Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2017 21:00 Finnbjörn Bjarnason í flugturninum á Bíldudalsflugvelli. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bíldudalsflugvöllur hefur fengið nýtt hlutverk sem alþjóðavöllur. Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda þar reglulega. Í fréttum Stöðvar 2 var fylgst með því þegar Finnbjörn Bjarnason, flugvallarvörður á Bíldudal, afgreiddi norska flugvél. Það vakti athygli á dögunum að flugvél Ernis í innanlandsflugi þurfti að fljúga biðflugshring yfir Bíldudalsflugvelli vegna erlendrar flugvélar. Það er helst að Íslendingar lendi í biðflugi að Heathrow-flugvelli Lundúna en á Bíldudal var norska vélin komin á undan í aðflugið sem olli því að vél Ernis þurfti að fljúga einn aukahring.Frá Bíldudalsflugvelli. Flugvél Ernis til vinstri en norska vélin er til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér, mátti heyra radíósamskipti Finnbjörns flugvallarvarðar við norska flugstjórann á ensku en Finnbjörn veitti þar norsku vélinni flugheimild til að fljúga í 21.000 feta hæð til Egilsstaða. Finnbjörn Bjarnason, flugvallarvörður á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norskar flugvélar fóru í fyrravor að venja komur sínar til Bíldudals vegna fiskeldis, að sögn Finnbjörns. Þær koma nú reglulega á þriggja vikna fresti frá Norður-Noregi vegna áhafnaskipta á þjónustubát. Þær millilenda á Egilsstöðum til tollafgreiðslu þar sem Bíldudalsflugvöllur hefur ekki formlega stöðu alþjóðaflugvallar. Dæmi um þá grósku sem laxeldið er að skapa í atvinnumálum á Vestfjörðum mátti sjá á Tálknafirði í síðustu viku þegar Arnarlax fagnaði komu stærsta og fullkomnasta fóðurpramma landsins. Stöð 2 sýndi beint frá mótttökunni en hér má sjá útsendinguna. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Bíldudalsflugvöllur hefur fengið nýtt hlutverk sem alþjóðavöllur. Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda þar reglulega. Í fréttum Stöðvar 2 var fylgst með því þegar Finnbjörn Bjarnason, flugvallarvörður á Bíldudal, afgreiddi norska flugvél. Það vakti athygli á dögunum að flugvél Ernis í innanlandsflugi þurfti að fljúga biðflugshring yfir Bíldudalsflugvelli vegna erlendrar flugvélar. Það er helst að Íslendingar lendi í biðflugi að Heathrow-flugvelli Lundúna en á Bíldudal var norska vélin komin á undan í aðflugið sem olli því að vél Ernis þurfti að fljúga einn aukahring.Frá Bíldudalsflugvelli. Flugvél Ernis til vinstri en norska vélin er til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér, mátti heyra radíósamskipti Finnbjörns flugvallarvarðar við norska flugstjórann á ensku en Finnbjörn veitti þar norsku vélinni flugheimild til að fljúga í 21.000 feta hæð til Egilsstaða. Finnbjörn Bjarnason, flugvallarvörður á Bíldudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norskar flugvélar fóru í fyrravor að venja komur sínar til Bíldudals vegna fiskeldis, að sögn Finnbjörns. Þær koma nú reglulega á þriggja vikna fresti frá Norður-Noregi vegna áhafnaskipta á þjónustubát. Þær millilenda á Egilsstöðum til tollafgreiðslu þar sem Bíldudalsflugvöllur hefur ekki formlega stöðu alþjóðaflugvallar. Dæmi um þá grósku sem laxeldið er að skapa í atvinnumálum á Vestfjörðum mátti sjá á Tálknafirði í síðustu viku þegar Arnarlax fagnaði komu stærsta og fullkomnasta fóðurpramma landsins. Stöð 2 sýndi beint frá mótttökunni en hér má sjá útsendinguna.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent