Ekkert nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2017 19:56 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur verið starfræktur frá árinu 1930. Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað Ekki verður boðið upp á nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur þar sem námið þykir ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. Í tilkynningu frá skólanefnd skólans kemur fram að allir starfsmenn skólans hafi látið af störfum og nemendur sem hafi óskað eftir skólavist næsta vetur hafi verið látnir vita að ekki verði hægt að sinna þeim. „Mennta- og menningarmálaráðuneytið tilkynnti skólanum í janúar sl. að ekki yrði af áframhaldandi stuðningi ráðuneytis við skólann sökum nemendafæðar og rekstrarsamningi væri því sagt upp. Í kjölfar þess var öllum starfsmönnum skólans sagt upp. Ráðuneytinu var send greinargerð um starfsemina í kjölfar fundar með embættismönnum ásamt með tillögum að útvíkkun starfseminnar sem unnar voru af hálfu sjálfseignarstofnunarinnar. Í liðinni viku tilkynnti ráðherra að engin breyting hefði orðið á afstöðu ráðuneytisins; námið eða hugmyndir að útvíkkun starfseminnar féllu ekki að Aðalnámskrá framhaldsskóla og kröfum sem settar eru í námsbrautalýsingum en það væri engu að síður í höndum stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar að ákveða hvert skyldi stefna. Forsenda þess að skólinn hafi möguleika á áframhaldandi stuðningi ráðuneytis er að námsbrautalýsing uppfylli skilyrðir aðalnámskrár og að skólinn fengi endurnýjaða viðurkenningu sem einkaskóli í framhaldi af því. Þetta er mikið áfall fyrir starfsmenn og skólanefnd Hússtjórnarskólans á Hallormsstað enda ljóst að í námskrá er tekið fyrir hefðbundið hússtjórnarnám sem hefur verið stutt hagnýt námsbraut og hefur nýst nemendum til eininga í öðru námi í framhaldsskólum . Sömuleiðis fækkar enn þeim möguleikum sem nemendur, sem hafa áhuga á öðru en hefðbundnu bók- eða tækninám, hafa úr að velja,“ segir í tilkynningunni.Starfræktur frá 1930 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur verið starfræktur frá árinu 1930. „Ávallt hefur verið boðið upp á heildstætt og hefðbundið nám í hússtjórnargreinum sem hefur þróast í takt við tíðarandann. Um er að ræða matreiðslu, hannyrðir, framreiðslu auk bóknáms í afmörkuðum greinum. Á síðustu árum hefur skólinn, í auknum mæli og með góðum árangri, sinnt nemendum með sérþarfir, aðlagað námsefni og aðstæður og þannig tekið þátt í að veita þeim aðgang að fjölbreyttara námsframboði,“ segir í tilkynningu skólanefndar. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ekki verður boðið upp á nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur þar sem námið þykir ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. Í tilkynningu frá skólanefnd skólans kemur fram að allir starfsmenn skólans hafi látið af störfum og nemendur sem hafi óskað eftir skólavist næsta vetur hafi verið látnir vita að ekki verði hægt að sinna þeim. „Mennta- og menningarmálaráðuneytið tilkynnti skólanum í janúar sl. að ekki yrði af áframhaldandi stuðningi ráðuneytis við skólann sökum nemendafæðar og rekstrarsamningi væri því sagt upp. Í kjölfar þess var öllum starfsmönnum skólans sagt upp. Ráðuneytinu var send greinargerð um starfsemina í kjölfar fundar með embættismönnum ásamt með tillögum að útvíkkun starfseminnar sem unnar voru af hálfu sjálfseignarstofnunarinnar. Í liðinni viku tilkynnti ráðherra að engin breyting hefði orðið á afstöðu ráðuneytisins; námið eða hugmyndir að útvíkkun starfseminnar féllu ekki að Aðalnámskrá framhaldsskóla og kröfum sem settar eru í námsbrautalýsingum en það væri engu að síður í höndum stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar að ákveða hvert skyldi stefna. Forsenda þess að skólinn hafi möguleika á áframhaldandi stuðningi ráðuneytis er að námsbrautalýsing uppfylli skilyrðir aðalnámskrár og að skólinn fengi endurnýjaða viðurkenningu sem einkaskóli í framhaldi af því. Þetta er mikið áfall fyrir starfsmenn og skólanefnd Hússtjórnarskólans á Hallormsstað enda ljóst að í námskrá er tekið fyrir hefðbundið hússtjórnarnám sem hefur verið stutt hagnýt námsbraut og hefur nýst nemendum til eininga í öðru námi í framhaldsskólum . Sömuleiðis fækkar enn þeim möguleikum sem nemendur, sem hafa áhuga á öðru en hefðbundnu bók- eða tækninám, hafa úr að velja,“ segir í tilkynningunni.Starfræktur frá 1930 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur verið starfræktur frá árinu 1930. „Ávallt hefur verið boðið upp á heildstætt og hefðbundið nám í hússtjórnargreinum sem hefur þróast í takt við tíðarandann. Um er að ræða matreiðslu, hannyrðir, framreiðslu auk bóknáms í afmörkuðum greinum. Á síðustu árum hefur skólinn, í auknum mæli og með góðum árangri, sinnt nemendum með sérþarfir, aðlagað námsefni og aðstæður og þannig tekið þátt í að veita þeim aðgang að fjölbreyttara námsframboði,“ segir í tilkynningu skólanefndar.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira