Floyd Mayweather, segir að það séu 90% líkur á því að hann muni mæta UFC-stórstjörnunni Conor McGregor í boxhringnum á næstunni en eins og Vísir greindi frá hefur Conor komist að samkomulagi við UFC um bardagann.
Mikið hefur verið rætt um þennan bardaga en þarna mætast tveir af litríkustu karakterum bardagaíþrótta í hnefaleikakappanum Floyd sem hefur aldrei tapað bardaga og Conor sem hefur komið eins og stormsveipur inn í UFC-heiminn undanfarin ár.
Dana White, forseti UFC, staðfesti það í viðtölum eftir leik Boston Celtics og Cleveland á dögunum að UFC væri búið að ganga frá sinni hlið og nú væri boltinn hjá Floyd og hans mönnum.
Floyd var spurður út í málið á hnefaleikabardaga í London í gær og þar sagðist hann vonast til að ná samningum sem og að þetta væri eini bardaginn sem hann myndi taka hanskana af hilluni fyrir.
„Ég á von á því að þessi bardagi fari fram, við verðum að gefa fólkinu það sem það vill sjá. Það er óþarfi að flýta sér en þetta er eini bardaginn sem er eitthvað vit í fyrir mig,“ sagði Floyd og bætti við:
„Þetta verður enn ein hindrunin sem ég þarf að stíga yfir en þegar þessi bardagi fer fram verður það sögulegt. Þegar Floyd Mayweather berst þá endurskrifar hann sögubækurnar.“
Floyd segir yfirgnæfandi líkur á að bardaginn fari fram
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti


Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn

„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“
Körfubolti

Valur einum sigri frá úrslitum
Handbolti


Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð
Íslenski boltinn


Fyrsta deildartap PSG
Fótbolti

„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn