Er skjárinn að skelfa þig? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 9. júní 2017 00:00 Nýrri tækni fylgja tækifæri en líka áskoranir. Foreldrar standa frammi fyrir gjörbreyttu umhverfi og þurfa að huga að uppeldi á fleiri sviðum en áður. Skiljanlega vilja foreldrar leiðsögn, núna strax, en vandinn er sá að enn sem komið er er ekki til umfangsmikill rannsóknargrunnur að byggja á. Þó er unnið að því hörðum höndum í kapp við hraða tækniþróun og sífellt koma fram nýjar upplýsingar og aukin innsýn í heim bernskunnar á tækniöld. En þetta er snúin staða þar sem hraðinn er þess valdandi að um leið og nýjar upplýsingar birtast breytist landslagið.Mismunandi skjátími Bandarísku barnalæknasamtökin hafa nýlega endurskoðað viðmið um skjátíma og rýmkað tímann með þeim rökum að það skipti máli hvað er verið að gera með tækjunum, ekki bara hve lengi. Börn geta notað tækin í uppbyggilegum tilgangi og það tekur vissulega tíma, t.d. að sinna heimaverkefnum eða leita sér þekkingar, þróa færni o.s.frv. Nám fer líka fram í gegnum leik. Það sem þarf að horfa á í þessu samhengi er hvernig barninu vegnar og þá er gagnlegt fyrir foreldra að spyrja sig spurninga eins og: Er barnið mitt líkamlega heilbrigt og fær það nægan svefn? Á barnið mitt í góðum félagslegum tengslum við fjölskyldu og vini? Hvernig er námsáhugi og námsárangur? Hefur barnið áhuga á að ná árangri í námi? Stundar barnið mitt áhugamál eða sinnir tómstundum? Nýtur barnið sín með sinni miðlanotkun? Finnst því t.d. gaman og er það að læra eitthvað þegar það notar tækin? Ef svörin við þessum spurningum eru á jákvæðum nótum þá er barnið í góðum málum og rétt er að nefna að flest börn eru í góðum málum þó svo aukning hafi orðið í vandamálum tengdum skjánotkun samfara aukinni tækninotkun. En er þá engin ástæða til að hafa áhyggjur?Allur er varinn góður Vissulega ber að taka alvarlega vísbendingar um aukinn vanda barna og ungmenna í tengslum við tækninotkun. Aukinn fjöldi skjólstæðinga sálfræðinga og geðlækna með alvarlegan vanda í tengslum við net- og tækjanotkun er staðreynd sem ber að gefa gaum. Mikilvægt er fyrir foreldra að kynna sér vel þá pytti sem börn geta stigið í þegar þau fóta sig eftir tækniveginum svo hægt sé að varast þá. Eitt það mikilvægasta er að kenna börnum gagnrýna hugsun svo þau geti sjálf sett sér reglur og slegið varnagla. Einnig er mikilvægt að byggja upp traust í samskiptum svo líklegra sé að börn leiti til foreldra þegar þau lenda í vanda. En líkt og finna má fjölbreytni í skjátíma þá eru börn margbreytilegur hópur. Skjánotkun ungra barna fellur t.a.m. ekki undir sömu viðmið og þeirra sem eldri eru.Skjánotkun ungra barna Um þessar mundir vinnur SAFT í samstarfi menntavísindasvið HÍ og HA að rannsókn á miðlanotkun ungra barna. Barnakönnun fyrir 0 til 8 ára er farin af stað og er hún unnin að norrænni fyrirmynd. Gagnasöfnun er langt komin og ættu fyrstu niðurstöður að verða klárar næsta haust. Markmiðið er að framkvæma slíka könnun reglulega, helst með tveggja ára millibili, því það er mikilvægt að kortleggja þessa hluti. Sífellt yngri börn hafa greiðan aðgang að tækni. Einnig er unnið að könnun fyrir aldurshópinn 9 til 17 ára og þar er tekið mið af eldri SAFT könnunum og EU Kids Online og Global Kids Online könnunum. Sú könnun verður framkvæmd víða um Evrópu og í framhaldinu á heimsvísu næsta vetur.Foreldrar eru fyrirmyndir Ef foreldrar vilja að börn séu minna á netinu og í snjalltækjum þurfa þeir líka að spá í sína notkun og hvort þeir séu of mikið með nefið í tækjunum. Ný rannsókn bendir til að foreldrar sem sífellt tékka á farsímum gætu alið upp börn með styttri athyglisspönn. Þetta á eftir að skoða betur en vísbendingar eru fyrir hendi. Setja þarf einfaldar umgengnisreglur sem öll fjölskyldan fer eftir. Til dæmis um að hafa ekki síma eða tölvur við matarborðið, ekki í svefnherbergjum á háttatíma o.s.frv. Þetta er einfalt og gagnlegt og því fyrr sem viðmið eru sett því betra. Þá er ramminn skýr og uppalendur eru með áætlun. Rætt er um tækja- og netnotkun í Foreldrasáttmála Heimilis og skóla sem hvetur bekkjarforeldra til að sammælast um viðmið og hefur sáttmálinn reynst foreldrum og kennurum vel. Heilbrigð skynsemi er sjaldan ofmetin og einnig er mikilvægt að taka mið af aldri barna og forsendum til að höndla tæknina sem er iðulega hönnuð til að krækja í athygli. Verum óhrædd við að ala börnin okkar upp. Líka á netinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Strandveiðar - gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum Elín Björg Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Nýrri tækni fylgja tækifæri en líka áskoranir. Foreldrar standa frammi fyrir gjörbreyttu umhverfi og þurfa að huga að uppeldi á fleiri sviðum en áður. Skiljanlega vilja foreldrar leiðsögn, núna strax, en vandinn er sá að enn sem komið er er ekki til umfangsmikill rannsóknargrunnur að byggja á. Þó er unnið að því hörðum höndum í kapp við hraða tækniþróun og sífellt koma fram nýjar upplýsingar og aukin innsýn í heim bernskunnar á tækniöld. En þetta er snúin staða þar sem hraðinn er þess valdandi að um leið og nýjar upplýsingar birtast breytist landslagið.Mismunandi skjátími Bandarísku barnalæknasamtökin hafa nýlega endurskoðað viðmið um skjátíma og rýmkað tímann með þeim rökum að það skipti máli hvað er verið að gera með tækjunum, ekki bara hve lengi. Börn geta notað tækin í uppbyggilegum tilgangi og það tekur vissulega tíma, t.d. að sinna heimaverkefnum eða leita sér þekkingar, þróa færni o.s.frv. Nám fer líka fram í gegnum leik. Það sem þarf að horfa á í þessu samhengi er hvernig barninu vegnar og þá er gagnlegt fyrir foreldra að spyrja sig spurninga eins og: Er barnið mitt líkamlega heilbrigt og fær það nægan svefn? Á barnið mitt í góðum félagslegum tengslum við fjölskyldu og vini? Hvernig er námsáhugi og námsárangur? Hefur barnið áhuga á að ná árangri í námi? Stundar barnið mitt áhugamál eða sinnir tómstundum? Nýtur barnið sín með sinni miðlanotkun? Finnst því t.d. gaman og er það að læra eitthvað þegar það notar tækin? Ef svörin við þessum spurningum eru á jákvæðum nótum þá er barnið í góðum málum og rétt er að nefna að flest börn eru í góðum málum þó svo aukning hafi orðið í vandamálum tengdum skjánotkun samfara aukinni tækninotkun. En er þá engin ástæða til að hafa áhyggjur?Allur er varinn góður Vissulega ber að taka alvarlega vísbendingar um aukinn vanda barna og ungmenna í tengslum við tækninotkun. Aukinn fjöldi skjólstæðinga sálfræðinga og geðlækna með alvarlegan vanda í tengslum við net- og tækjanotkun er staðreynd sem ber að gefa gaum. Mikilvægt er fyrir foreldra að kynna sér vel þá pytti sem börn geta stigið í þegar þau fóta sig eftir tækniveginum svo hægt sé að varast þá. Eitt það mikilvægasta er að kenna börnum gagnrýna hugsun svo þau geti sjálf sett sér reglur og slegið varnagla. Einnig er mikilvægt að byggja upp traust í samskiptum svo líklegra sé að börn leiti til foreldra þegar þau lenda í vanda. En líkt og finna má fjölbreytni í skjátíma þá eru börn margbreytilegur hópur. Skjánotkun ungra barna fellur t.a.m. ekki undir sömu viðmið og þeirra sem eldri eru.Skjánotkun ungra barna Um þessar mundir vinnur SAFT í samstarfi menntavísindasvið HÍ og HA að rannsókn á miðlanotkun ungra barna. Barnakönnun fyrir 0 til 8 ára er farin af stað og er hún unnin að norrænni fyrirmynd. Gagnasöfnun er langt komin og ættu fyrstu niðurstöður að verða klárar næsta haust. Markmiðið er að framkvæma slíka könnun reglulega, helst með tveggja ára millibili, því það er mikilvægt að kortleggja þessa hluti. Sífellt yngri börn hafa greiðan aðgang að tækni. Einnig er unnið að könnun fyrir aldurshópinn 9 til 17 ára og þar er tekið mið af eldri SAFT könnunum og EU Kids Online og Global Kids Online könnunum. Sú könnun verður framkvæmd víða um Evrópu og í framhaldinu á heimsvísu næsta vetur.Foreldrar eru fyrirmyndir Ef foreldrar vilja að börn séu minna á netinu og í snjalltækjum þurfa þeir líka að spá í sína notkun og hvort þeir séu of mikið með nefið í tækjunum. Ný rannsókn bendir til að foreldrar sem sífellt tékka á farsímum gætu alið upp börn með styttri athyglisspönn. Þetta á eftir að skoða betur en vísbendingar eru fyrir hendi. Setja þarf einfaldar umgengnisreglur sem öll fjölskyldan fer eftir. Til dæmis um að hafa ekki síma eða tölvur við matarborðið, ekki í svefnherbergjum á háttatíma o.s.frv. Þetta er einfalt og gagnlegt og því fyrr sem viðmið eru sett því betra. Þá er ramminn skýr og uppalendur eru með áætlun. Rætt er um tækja- og netnotkun í Foreldrasáttmála Heimilis og skóla sem hvetur bekkjarforeldra til að sammælast um viðmið og hefur sáttmálinn reynst foreldrum og kennurum vel. Heilbrigð skynsemi er sjaldan ofmetin og einnig er mikilvægt að taka mið af aldri barna og forsendum til að höndla tæknina sem er iðulega hönnuð til að krækja í athygli. Verum óhrædd við að ala börnin okkar upp. Líka á netinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu.
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun