Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Hörður Ægisson skrifar 24. maí 2017 08:00 Már Guðmundsson seðlabankastjór en eftir að Seðlabankinn virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016 stöðvaðist alfarið innflæði vegna vaxtamunarviðskipta. Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. Í nýjum tölum um fjármagnsinnflæði vegna skráðra nýfjárfestinga, sem birtust í Peningamálum í síðustu viku, kemur fram að innflæði í ríkisskuldabréf hafi numið 1,6 milljörðum í aprílmánuði. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að erlendir fjárfestingarsjóðir hafi fjárfest fyrir nokkra milljarða til viðbótar í ríkisskuldabréfum það sem af er þessum mánuði. Slík vaxtamunarviðskipti, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á meira en 4 prósenta vaxtamun Íslands við útlönd, byrjuðu fyrst eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun fjármagnshafta í júní 2015. Uppsafnað innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf nam samanlagt um 80 milljörðum næstu tólf mánuðina á eftir, eða þangað til fjárstreymistæki Seðlabankans leit dagsins ljós. Þá var kveðið á um að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þyrfti að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Samtímis þessum nýju reglum stöðvuðust sem fyrr segir vaxtamunarviðskiptin en markmið þeirra var að tempra og hafa áhrif á samsetningu fjármagnsflæðis til landsins og stuðla að fjármálastöðugleika. Samkvæmt heimildum Markaðarins eru það sjóðir í stýringu Eaton Vance sem hafa staðið að baki fjárfestingum í ríkisskuldabréfum á síðustu vikum. Sjóðir félagsins hafa sem kunnugt er jafnframt fjárfest af miklum þunga í fjölmörgum skráðum félögum allt frá árinu 2015. Þótt erlendir fjárfestingarsjóðir séu að horfa til þess að geta ávaxtað fjármuni sína á háum vöxtum hér á landi þá eru það ekki síður væntingar um áframhaldandi gengisstyrkingu krónunnar sem ráða ákvörðun þeirra um að fjárfesta í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þeir sjóðir sem keyptu skuldabréf í gegnum nýfjárfestingarleið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2015 fyrir samanlagt tugi milljarða hafa hagnast verulega á fjárfestingu sinni. Þannig gæti sá fjárfestingarsjóður, svo dæmi sé tekið, sem keypti fyrir um tíu milljarða í löngum ríkisskuldabréfum – RB31 – í ágúst 2015, jafnvirði um 68 milljóna evra á þáverandi gengi, selt þau bréf í dag og innleyst um 30 prósenta gengishagnað, eða sem nemur um 3 milljörðum. Þá væri hann að auki búinn að ávinna sér um einn milljarð króna í vaxtagreiðslur. Á sama tíma og það skrúfaðist fyrir innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf um mitt síðasta ár þá hefur það aukist verulega í skráð hlutabréf í Kauphöllinni, ekki hvað síst á fyrstu mánuðum þessa árs. Þannig hafa erlendir sjóðir keypt í skráðum félögum fyrir um 19 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. Í nýjum tölum um fjármagnsinnflæði vegna skráðra nýfjárfestinga, sem birtust í Peningamálum í síðustu viku, kemur fram að innflæði í ríkisskuldabréf hafi numið 1,6 milljörðum í aprílmánuði. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að erlendir fjárfestingarsjóðir hafi fjárfest fyrir nokkra milljarða til viðbótar í ríkisskuldabréfum það sem af er þessum mánuði. Slík vaxtamunarviðskipti, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á meira en 4 prósenta vaxtamun Íslands við útlönd, byrjuðu fyrst eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun fjármagnshafta í júní 2015. Uppsafnað innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf nam samanlagt um 80 milljörðum næstu tólf mánuðina á eftir, eða þangað til fjárstreymistæki Seðlabankans leit dagsins ljós. Þá var kveðið á um að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þyrfti að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Samtímis þessum nýju reglum stöðvuðust sem fyrr segir vaxtamunarviðskiptin en markmið þeirra var að tempra og hafa áhrif á samsetningu fjármagnsflæðis til landsins og stuðla að fjármálastöðugleika. Samkvæmt heimildum Markaðarins eru það sjóðir í stýringu Eaton Vance sem hafa staðið að baki fjárfestingum í ríkisskuldabréfum á síðustu vikum. Sjóðir félagsins hafa sem kunnugt er jafnframt fjárfest af miklum þunga í fjölmörgum skráðum félögum allt frá árinu 2015. Þótt erlendir fjárfestingarsjóðir séu að horfa til þess að geta ávaxtað fjármuni sína á háum vöxtum hér á landi þá eru það ekki síður væntingar um áframhaldandi gengisstyrkingu krónunnar sem ráða ákvörðun þeirra um að fjárfesta í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þeir sjóðir sem keyptu skuldabréf í gegnum nýfjárfestingarleið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2015 fyrir samanlagt tugi milljarða hafa hagnast verulega á fjárfestingu sinni. Þannig gæti sá fjárfestingarsjóður, svo dæmi sé tekið, sem keypti fyrir um tíu milljarða í löngum ríkisskuldabréfum – RB31 – í ágúst 2015, jafnvirði um 68 milljóna evra á þáverandi gengi, selt þau bréf í dag og innleyst um 30 prósenta gengishagnað, eða sem nemur um 3 milljörðum. Þá væri hann að auki búinn að ávinna sér um einn milljarð króna í vaxtagreiðslur. Á sama tíma og það skrúfaðist fyrir innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf um mitt síðasta ár þá hefur það aukist verulega í skráð hlutabréf í Kauphöllinni, ekki hvað síst á fyrstu mánuðum þessa árs. Þannig hafa erlendir sjóðir keypt í skráðum félögum fyrir um 19 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira