Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. maí 2017 11:30 Sigrún segir það mikið áhyggjuefni hversu mjög er að fjölga í hópi HIV jákvæðra. Vísir/Getty Nýjar tölur um HIV-smit hér á landi eru sláandi og nauðsynlegt er að vekja fólk til vitundar vegna málsins, segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir, formaður HIV samtakanna. Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra, eða alls 27 manns. „Við vorum alveg rosalega skúffuð að heyra þetta. Einnig það að þeir sem eru á lyfjum eru ekki að smita, þannig að þeir sem eru að smita er fólk sem veit ekki að það er HIV jákvætt,“ segir Sigrún og lýsir á sama tíma yfir þungum áhyggjum vegna þessara talna, enda sjúkdómurinn alvarlegur og ólæknandi.Enn með Evrópumetið Embætti landlæknis gaf í síðustu viku út skýrslu með fjölda tilkynntra smita og í ljós kom að aldrei hefðu eins margir greinst með HIV smit frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem greindust voru 20 karlmenn og sjö konur, fjórtán með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Sömuleiðis fjölgaði í flokkum annarra kynsjúkdóma; sárasótt, lekanda, lifrarbólgu C og þá eiga Íslendingar enn Evrópumet í klamydíusýkingum. Sigrún segir þetta sýna svart á hvítu að Íslendingar séu of kærulausir. Tölurnar sýni jafnframt að allir hópar séu útsettir fyrir HIV-sýkingu og að fólk þurfi að átta sig á því. Hins vegar sé erfitt að festa fingur á eina ástæðu. „Það hefur orðið aukning á öllum kynsjúkdómum og ég hallast að því að fólk sé ekki að verja sig. Við erum bara orðin of kærulaus yfir höfuð.“Smokkinn aftur í tísku Lausnin sé einföld: „Eina vörnin er smokkurinn. Þannig að við þurfum að koma honum aftur í tísku. Eins og í gamla daga þegar það voru oft í gangi smokkaherferðir – við þurfum aftur að ráðast í svoleiðis herferð,“ segir Sigrún. „Þetta er virkilega mikið áhyggjuefni og ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá sjáum við ekki þessa miklu aukningu þar eins og hjá okkur. Við erum miklu færri þannig að það er auðveldara að fá upp þessa skekkju, en talan hjá okkur hefur alltaf verið jöfn, en rauk svo svona upp á síðasta ári. Það gerðist ekki á hinum Norðurlöndunum. Við erum að gera eitthvað rangt, en hvað það er veit ég ekki.“ Þá bendir Sigrún á að fólk geti farið í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum, en þá er um blóðprufu að ræða. Einnig séu samtökin að vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum prófum með svokölluðum hraðprófum. Tengdar fréttir Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Nýjar tölur um HIV-smit hér á landi eru sláandi og nauðsynlegt er að vekja fólk til vitundar vegna málsins, segir Sigrún Grendal Magnúsdóttir, formaður HIV samtakanna. Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra, eða alls 27 manns. „Við vorum alveg rosalega skúffuð að heyra þetta. Einnig það að þeir sem eru á lyfjum eru ekki að smita, þannig að þeir sem eru að smita er fólk sem veit ekki að það er HIV jákvætt,“ segir Sigrún og lýsir á sama tíma yfir þungum áhyggjum vegna þessara talna, enda sjúkdómurinn alvarlegur og ólæknandi.Enn með Evrópumetið Embætti landlæknis gaf í síðustu viku út skýrslu með fjölda tilkynntra smita og í ljós kom að aldrei hefðu eins margir greinst með HIV smit frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem greindust voru 20 karlmenn og sjö konur, fjórtán með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Sömuleiðis fjölgaði í flokkum annarra kynsjúkdóma; sárasótt, lekanda, lifrarbólgu C og þá eiga Íslendingar enn Evrópumet í klamydíusýkingum. Sigrún segir þetta sýna svart á hvítu að Íslendingar séu of kærulausir. Tölurnar sýni jafnframt að allir hópar séu útsettir fyrir HIV-sýkingu og að fólk þurfi að átta sig á því. Hins vegar sé erfitt að festa fingur á eina ástæðu. „Það hefur orðið aukning á öllum kynsjúkdómum og ég hallast að því að fólk sé ekki að verja sig. Við erum bara orðin of kærulaus yfir höfuð.“Smokkinn aftur í tísku Lausnin sé einföld: „Eina vörnin er smokkurinn. Þannig að við þurfum að koma honum aftur í tísku. Eins og í gamla daga þegar það voru oft í gangi smokkaherferðir – við þurfum aftur að ráðast í svoleiðis herferð,“ segir Sigrún. „Þetta er virkilega mikið áhyggjuefni og ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá sjáum við ekki þessa miklu aukningu þar eins og hjá okkur. Við erum miklu færri þannig að það er auðveldara að fá upp þessa skekkju, en talan hjá okkur hefur alltaf verið jöfn, en rauk svo svona upp á síðasta ári. Það gerðist ekki á hinum Norðurlöndunum. Við erum að gera eitthvað rangt, en hvað það er veit ég ekki.“ Þá bendir Sigrún á að fólk geti farið í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum, en þá er um blóðprufu að ræða. Einnig séu samtökin að vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum prófum með svokölluðum hraðprófum.
Tengdar fréttir Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Óvenju margir greindust með HIV hér á landi Vísbendingar eru um að HIV-smit fari lengi dult hjá mörgum einstaklingum sem landlæknir telur mikið áhyggjuefni. 18. maí 2017 19:55
Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35
Lífslíkur HIV-smitaðra sem nota nýjustu lyf nú sambærilegar og hjá ósmituðum Samkvæmt rannsóknarhöfundum munu tvítugir HIV-sjúklingar sem hefja fjöllyfjameðferð stuttu eftir smit lifa tíu árum lengur en þeir sem notuðu sömu fyrir tíu árum. 11. maí 2017 08:27