Innlent

Fannst alvarlega slasaður á Nesjavallavegi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Pjetur
Hjólreiðamaður er alvarlega slasaður og var fluttur á slysadeild eftir að hann fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi um klukkan 14 í dag.

Vegfarendur komu að honum þar sem hann lá meðvitundarlaus á jörðinni við hjólið. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Greiðlega gekk að koma honum á slysadeild en settar voru upp lokanir á Miklubraut og Háaleitisbraut til að flýta fyrir för sjúkrabílsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×