Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í Costco Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2017 20:42 Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. vísir/vilhelm Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. Það hefur varla farið framhjá mörgum að bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði búð sína í Garðabæ fyrir rúmri viku. Síðan þá hafa landsmenn vart talað um annað, hvort sem það er í heita pottunum eða á samfélagsmiðlum og er Facebook-hópurinn „Costco á Íslandi – verð og myndir“ sá vinsælasti í dag. Eins og gefur að skilja er verðlagið í Costco mikið rætt enda er vöruverð þar í mörgum tilfellum lægra en það sem Íslendingar hafa átt að venjast. Almenningur spyr sig því hvort að hér hafi verið okrað á sér árum og áratugum saman en Margrét bendir á að það þurfi að bera saman sambærilegar vörur og ekki vörur sem eru keyptar í Costco, sem sé heildsala, og síðan kannski í sérverslun. Aðspurð hvort henni þætti umræðan ekki alltaf á málefnalegum grunni sagði Margrét: „Umræðuhefð almennt á Íslandi er mjög mikið í fyrirsögnum og upphrópunum og þetta er dálítið birtingarmynd af því. Það er að koma núna inn risi á markaðinn, heildsölurisi, en þeir selja líka í smásölu og þetta er sá næststærsti í heimi. Þannig að þetta er bara gríðarlega góð frétt fyrir Íslendinga að svona risar séu að horfa hingað. Þetta eykur samkeppni en að vera að tala um okur og glæpamenn til þeirra sem fyrir eru finnst mér ekki mjög málefnalegt.“ Margrét sagði að hvar sem Costco hefur opnað í heiminum þá hafi þeir hrist upp í markaðnum. „Þeir eru dálítið öðruvísi en aðrar verslanir og oft hefur þetta jafnað sig en ég held að það hafi engan órað fyrir þessari geðveiki sem er hérna á Íslandi. Þegar verið er að horfa á verðmun á milli Costco og verslana þá er þetta ekkert ósvipað því sem menn hafa verið að sjá í öðrum löndum,“ sagði Margrét. Þá sagði hún verslunina fagna samkeppninni og kvaðst sjálf myndu fagna því ef við myndum fá almennilega umræðu um verð á Íslandi. „Því vitund fólk og þekking á verði er alltaf að verða betri og það er gott fyrir samkeppni.“Viðtalið við Margréti má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. Það hefur varla farið framhjá mörgum að bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði búð sína í Garðabæ fyrir rúmri viku. Síðan þá hafa landsmenn vart talað um annað, hvort sem það er í heita pottunum eða á samfélagsmiðlum og er Facebook-hópurinn „Costco á Íslandi – verð og myndir“ sá vinsælasti í dag. Eins og gefur að skilja er verðlagið í Costco mikið rætt enda er vöruverð þar í mörgum tilfellum lægra en það sem Íslendingar hafa átt að venjast. Almenningur spyr sig því hvort að hér hafi verið okrað á sér árum og áratugum saman en Margrét bendir á að það þurfi að bera saman sambærilegar vörur og ekki vörur sem eru keyptar í Costco, sem sé heildsala, og síðan kannski í sérverslun. Aðspurð hvort henni þætti umræðan ekki alltaf á málefnalegum grunni sagði Margrét: „Umræðuhefð almennt á Íslandi er mjög mikið í fyrirsögnum og upphrópunum og þetta er dálítið birtingarmynd af því. Það er að koma núna inn risi á markaðinn, heildsölurisi, en þeir selja líka í smásölu og þetta er sá næststærsti í heimi. Þannig að þetta er bara gríðarlega góð frétt fyrir Íslendinga að svona risar séu að horfa hingað. Þetta eykur samkeppni en að vera að tala um okur og glæpamenn til þeirra sem fyrir eru finnst mér ekki mjög málefnalegt.“ Margrét sagði að hvar sem Costco hefur opnað í heiminum þá hafi þeir hrist upp í markaðnum. „Þeir eru dálítið öðruvísi en aðrar verslanir og oft hefur þetta jafnað sig en ég held að það hafi engan órað fyrir þessari geðveiki sem er hérna á Íslandi. Þegar verið er að horfa á verðmun á milli Costco og verslana þá er þetta ekkert ósvipað því sem menn hafa verið að sjá í öðrum löndum,“ sagði Margrét. Þá sagði hún verslunina fagna samkeppninni og kvaðst sjálf myndu fagna því ef við myndum fá almennilega umræðu um verð á Íslandi. „Því vitund fólk og þekking á verði er alltaf að verða betri og það er gott fyrir samkeppni.“Viðtalið við Margréti má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12
Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Ofurjákvæðni einkennir viðhorf Íslendinga til Costco. 31. maí 2017 12:49
Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26