Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 00:00 Linda Björk og Margrét María voru á tónleikunum í kvöld. Vísir/Facebook/AFP Linda Hafþórsdóttir var stödd á tónleikum Ariönu Grande í Manchester nú í kvöld, ásamt Margréti Maríu, 11 ára dóttur sinni. Þær eru búsettar í Edinborg en gerðu sér ferð til Manchester til þess að vera á tónleikum Ariönu Grande. Eins og fram hefur komið eru nítján látnir og að minnsta kosti fimmtíu særðir eftir sprengjuárás við tónleikahöllina eftir tónleikana.Setti Íslandsmet í spretthlaupiÍ samtali við Vísi segir Linda að hún hafi hins vegar verið ein af þeim fáu sem ákvað að yfirgefa höllina sjálfa áður en að lokalagið kláraðist. „Við vorum að labba út úr tónleikasalnum og vorum komnar þar sem miðasalan er og útgönguleiðin til Victoria station er.“ „Fyrr um daginn höfðum við komið inn í gegn um Victoria station og dóttir mín segir við mig hvort að við ættum ekki að fara aftur sömu leið. En það var eitthvað sem að sagði mér að það væri ekki sniðugt. Í því sem við snúum við kemur sprengingin. Ég hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell. Mig sundlaði og hausinn á mér var að springa. Það kom reykur og það eina sem ég hugsaði um var að grípa í höndina á henni og ég sver að ég setti Íslandsmet í spretthlaupi þarna. “ Hún segist prísa sig sæla yfir því að hafa yfirgefið tónleikahöllina áður en að tónleikarnir kláruðust en þannig sluppu þær mæðgur við mesta troðninginn.Sögðust hafa heyrt byssuskotLinda segir að hún hafi hlaupið með dóttur sína á nærliggjandi krá, þar sem þær mæðgur hringdu á leigubíl. „Tónleikarnir bara rétt voru að klárast, en það var alveg slatti af fólki. Ég dró dóttur mína yfir stigahandrið og ég leit aldrei til baka. Ég bara hljóp af augum þangað til ég fann einhvern ógeðslegan pöbb og lét hringja á leigubíl.“ „Af því að við vorum svo snöggar vorum við örugglega með þeim síðustu sem gátu yfirgefið svæðið í bíl, þar sem að nú er búið að loka öllu.“ Linda segir að þegar þær hafi beðið eftir leigubílnum hafi aðrir tónleikagestir hlaupið fram hjá þeim og sagt þeim að þeir hefðu séð blóðuga tónleikagesti og heyrt byssuskot. „Þess vegna hlupum við aftur inn á pöbbinn og biðum. Dóttir mín grét og grét og sagðist ekki vilja fara aftur heim til Edinborgar heldur heim til Íslands.“„Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman“Linda segir að líðanin núna sé hræðileg. Hún geti ekki hætt að skjálfa. „Það sem átti að vera gleðiferð okkar saman hefur breyst í það að við ætlum að vera upp á hótelherbergi á morgun þangað til lestarnar fara að ganga, annars verður bara maðurinn að keyra frá Edinborg og koma að sækja okkur.“ „Sú stutta róaðist loksins þegar við komum heim. Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman, sem hún gerir aldrei. Svo gafst hún bara upp og lognaðist út í fanginu á mér, enda algjörlega búin á því.“ „Þetta er eitthvað sem maður hugsar um að maður lendi aldrei í sjálfur, enda frá Íslandi. Þessir tónleikar voru enda stútfullir af börnum, enda gífurlega vinsæl tónlist.“ Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Linda Hafþórsdóttir var stödd á tónleikum Ariönu Grande í Manchester nú í kvöld, ásamt Margréti Maríu, 11 ára dóttur sinni. Þær eru búsettar í Edinborg en gerðu sér ferð til Manchester til þess að vera á tónleikum Ariönu Grande. Eins og fram hefur komið eru nítján látnir og að minnsta kosti fimmtíu særðir eftir sprengjuárás við tónleikahöllina eftir tónleikana.Setti Íslandsmet í spretthlaupiÍ samtali við Vísi segir Linda að hún hafi hins vegar verið ein af þeim fáu sem ákvað að yfirgefa höllina sjálfa áður en að lokalagið kláraðist. „Við vorum að labba út úr tónleikasalnum og vorum komnar þar sem miðasalan er og útgönguleiðin til Victoria station er.“ „Fyrr um daginn höfðum við komið inn í gegn um Victoria station og dóttir mín segir við mig hvort að við ættum ekki að fara aftur sömu leið. En það var eitthvað sem að sagði mér að það væri ekki sniðugt. Í því sem við snúum við kemur sprengingin. Ég hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell. Mig sundlaði og hausinn á mér var að springa. Það kom reykur og það eina sem ég hugsaði um var að grípa í höndina á henni og ég sver að ég setti Íslandsmet í spretthlaupi þarna. “ Hún segist prísa sig sæla yfir því að hafa yfirgefið tónleikahöllina áður en að tónleikarnir kláruðust en þannig sluppu þær mæðgur við mesta troðninginn.Sögðust hafa heyrt byssuskotLinda segir að hún hafi hlaupið með dóttur sína á nærliggjandi krá, þar sem þær mæðgur hringdu á leigubíl. „Tónleikarnir bara rétt voru að klárast, en það var alveg slatti af fólki. Ég dró dóttur mína yfir stigahandrið og ég leit aldrei til baka. Ég bara hljóp af augum þangað til ég fann einhvern ógeðslegan pöbb og lét hringja á leigubíl.“ „Af því að við vorum svo snöggar vorum við örugglega með þeim síðustu sem gátu yfirgefið svæðið í bíl, þar sem að nú er búið að loka öllu.“ Linda segir að þegar þær hafi beðið eftir leigubílnum hafi aðrir tónleikagestir hlaupið fram hjá þeim og sagt þeim að þeir hefðu séð blóðuga tónleikagesti og heyrt byssuskot. „Þess vegna hlupum við aftur inn á pöbbinn og biðum. Dóttir mín grét og grét og sagðist ekki vilja fara aftur heim til Edinborgar heldur heim til Íslands.“„Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman“Linda segir að líðanin núna sé hræðileg. Hún geti ekki hætt að skjálfa. „Það sem átti að vera gleðiferð okkar saman hefur breyst í það að við ætlum að vera upp á hótelherbergi á morgun þangað til lestarnar fara að ganga, annars verður bara maðurinn að keyra frá Edinborg og koma að sækja okkur.“ „Sú stutta róaðist loksins þegar við komum heim. Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman, sem hún gerir aldrei. Svo gafst hún bara upp og lognaðist út í fanginu á mér, enda algjörlega búin á því.“ „Þetta er eitthvað sem maður hugsar um að maður lendi aldrei í sjálfur, enda frá Íslandi. Þessir tónleikar voru enda stútfullir af börnum, enda gífurlega vinsæl tónlist.“
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira