Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Það er fagnaðarefni að Samtök atvinnulífsins hafi áhuga á að stytta bilið á milli þeirra níu mánaða sem foreldrar fá í fæðingarorlofi og þess tíma sem börn þeirra komast inn á leikskóla. En það er miður að eina lausnin sem samtökin koma auga á sé að setja níu mánaða gömul börn á leikskóla í stað þess að styðja augljósar leiðir til að lengja þann tíma sem ungbörn fá með foreldrum sínum í fæðingarorlofi. Markmiðin með lögum um fæðingarorlof er tvíþætt. Annars vegar tryggja lögin réttindi barna til samvista við báða foreldra sína. Ég efast um að margir séu þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir níu mánaða gömul börn að fara strax á leikskóla frekar en að vera áfram í umsjá foreldra sinna. Hins vegar eiga lögin um fæðingaroflof að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Því markmiði hafa lögin ekki náð og með niðurskurði undanfarinna ára hafa þau færst fjær því mikilvæga markmiði. Raunin er sú að núverandi skipan fæðingarorlofs og framboð dagvistunarúrræða þegar orlofinu lýkur leiðir til þess að konur axla meginábyrgðina á umönnun ungra barna, í stað þess að foreldrarnir deili þeirri ábyrgð jafnt. Rannsóknir sýna að þetta hefur ótvírætt neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum um fæðingarorlof eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða fæðingarorlofi. Bæði mæður og feður eiga rétt á þremur mánuðum hvort, en að auki fá foreldrarnir svo þrjá mánuði sem þeir geta ráðstafað að vild. Almennt taka mæður sína þrjá mánuði og að auki alla þrjá sameiginlegu mánuðina. Aðeins um þrír af hverjum fjórum feðrum taka fæðingarorlof yfir höfuð. Þeir sem það gera taka að meðaltali einungis um 2,5 mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fæðingarorlofssjóði.Margra mánaða óvissa eftir fæðingarorlofið Að loknu fæðingarorlofi tekur við bið þar til börnin komast að á leikskóla, svokallað umönnunarbil. Ríkið hefur hingað til skilað auðu þegar kemur að leikskólavist. Engar kvaðir eru settar á sveitarfélögin um hversu gömul börn á að taka inn á leikskóla. Að meðaltali eru börn um 20 mánaða þegar þau komast inn á leikskóla. Umönnunarbilið er mislangt eftir því hvar á landinu fólk er búsett. Áætla má út frá tölum frá Hagstofu Íslands að börn séu að meðaltali 12 til 15 mánaða þegar þau komast í dagvistun hjá dagforeldrum eða á leikskóla. Samanlagt fæðingarorlof foreldra er hins vegar aðeins níu mánuðir. Bilið sem foreldrar þurfa að brúa er því að meðaltali þrír til sex mánuðir og í sumum tilfellum, til dæmis hjá einstæðum foreldrum, mun lengra. Ekki aðeins taka mæður almennt lengra fæðingarorlof en karlar, þær axla einnig frekar ábyrgðina á því að brúa þetta umönnunarbili en karlar. Ef barn fær dagvistun strax við 12 mánaða aldur má gera ráð fyrir því að móðirin hafi verið frá vinnu í 9,5 mánuði en faðirinn einungis í 2,5 mánuði. Sé stjórnvöldum alvara með áherslu á kynjaða hagstjórn og sé fjárlagagerð raunverulegt tæki til að ná fram jafnrétti kynjanna er augljóst að verulegar úrbætur á fæðingarorlofsmálum og framboði dagvistunar að loknu orlofi hljóta að vera brýnt verkefni stjórnvalda.Lengjum fæðingarorlofið og eyðum umönnunarbilinu Kröfur BSRB eru skýrar. Lengja þarf fæðingarorlofið í 12 mánuði og tryggja öllum börnum öruggt dagvistunarúrræði að því loknu. Þetta er ekki aðeins krafa BSRB heldur einnig krafa allra heildarsamtaka launafólks, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytisins. Það kemur skýrt fram í skýrslu starfshóps um framtíðarstefnu stjórnvalda í fæðingarorlofsmálum sem kom út í mars 2016. Með þessum breytingum væri hægt að stíga mikilvæg skref í átt að fjölskylduvænna samfélagi. Þannig yrðu réttindi barna og foreldra þau sömu og í þeim velferðarríkjum sem við viljum bera okkur saman við á Norðurlöndunum. Reynslan sýnir að það hefur reynst vel að deila fæðingarorlofinu niður á báða foreldra, að því gefnu að hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi séu nægilega háar. Lengra orlof feðra myndi því skila jafnari skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra. Það er lykillinn að því að jafna ábyrgð foreldra þegar kemur að umönnun barna og mun stuðla að því að fjarvera karla og kvenna frá vinnumarkaði vegna barneigna verði jafn löng og áhrifin af tímabundnu brotthvarfi af vinnumarkaði þau sömu. Engin önnur úrræði eru í sjónmáli sem geta haft sömu áhrif. Það er óásættanlegt að fjarvera kvenna frá vinnumarkaði í hálft ár eða meira vegna fæðingarorlofs þyki sjálfssögð en viðhorfið virðist ekki jafn jákvætt gagnvart körlum. Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að Samtök atvinnulífsins hafi áhuga á að stytta bilið á milli þeirra níu mánaða sem foreldrar fá í fæðingarorlofi og þess tíma sem börn þeirra komast inn á leikskóla. En það er miður að eina lausnin sem samtökin koma auga á sé að setja níu mánaða gömul börn á leikskóla í stað þess að styðja augljósar leiðir til að lengja þann tíma sem ungbörn fá með foreldrum sínum í fæðingarorlofi. Markmiðin með lögum um fæðingarorlof er tvíþætt. Annars vegar tryggja lögin réttindi barna til samvista við báða foreldra sína. Ég efast um að margir séu þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir níu mánaða gömul börn að fara strax á leikskóla frekar en að vera áfram í umsjá foreldra sinna. Hins vegar eiga lögin um fæðingaroflof að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Því markmiði hafa lögin ekki náð og með niðurskurði undanfarinna ára hafa þau færst fjær því mikilvæga markmiði. Raunin er sú að núverandi skipan fæðingarorlofs og framboð dagvistunarúrræða þegar orlofinu lýkur leiðir til þess að konur axla meginábyrgðina á umönnun ungra barna, í stað þess að foreldrarnir deili þeirri ábyrgð jafnt. Rannsóknir sýna að þetta hefur ótvírætt neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum um fæðingarorlof eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða fæðingarorlofi. Bæði mæður og feður eiga rétt á þremur mánuðum hvort, en að auki fá foreldrarnir svo þrjá mánuði sem þeir geta ráðstafað að vild. Almennt taka mæður sína þrjá mánuði og að auki alla þrjá sameiginlegu mánuðina. Aðeins um þrír af hverjum fjórum feðrum taka fæðingarorlof yfir höfuð. Þeir sem það gera taka að meðaltali einungis um 2,5 mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fæðingarorlofssjóði.Margra mánaða óvissa eftir fæðingarorlofið Að loknu fæðingarorlofi tekur við bið þar til börnin komast að á leikskóla, svokallað umönnunarbil. Ríkið hefur hingað til skilað auðu þegar kemur að leikskólavist. Engar kvaðir eru settar á sveitarfélögin um hversu gömul börn á að taka inn á leikskóla. Að meðaltali eru börn um 20 mánaða þegar þau komast inn á leikskóla. Umönnunarbilið er mislangt eftir því hvar á landinu fólk er búsett. Áætla má út frá tölum frá Hagstofu Íslands að börn séu að meðaltali 12 til 15 mánaða þegar þau komast í dagvistun hjá dagforeldrum eða á leikskóla. Samanlagt fæðingarorlof foreldra er hins vegar aðeins níu mánuðir. Bilið sem foreldrar þurfa að brúa er því að meðaltali þrír til sex mánuðir og í sumum tilfellum, til dæmis hjá einstæðum foreldrum, mun lengra. Ekki aðeins taka mæður almennt lengra fæðingarorlof en karlar, þær axla einnig frekar ábyrgðina á því að brúa þetta umönnunarbili en karlar. Ef barn fær dagvistun strax við 12 mánaða aldur má gera ráð fyrir því að móðirin hafi verið frá vinnu í 9,5 mánuði en faðirinn einungis í 2,5 mánuði. Sé stjórnvöldum alvara með áherslu á kynjaða hagstjórn og sé fjárlagagerð raunverulegt tæki til að ná fram jafnrétti kynjanna er augljóst að verulegar úrbætur á fæðingarorlofsmálum og framboði dagvistunar að loknu orlofi hljóta að vera brýnt verkefni stjórnvalda.Lengjum fæðingarorlofið og eyðum umönnunarbilinu Kröfur BSRB eru skýrar. Lengja þarf fæðingarorlofið í 12 mánuði og tryggja öllum börnum öruggt dagvistunarúrræði að því loknu. Þetta er ekki aðeins krafa BSRB heldur einnig krafa allra heildarsamtaka launafólks, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytisins. Það kemur skýrt fram í skýrslu starfshóps um framtíðarstefnu stjórnvalda í fæðingarorlofsmálum sem kom út í mars 2016. Með þessum breytingum væri hægt að stíga mikilvæg skref í átt að fjölskylduvænna samfélagi. Þannig yrðu réttindi barna og foreldra þau sömu og í þeim velferðarríkjum sem við viljum bera okkur saman við á Norðurlöndunum. Reynslan sýnir að það hefur reynst vel að deila fæðingarorlofinu niður á báða foreldra, að því gefnu að hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi séu nægilega háar. Lengra orlof feðra myndi því skila jafnari skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra. Það er lykillinn að því að jafna ábyrgð foreldra þegar kemur að umönnun barna og mun stuðla að því að fjarvera karla og kvenna frá vinnumarkaði vegna barneigna verði jafn löng og áhrifin af tímabundnu brotthvarfi af vinnumarkaði þau sömu. Engin önnur úrræði eru í sjónmáli sem geta haft sömu áhrif. Það er óásættanlegt að fjarvera kvenna frá vinnumarkaði í hálft ár eða meira vegna fæðingarorlofs þyki sjálfssögð en viðhorfið virðist ekki jafn jákvætt gagnvart körlum. Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur?
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun