Skeljungur hyggst kaupa 10-11 Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2017 21:28 Auk verslana 10-11 mun Skeljungur meðal annars eignast kaffihús Dunkin Donuts og verslanir undir merkjum Háskólabúðarinnar og Iceland. Vísir/Vilhelm Skeljungur hf. og hluthafar Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, hafa sammælst um að hefja samningaviðræður um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Basko. Kaupin eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila en kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Skeljungur sendi frá sér um málið. Basko ehf. fer með eignarhald á rekstrarfélögunum Rekstrarfélagi Tíu Ellefu ehf., Ísland Verslun hf. og Imtex ehf. Þessi félög fara meðal annars með rekstur þrjátíuogfimm 10-11 verslana, búða undir merkjum Háskólabúðarinnar, fimm kaffihúsa undir merkjum Dunkin Donuts, eina Inspired by Iceland verslun og þrjár verslanir undir merkjum Iceland.Samstarf félaganna hefur hingað til gengið vel Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs, segir að síðan árið 2014, þegar Skeljungur samdi við Basko um rekstur verslana á helstu bensínstöðvum félagsins, hafi samstarfið gengið vonum framar. „Á grunni þeirrar reynslu stígur félagið [Skeljungur] nú skrefið til fulls með kaupum á félaginu [Basko], með fulla samþættingu á eldsneytissölu, sölu á endurnýjanlegum orkugjöfum og verslun fyrir augum. Með kaupunum stígur Skeljungur jafnframt mikilvæg skref í frekari þróun í smásölu, sem m.a. felst í að mæta betur breytingum á kaupmynstri fólks - og sívaxandi tækifærum í sölu og þjónustu til ferðamanna, þar sem 10-11 hefur þegar sterka stöðu,“ segir Valgeir í tilkynningunni.Hér má lesa tilkynningu Skeljungs: „Basko fer með eignarhald á Rekstrarfélagi Tíu Ellefu ehf., Ísland Verslun hf. og Imtex ehf. Rekstrarfélag Tíu Ellefu ehf. rekur samtals 35 þægindavöruverslanir undir merkjum 10-11 og Háskólabúðarinnar og er einnig móðurfélag Drangaskers ehf. sem rekur fimm kaffihús undir merkjum Dunkin Donuts. Félagið rekur einnig eina Inspired by Iceland verslun og veitingastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Ísland Verslun hf. rekur þrjár verslanir undir merkjum Iceland. Heildartekjur samstæðunnar á síðasta fjárhagsári námu 10.039 m.kr., heildareignir 2.360 m.kr. og rekstrarhagnaður án afskrifta og fjármagnsliða (EBITDA) nam 309 m.kr. Forsendur um kaupverð eru grundvallaðar á upplýsingum seljanda og þeim forsendum að EBITDA hins keypta, geti numið um 500 m.kr. á ársgrundvelli, þegar samlegðaráhrif félaganna yrðu að fullu komin fram. Áætlað er að það geti verið innan 24 mánaða frá því að kaupin eru gengin í gegn. Kaupverð miðað við framangreindar forsendur væri allt að 2,2 milljarðar króna, greitt að fullu með 318,840,580 hlutum í Skeljungi hf. Miðað er við nettó vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 657 milljónir króna, sem getur þó tekið breytingum. Við útreikning á fjölda hluta er miðað við gengið 6,9 á hlut. Dagslokagengi Skeljungs hf. þann 19. maí 2017 var 6,35. Seljendur skuldbinda sig til að framselja ekki þá hluti sem þeir fá afhenta í 18 mánuði frá afhendingu. Framangreint kaupverð er háð ýmsum forsendum, þar á meðal að áætlaður rekstrarhagnaður og horfur í rekstri byggi á forsendum sem eru ásættanlegar að mati kaupanda eftir framkvæmd áreiðanleikakönnunar.“ Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Skeljungur hf. og hluthafar Basko ehf., sem fer meðal annars með rekstur verslana 10-11, hafa sammælst um að hefja samningaviðræður um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Basko. Kaupin eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum beggja samningsaðila en kaupverð væri allt að 2,2 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Skeljungur sendi frá sér um málið. Basko ehf. fer með eignarhald á rekstrarfélögunum Rekstrarfélagi Tíu Ellefu ehf., Ísland Verslun hf. og Imtex ehf. Þessi félög fara meðal annars með rekstur þrjátíuogfimm 10-11 verslana, búða undir merkjum Háskólabúðarinnar, fimm kaffihúsa undir merkjum Dunkin Donuts, eina Inspired by Iceland verslun og þrjár verslanir undir merkjum Iceland.Samstarf félaganna hefur hingað til gengið vel Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs, segir að síðan árið 2014, þegar Skeljungur samdi við Basko um rekstur verslana á helstu bensínstöðvum félagsins, hafi samstarfið gengið vonum framar. „Á grunni þeirrar reynslu stígur félagið [Skeljungur] nú skrefið til fulls með kaupum á félaginu [Basko], með fulla samþættingu á eldsneytissölu, sölu á endurnýjanlegum orkugjöfum og verslun fyrir augum. Með kaupunum stígur Skeljungur jafnframt mikilvæg skref í frekari þróun í smásölu, sem m.a. felst í að mæta betur breytingum á kaupmynstri fólks - og sívaxandi tækifærum í sölu og þjónustu til ferðamanna, þar sem 10-11 hefur þegar sterka stöðu,“ segir Valgeir í tilkynningunni.Hér má lesa tilkynningu Skeljungs: „Basko fer með eignarhald á Rekstrarfélagi Tíu Ellefu ehf., Ísland Verslun hf. og Imtex ehf. Rekstrarfélag Tíu Ellefu ehf. rekur samtals 35 þægindavöruverslanir undir merkjum 10-11 og Háskólabúðarinnar og er einnig móðurfélag Drangaskers ehf. sem rekur fimm kaffihús undir merkjum Dunkin Donuts. Félagið rekur einnig eina Inspired by Iceland verslun og veitingastaðinn Bad Boys Burgers & Grill. Ísland Verslun hf. rekur þrjár verslanir undir merkjum Iceland. Heildartekjur samstæðunnar á síðasta fjárhagsári námu 10.039 m.kr., heildareignir 2.360 m.kr. og rekstrarhagnaður án afskrifta og fjármagnsliða (EBITDA) nam 309 m.kr. Forsendur um kaupverð eru grundvallaðar á upplýsingum seljanda og þeim forsendum að EBITDA hins keypta, geti numið um 500 m.kr. á ársgrundvelli, þegar samlegðaráhrif félaganna yrðu að fullu komin fram. Áætlað er að það geti verið innan 24 mánaða frá því að kaupin eru gengin í gegn. Kaupverð miðað við framangreindar forsendur væri allt að 2,2 milljarðar króna, greitt að fullu með 318,840,580 hlutum í Skeljungi hf. Miðað er við nettó vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 657 milljónir króna, sem getur þó tekið breytingum. Við útreikning á fjölda hluta er miðað við gengið 6,9 á hlut. Dagslokagengi Skeljungs hf. þann 19. maí 2017 var 6,35. Seljendur skuldbinda sig til að framselja ekki þá hluti sem þeir fá afhenta í 18 mánuði frá afhendingu. Framangreint kaupverð er háð ýmsum forsendum, þar á meðal að áætlaður rekstrarhagnaður og horfur í rekstri byggi á forsendum sem eru ásættanlegar að mati kaupanda eftir framkvæmd áreiðanleikakönnunar.“
Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira