Innlent

Nagladekkin enn undir

Benedikt Bóas skrifar
Ólöglegt er að vera á nagladekkjum í Reykjavík eftir 15. apríl.
Ólöglegt er að vera á nagladekkjum í Reykjavík eftir 15. apríl. vísir/anton brink
Lögreglumönnum á vakt í Reykjavík brá væntanlega í brún í blíðunni um helgina þegar ökumaður keyrði fram hjá þeim á nagladekkjum. Var ökumaðurinn umsvifalaust stöðvaður og kærður enda ekki mikil ástæða til að óttast hálku eða snjó í borginni þó enn snjói víða annars staðar. Þetta kemur fram í helgardagbók lögreglunnar.

Þar segir einnig frá 16 ára ökumanni sem var undir áhrifum fíkniefna. Var pilturinn ásamt 17 ára farþega stöðvaður um tíuleytið á laugardagskvöldið. Þegar lögreglan í Kópavogi leitaði á honum fundust fíkniefni. Haft var samband við foreldra þeirra sem þurftu að koma niður á stöð og sækja þá.

Send var tilkynning til barnaverndar vegna þessa máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×