Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2017 21:28 Auk verslana 10-11 mun Skeljungur meðal annars eignast kaffihús Dunkin Donuts og verslanir undir merkjum Háskólabúðarinnar og Iceland. Vísir/Vilhelm Skeljungur hf. og hluthafar Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, hafa sammælst um að hefja samningaviðræður um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Basko. Kaupin eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila en kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Skeljungur sendi frá sér um málið. Basko ehf. fer með eignarhald á rekstrarfélögunum Rekstrarfélagi Tíu Ellefu ehf., Ísland Verslun hf. og Imtex ehf. Þessi félög fara meðal annars með rekstur þrjátíuogfimm 10-11 verslana, búða undir merkjum Háskólabúðarinnar, fimm kaffihúsa undir merkjum Dunkin Donuts, eina Inspired by Iceland verslun og þrjár verslanir undir merkjum Iceland.Samstarf félaganna hefur hingað til gengið vel Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs, segir að síðan árið 2014, þegar Skeljungur samdi við Basko um rekstur verslana á helstu bensínstöðvum félagsins, hafi samstarfið gengið vonum framar. „Á grunni þeirrar reynslu stígur félagið [Skeljungur] nú skrefið til fulls með kaupum á félaginu [Basko], með fulla samþættingu á eldsneytissölu, sölu á endurnýjanlegum orkugjöfum og verslun fyrir augum. Með kaupunum stígur Skeljungur jafnframt mikilvæg skref í frekari þróun í smásölu, sem m.a. felst í að mæta betur breytingum á kaupmynstri fólks - og sívaxandi tækifærum í sölu og þjónustu til ferðamanna, þar sem 10-11 hefur þegar sterka stöðu,“ segir Valgeir í tilkynningunni.Hér má lesa tilkynningu Skeljungs: „Basko fer með eignarhald á Rekstrarfélagi Tíu Ellefu ehf., Ísland Verslun hf. og Imtex ehf. Rekstrarfélag Tíu Ellefu ehf. rekur samtals 35 þægindavöruverslanir undir merkjum 10-11 og Háskólabúðarinnar og er einnig móðurfélag Drangaskers ehf. sem rekur fimm kaffihús undir merkjum Dunkin Donuts. Félagið rekur einnig eina Inspired by Iceland verslun og veitingastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Ísland Verslun hf. rekur þrjár verslanir undir merkjum Iceland. Heildartekjur samstæðunnar á síðasta fjárhagsári námu 10.039 m.kr., heildareignir 2.360 m.kr. og rekstrarhagnaður án afskrifta og fjármagnsliða (EBITDA) nam 309 m.kr. Forsendur um kaupverð eru grundvallaðar á upplýsingum seljanda og þeim forsendum að EBITDA hins keypta, geti numið um 500 m.kr. á ársgrundvelli, þegar samlegðaráhrif félaganna yrðu að fullu komin fram. Áætlað er að það geti verið innan 24 mánaða frá því að kaupin eru gengin í gegn. Kaupverð miðað við framangreindar forsendur væri allt að 2,2 milljarðar króna, greitt að fullu með 318,840,580 hlutum í Skeljungi hf. Miðað er við nettó vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 657 milljónir króna, sem getur þó tekið breytingum. Við útreikning á fjölda hluta er miðað við gengið 6,9 á hlut. Dagslokagengi Skeljungs hf. þann 19. maí 2017 var 6,35. Seljendur skuldbinda sig til að framselja ekki þá hluti sem þeir fá afhenta í 18 mánuði frá afhendingu. Framangreint kaupverð er háð ýmsum forsendum, þar á meðal að áætlaður rekstrarhagnaður og horfur í rekstri byggi á forsendum sem eru ásættanlegar að mati kaupanda eftir framkvæmd áreiðanleikakönnunar.“ Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Fleiri fréttir Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Sjá meira
Skeljungur hf. og hluthafar Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, hafa sammælst um að hefja samningaviðræður um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Basko. Kaupin eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila en kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Skeljungur sendi frá sér um málið. Basko ehf. fer með eignarhald á rekstrarfélögunum Rekstrarfélagi Tíu Ellefu ehf., Ísland Verslun hf. og Imtex ehf. Þessi félög fara meðal annars með rekstur þrjátíuogfimm 10-11 verslana, búða undir merkjum Háskólabúðarinnar, fimm kaffihúsa undir merkjum Dunkin Donuts, eina Inspired by Iceland verslun og þrjár verslanir undir merkjum Iceland.Samstarf félaganna hefur hingað til gengið vel Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs, segir að síðan árið 2014, þegar Skeljungur samdi við Basko um rekstur verslana á helstu bensínstöðvum félagsins, hafi samstarfið gengið vonum framar. „Á grunni þeirrar reynslu stígur félagið [Skeljungur] nú skrefið til fulls með kaupum á félaginu [Basko], með fulla samþættingu á eldsneytissölu, sölu á endurnýjanlegum orkugjöfum og verslun fyrir augum. Með kaupunum stígur Skeljungur jafnframt mikilvæg skref í frekari þróun í smásölu, sem m.a. felst í að mæta betur breytingum á kaupmynstri fólks - og sívaxandi tækifærum í sölu og þjónustu til ferðamanna, þar sem 10-11 hefur þegar sterka stöðu,“ segir Valgeir í tilkynningunni.Hér má lesa tilkynningu Skeljungs: „Basko fer með eignarhald á Rekstrarfélagi Tíu Ellefu ehf., Ísland Verslun hf. og Imtex ehf. Rekstrarfélag Tíu Ellefu ehf. rekur samtals 35 þægindavöruverslanir undir merkjum 10-11 og Háskólabúðarinnar og er einnig móðurfélag Drangaskers ehf. sem rekur fimm kaffihús undir merkjum Dunkin Donuts. Félagið rekur einnig eina Inspired by Iceland verslun og veitingastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Ísland Verslun hf. rekur þrjár verslanir undir merkjum Iceland. Heildartekjur samstæðunnar á síðasta fjárhagsári námu 10.039 m.kr., heildareignir 2.360 m.kr. og rekstrarhagnaður án afskrifta og fjármagnsliða (EBITDA) nam 309 m.kr. Forsendur um kaupverð eru grundvallaðar á upplýsingum seljanda og þeim forsendum að EBITDA hins keypta, geti numið um 500 m.kr. á ársgrundvelli, þegar samlegðaráhrif félaganna yrðu að fullu komin fram. Áætlað er að það geti verið innan 24 mánaða frá því að kaupin eru gengin í gegn. Kaupverð miðað við framangreindar forsendur væri allt að 2,2 milljarðar króna, greitt að fullu með 318,840,580 hlutum í Skeljungi hf. Miðað er við nettó vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 657 milljónir króna, sem getur þó tekið breytingum. Við útreikning á fjölda hluta er miðað við gengið 6,9 á hlut. Dagslokagengi Skeljungs hf. þann 19. maí 2017 var 6,35. Seljendur skuldbinda sig til að framselja ekki þá hluti sem þeir fá afhenta í 18 mánuði frá afhendingu. Framangreint kaupverð er háð ýmsum forsendum, þar á meðal að áætlaður rekstrarhagnaður og horfur í rekstri byggi á forsendum sem eru ásættanlegar að mati kaupanda eftir framkvæmd áreiðanleikakönnunar.“
Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Fleiri fréttir Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Sjá meira