Lars, það er engin teljandi verðbólga í gangi en þúsundir starfa í hættu Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. maí 2017 07:00 Hinn 24. maí sl. birtist grein í Fréttablaðinu eftir Danann Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur er hann nefndur, sem virðist vera fastráðinn penni og sérfræðingur blaðsins á sviði viðskipta- og efnahagsmála. Ekki er vitað af hverju ritstjórn leitaði út fyrir landsteinana með þetta verkefni, en ýmislegt bendir til að þar hafi ritstjórn leitað langt yfir skammt. Greinin ber yfirskriftina „Seðlabankinn gerir mistök“. Mistökin eiga að vera þau, að Seðlabanki lækkaði stýrivexti smávægilega í vikunni þar á undan, en eins og flestir Íslendingar vita og skilja, eru okurvextir hér og sterkt gengi krónunnar, sem þeir valda, að þjarma svo heiftarlega að helztu atvinnuvegum landsins, að í stórvandræði stefnir. Er þá yfirkeyrt vaxtaálag á almenningi ótalið. Fjöldauppsagnir á Akranesi eru aðeins fyrsta skrefið, alvarleg viðvörun, um það, sem mun fylgja, ef gengi krónunnar er ekki leiðrétt snarlega og stórlega, en til þess er helzta tækið einmitt afgerandi vaxtalækkun. Þessari vaxtalækkun má stýra, skref fyrir skref, eftir viðbrögðum markaðarins og þörfum, en í lok dagsins virðast stýrivextir upp á 1-2 prósent við hæfi. Áherzla skal lögð á það hér, að þetta er ekki aðeins spurning um hag og afkomu fyrirtækjanna, eins og sumir virðast telja, heldur ekki síður – eða miklu fremur – spurning um atvinnuöryggi þeirra þúsunda Íslendinga, sem hjá þessum helztu fyrirtækjum landsins starfa. Daninn hagspaki vill hins vegar og þrátt fyrir þetta vaxtahækkun! Hann vitnar hér í kenningu hollenzks hagfræðings, sem uppi var á síðustu öld, Jan Tinbergen, en hann setti fram þá kenningu um miðja síðustu öld, að stjórnvöld gætu ekki beitt nema einu hagstjórnartæki til að ná fram hverju og einu hagstjórnarmarkmiði. Ekki væri t.a.m. hægt að beita stýrivöxtum bæði til að stýra gengi gjaldmiðils og til að hafa áhrif á verðbólgu.70 ára kenning Daninn kallar þetta Tinbergen-regluna, eins og að þessi gamla kenning sé óumdeilt efnahagslegt lögmál nú 70 árum síðar. Hann vill beita stýrivöxtum – vaxtahækkun – til að halda verðbólgu í skefjum, sem reyndar hefur verið lítil og er í góðum skefjum og á enn inni verulega verðlækkun hjá verzluninni. Ég hef vikið að því í fyrri greinum, að hagfræðin yrði að vera lifandi fræðigrein, sem stöðugt verður að endurskoða, endurnýja og aðlaga – endurskoða samhengi, samspil, orsakir og afleiðingar hinna ýmsu efnahagslegu þátta vegna hraðra og víðtækra breytinga á flestum sviðum efnahags- og stjórnmála, reyndar á sviði siðfræði og hugmyndafræði líka. Er vafasamt, að kenning frá miðri síðustu öld falli vel að þróun og stöðu efnahagsmála nú árið 2017. Og, hvað með þá staðreynd, að vaxtakostnaður – hækkandi vextir – eru líka verðbólguhvetjandi, eins og olíuverðshækkanir og annar útgjaldaauki. Vaxtahækkun er því tvíeggja sverð. Hvað sem þessu líður, er vandamálið nú allt of háir vextir og allt of sterk króna, sem ógna atvinnuöryggi þúsunda Íslendinga, ekki hófleg verðbólga. Hvernig dettur einhverjum í hug, að helztu atvinnuvegir okkar geti þolað 20 prósenta tekjuskerðingu 2015, 20 prósenta 2016 og nú aftur 10 prósent það sem af er þessu ári. Ég hygg, að flestir stjórnmálamenn og hagfræðingar séu sammála um, að fyrsta mál og fremsta skylda stjórnvalda hljóti einmitt og alltaf að vera atvinna fyrir alla og atvinnuöryggi fyrir landsmenn, en yfirkeyrð króna stefnir því einmitt í stórfellda hættu. Hvað segir Daninn hagspaki við því? Hvernig heldur hann að ástandið yrði, ef vextir yrðu hækkaðir enn frekar og krónan færi í 90 til 100 krónur í evru og þúsundir manna myndu missa vinnu sína? Flestir nútímaseðlabankar og hagfræðingar eru sammála um, að um tveggja prósenta verðbólga sé eðlileg við þau skilyrði, sem ríkja, en við hér höfum verið þar og erum þar. Verðbólgan er hér enginn vandi, hvorki nú né í fyrirsjáanlegri framtíð, og er því af og frá að beita helzta hagstjórnartækinu, vöxtunum, gegn henni. Hér kemur auðvitað líka til aðhald í ríkisfjármálum, sem virðist vera fyrir hendi.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Hinn 24. maí sl. birtist grein í Fréttablaðinu eftir Danann Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur er hann nefndur, sem virðist vera fastráðinn penni og sérfræðingur blaðsins á sviði viðskipta- og efnahagsmála. Ekki er vitað af hverju ritstjórn leitaði út fyrir landsteinana með þetta verkefni, en ýmislegt bendir til að þar hafi ritstjórn leitað langt yfir skammt. Greinin ber yfirskriftina „Seðlabankinn gerir mistök“. Mistökin eiga að vera þau, að Seðlabanki lækkaði stýrivexti smávægilega í vikunni þar á undan, en eins og flestir Íslendingar vita og skilja, eru okurvextir hér og sterkt gengi krónunnar, sem þeir valda, að þjarma svo heiftarlega að helztu atvinnuvegum landsins, að í stórvandræði stefnir. Er þá yfirkeyrt vaxtaálag á almenningi ótalið. Fjöldauppsagnir á Akranesi eru aðeins fyrsta skrefið, alvarleg viðvörun, um það, sem mun fylgja, ef gengi krónunnar er ekki leiðrétt snarlega og stórlega, en til þess er helzta tækið einmitt afgerandi vaxtalækkun. Þessari vaxtalækkun má stýra, skref fyrir skref, eftir viðbrögðum markaðarins og þörfum, en í lok dagsins virðast stýrivextir upp á 1-2 prósent við hæfi. Áherzla skal lögð á það hér, að þetta er ekki aðeins spurning um hag og afkomu fyrirtækjanna, eins og sumir virðast telja, heldur ekki síður – eða miklu fremur – spurning um atvinnuöryggi þeirra þúsunda Íslendinga, sem hjá þessum helztu fyrirtækjum landsins starfa. Daninn hagspaki vill hins vegar og þrátt fyrir þetta vaxtahækkun! Hann vitnar hér í kenningu hollenzks hagfræðings, sem uppi var á síðustu öld, Jan Tinbergen, en hann setti fram þá kenningu um miðja síðustu öld, að stjórnvöld gætu ekki beitt nema einu hagstjórnartæki til að ná fram hverju og einu hagstjórnarmarkmiði. Ekki væri t.a.m. hægt að beita stýrivöxtum bæði til að stýra gengi gjaldmiðils og til að hafa áhrif á verðbólgu.70 ára kenning Daninn kallar þetta Tinbergen-regluna, eins og að þessi gamla kenning sé óumdeilt efnahagslegt lögmál nú 70 árum síðar. Hann vill beita stýrivöxtum – vaxtahækkun – til að halda verðbólgu í skefjum, sem reyndar hefur verið lítil og er í góðum skefjum og á enn inni verulega verðlækkun hjá verzluninni. Ég hef vikið að því í fyrri greinum, að hagfræðin yrði að vera lifandi fræðigrein, sem stöðugt verður að endurskoða, endurnýja og aðlaga – endurskoða samhengi, samspil, orsakir og afleiðingar hinna ýmsu efnahagslegu þátta vegna hraðra og víðtækra breytinga á flestum sviðum efnahags- og stjórnmála, reyndar á sviði siðfræði og hugmyndafræði líka. Er vafasamt, að kenning frá miðri síðustu öld falli vel að þróun og stöðu efnahagsmála nú árið 2017. Og, hvað með þá staðreynd, að vaxtakostnaður – hækkandi vextir – eru líka verðbólguhvetjandi, eins og olíuverðshækkanir og annar útgjaldaauki. Vaxtahækkun er því tvíeggja sverð. Hvað sem þessu líður, er vandamálið nú allt of háir vextir og allt of sterk króna, sem ógna atvinnuöryggi þúsunda Íslendinga, ekki hófleg verðbólga. Hvernig dettur einhverjum í hug, að helztu atvinnuvegir okkar geti þolað 20 prósenta tekjuskerðingu 2015, 20 prósenta 2016 og nú aftur 10 prósent það sem af er þessu ári. Ég hygg, að flestir stjórnmálamenn og hagfræðingar séu sammála um, að fyrsta mál og fremsta skylda stjórnvalda hljóti einmitt og alltaf að vera atvinna fyrir alla og atvinnuöryggi fyrir landsmenn, en yfirkeyrð króna stefnir því einmitt í stórfellda hættu. Hvað segir Daninn hagspaki við því? Hvernig heldur hann að ástandið yrði, ef vextir yrðu hækkaðir enn frekar og krónan færi í 90 til 100 krónur í evru og þúsundir manna myndu missa vinnu sína? Flestir nútímaseðlabankar og hagfræðingar eru sammála um, að um tveggja prósenta verðbólga sé eðlileg við þau skilyrði, sem ríkja, en við hér höfum verið þar og erum þar. Verðbólgan er hér enginn vandi, hvorki nú né í fyrirsjáanlegri framtíð, og er því af og frá að beita helzta hagstjórnartækinu, vöxtunum, gegn henni. Hér kemur auðvitað líka til aðhald í ríkisfjármálum, sem virðist vera fyrir hendi.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar