Lífið

Íslendingar fá allar línur H&M fyrir utan heimilislínuna

Guðný Hrönn skrifar
Íslendingar geta verið spenntir fyrir komu H&M til Íslands.
Íslendingar geta verið spenntir fyrir komu H&M til Íslands. NORDICPHOTOS/GETTY
Haustið hjá H&M er mjög spennandi. Við á Íslandi fáum allar línurnar innan merkisins, fyrir utan H&M Home, í bili,“ segir Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri íslenska Glamour, sem skellti sér til Óslóar í vikunni til að kynna sér hvað H&M mun bjóða landsmönnum upp á í haust. Henni líst vel á það sem er í vændum.

„Studio-línan er til dæmis mjög flott en hún kemur bæði fyrir karla og konur. Hún er innblásin af New York með graffítí-mynstri og dökkum litum eins og svörtum, gráum, bláum og vínrauðum.

Álfrún, ritstjóri íslenska Glamour.vísir/ernir
Kvenfatalínan er kvenleg, en inniheldur sömuleiðis líka karlmannleg snið. Falleg efni á borð við ull og silki í bland við lakk. Mikið um gerðarlegar yfirhafnir fyrir bæði kynin. Fylgihlutirnir og skórnir lofa líka góðu, passar allt vel í íslenska veturinn,“ segir Álfrún sem fékk svo innsýn í umhverfisverndarstefnu H&M í heimsókn sinni.

„Sú stefna er gríðarlega metnaðargjörn og verður gaman að sjá hvernig við munum taka henni hérna heima. Eins og að skila gömlum flíkum aftur í búðina og fleiri aðgerðir í þeim dúr. Ég held að það sé full ástæða til að vera spenntur fyrir komu verslunarinnar hingað heim.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.