Hart tekist á um Phantomþotu sem herinn skildi eftir á Keflavíkurflugvelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Phantom þotan við höfuöstöðar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. vísir/atli Áform Flugakademíu Keilis um að setja upp bandaríska orrustuþotu við höfuðstöðvar sínar á Keflavíkurflugvelli vekja hörð viðbrögð í hópi áhugamanna um flugminjar sem óttast að þotan þoli ekki geymslu utandyra. „Allir hlutir sem eru úr járni og áli og standa úti tærast og eyðileggjast. Við þurfum ekki kjána sem halda öðru fram,“ segir Tómas J. Knútsson vélvirkjameistari sem í sjö ár sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness ehf. og lét þar sig herminjar af Keflavíkurflugvelli miklu varða.Tómas J. Knútsson.Um er að ræða skel af Phantomþotu sem stóð á stöpli utan við skrifstofu æðsta yfirmanns Bandaríkjahers á flugvellinum. Eftir að herinn fór segir Tómas áhugamenn um varðveislu þotunnar hafa komið henni fyrir í geymslu í flugskýli á svæðinu. „Ef það á að varðveita þessa vél þá á að gera það innandyra en ekki nota hana sem auglýsingu utandyra. Þessi vél verður að vera í umsjón safns en um það hefur ríkt áhugaleysi,“ segir Tómas. Í sama streng tekur Hinrik Steinsson, sem einnig sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness um árabil. Hinrik segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis, hafa leitað samþykkis síns árið 2013 fyrir áformunum og lofað að þotunni yrði haldið í toppstandi. „Ég svaraði honum að þetta væri heimskuleg hugmynd sem myndi eyðileggja vélina, því hún væri nú þegar orðin talsvert tærð,“ segist Hinrik hafa svarað. „Núna er staðan sú að Hjálmar er búinn að fara bakleiðir til að þröngva þessu í gegn, þótt búið sé að segja honum að þetta skemmi vélina. Hann er ekki galdramaður sem getur komið í veg fyrir náttúrulögmál.“Hjálmar Árnason.mynd/keilirÞá segir Hinrik um að ræða brot á samningi um varðveislu þotunnar en Hjálmar, sem reyndar er einn þeirra sem stóðu að stofnun Flug- og sögusetursins, hafnar því. Flugsafn bandaríska flughersins hafi gefið Keili leyfi fyrir fyrirhugaðri uppsetningu að fenginni úttekt á ástandi þotunnar. „Þotan er búin að vera í óupphituðu skýli og það fer mjög illa með hana, hún er farin að láta á sjá. Við viljum einfaldlega setja vélina á stöpul aftur svo fólk geti dáðst að henni enda eru þessar vélar gerðar til að vera undir beru lofti,“ segir Hjálmar. Það verði síðan flugvirkjadeild Keilis sem annist þotuna með reglulegu eftirliti og viðhaldi. „Þotan á að vera eins og tákn um söguna og líka um þá starfsemi sem fer fram á og við flugvöllinn,“ segir Hjálmar og gefur lítið fyrir þá gagnrýni að nota eigi þotuna sem auglýsingu fyrir Keili. „Fólk má túlka það eins og það vill en við ætlum að setja hana hér við fjölförnustu gatnamótin sem allir sem leið eiga um völlinn fara um. Þetta er skemmtilegt fyrir svæðið í heild.“Þessi mynd sýnir tæringu í Phantomþotunni árið 2007, fjórum árum eftir að hún var tekin í gegn af Bandaríkjaher.Mynd/Hinrik Steinsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Áform Flugakademíu Keilis um að setja upp bandaríska orrustuþotu við höfuðstöðvar sínar á Keflavíkurflugvelli vekja hörð viðbrögð í hópi áhugamanna um flugminjar sem óttast að þotan þoli ekki geymslu utandyra. „Allir hlutir sem eru úr járni og áli og standa úti tærast og eyðileggjast. Við þurfum ekki kjána sem halda öðru fram,“ segir Tómas J. Knútsson vélvirkjameistari sem í sjö ár sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness ehf. og lét þar sig herminjar af Keflavíkurflugvelli miklu varða.Tómas J. Knútsson.Um er að ræða skel af Phantomþotu sem stóð á stöpli utan við skrifstofu æðsta yfirmanns Bandaríkjahers á flugvellinum. Eftir að herinn fór segir Tómas áhugamenn um varðveislu þotunnar hafa komið henni fyrir í geymslu í flugskýli á svæðinu. „Ef það á að varðveita þessa vél þá á að gera það innandyra en ekki nota hana sem auglýsingu utandyra. Þessi vél verður að vera í umsjón safns en um það hefur ríkt áhugaleysi,“ segir Tómas. Í sama streng tekur Hinrik Steinsson, sem einnig sat í stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness um árabil. Hinrik segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis, hafa leitað samþykkis síns árið 2013 fyrir áformunum og lofað að þotunni yrði haldið í toppstandi. „Ég svaraði honum að þetta væri heimskuleg hugmynd sem myndi eyðileggja vélina, því hún væri nú þegar orðin talsvert tærð,“ segist Hinrik hafa svarað. „Núna er staðan sú að Hjálmar er búinn að fara bakleiðir til að þröngva þessu í gegn, þótt búið sé að segja honum að þetta skemmi vélina. Hann er ekki galdramaður sem getur komið í veg fyrir náttúrulögmál.“Hjálmar Árnason.mynd/keilirÞá segir Hinrik um að ræða brot á samningi um varðveislu þotunnar en Hjálmar, sem reyndar er einn þeirra sem stóðu að stofnun Flug- og sögusetursins, hafnar því. Flugsafn bandaríska flughersins hafi gefið Keili leyfi fyrir fyrirhugaðri uppsetningu að fenginni úttekt á ástandi þotunnar. „Þotan er búin að vera í óupphituðu skýli og það fer mjög illa með hana, hún er farin að láta á sjá. Við viljum einfaldlega setja vélina á stöpul aftur svo fólk geti dáðst að henni enda eru þessar vélar gerðar til að vera undir beru lofti,“ segir Hjálmar. Það verði síðan flugvirkjadeild Keilis sem annist þotuna með reglulegu eftirliti og viðhaldi. „Þotan á að vera eins og tákn um söguna og líka um þá starfsemi sem fer fram á og við flugvöllinn,“ segir Hjálmar og gefur lítið fyrir þá gagnrýni að nota eigi þotuna sem auglýsingu fyrir Keili. „Fólk má túlka það eins og það vill en við ætlum að setja hana hér við fjölförnustu gatnamótin sem allir sem leið eiga um völlinn fara um. Þetta er skemmtilegt fyrir svæðið í heild.“Þessi mynd sýnir tæringu í Phantomþotunni árið 2007, fjórum árum eftir að hún var tekin í gegn af Bandaríkjaher.Mynd/Hinrik Steinsson
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira