Á Facebook-síðu Vilborgar Örnu kemur fram að ferðin upp á topp hafi gengið vel en Vilborg Arna og sjerpinn Tenji voru um ellefu tíma á leiðinni upp.
Tómas Þór Veruson, kærasti Vilborgar Örnu, hefur verið reglulega greint frá gangi mála á Facebook-síðu Vilborgar og segir hljóðið í henni hafa hafa verið gríðarlega gott þegar hún hafi staðið á toppi fjallsins.
„Ertu í skýjunum?“
„Já, þetta er geðveikt, það er tryllt að vera hérna!“ er haft eftir Vilborgu Örnu, sem varði nokkrum mínútum á toppnum áður en þau héldu aftur niður í fjórðu búðir.
Reyndi fyrst árið 2014
Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust.Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu.
Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár.
Everest er 8.848 metra hátt.