir,“ sagði Sigmundur enn fremur í Facebook-færslu sinni um stofnun Framfarafélagsins í dag. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis ítrekaði Sigmundur einnig að Framfarafélagið væri bæði svar við kerfisræði og ríkjandi ástandi í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir, sem Sigmundi þykir einsleitt. Hann segir stjórnmálamenn jafnframt ekki sinna hlutverki sínu ef þeir forðast að skapa umræðu. Þá segir hann Framfarafélagið lið í því að „losna við kerfisræði, losna við pólitíska rétttrúnaðinn og hvetja aftur til raunverulegrar lýðræðislegri umræðu.“ Aðspurður hvort félagið sé fyrsti vísir að „Framfaraflokknum“ sagði Sigmundur félagið ekki stofnað sem stjórnmálaflokk. Þá sagði hann Framsóknarmenn vinna að stofnun félagsins en það væri ekki flokkspólitískt. Fyrst og fremst væri Framfarafélagið vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og hugmyndir. „Það eru Framsóknarmenn sem koma að þessu með mér en svo eru allir framfarasinnar boðnir velkomnir.“Tilkynningu Sigmundar um stofnun Framfarafélagsins má lesa hér að neðan: Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags sem á að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“ Hann var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag og ræddi þar hið nýstofnaða félag, Framfarafélagið, og stöðu sína innan Framsóknarflokksins. Þá greindi hann einnig frá stofnun félagsins á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. Aðspurður hvort hann ætli hreinlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk kvaðst Sigmundur ekki með slíkt í huga. „Nei, en það er hins vegar rétt að ástandið í flokknum er ekki gott. Þetta var reyndar góður miðstjórnarfundur að því leyti að menn voru þar afdráttarlausir, lýstu því afdráttarlaust yfir að þetta gengi ekki, staðan eins og hún er.“ Hann sagði þó að ágætt hefði verið að ræða stöðu flokksins og að eftir miðstjórnarfundinn sé ljóst að það sé ekki aðeins lítill hópur innan Framsóknarflokksins sem sé óánægður.„Mótefni við kerfisræði“ og vettvangur fyrir „lýðræðislega umræðu“Framfarafélagið heldur sinni fyrsta opna fund næstkomandi laugardag en Sigmundur segir félagið vettvang til að virkja fólk sem þekkir til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Hann segir Framsóknarflokkinn ekki lengur þennan vettvang fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni, en þetta er líka svarið við því hvernig stjórnmálin hafa verið að þróast,“ sagði Sigmundur. „Við munum leita eftir sjónarmiðum þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og leita til fólks sem sér hlutina í nýju ljósi og getur bent á frumlegar og snjallar leiðir og lausnir,“ sagði Sigmundur enn fremur í Facebook-færslu sinni um stofnun Framfarafélagsins í dag. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis ítrekaði Sigmundur einnig að Framfarafélagið væri bæði svar við kerfisræði og ríkjandi ástandi í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir, sem Sigmundi þykir einsleitt. Hann segir stjórnmálamenn jafnframt ekki sinna hlutverki sínu ef þeir forðast að skapa umræðu. Þá segir hann Framfarafélagið lið í því að „losna við kerfisræði, losna við pólitíska rétttrúnaðinn og hvetja aftur til raunverulegrar lýðræðislegri umræðu.“ Aðspurður hvort félagið sé fyrsti vísir að „Framfaraflokknum“ sagði Sigmundur félagið ekki stofnað sem stjórnmálaflokk. Þá sagði hann Framsóknarmenn vinna að stofnun félagsins en það væri ekki flokkspólitískt. Fyrst og fremst væri Framfarafélagið vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og hugmyndir. „Það eru Framsóknarmenn sem koma að þessu með mér en svo eru allir framfarasinnar boðnir velkomnir.“Tilkynningu Sigmundar um stofnun Framfarafélagsins má lesa hér að neðan:
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira