Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2017 13:30 James Comey mun ræða um samskipti sín við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Vísir/Getty James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér fyrir neðan auk þess sem að fylgst verður með framvindu mála í beinni textalýsingu. Í yfirlýsingu Comey vegna málsins sem birt var í gær lýsti hann því sem þeim fór á milli en Trump hafði sagst vonast til að Comey myndi hætta rannsókn á tengslum Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, við Rússa. Comey varð ekki við þeirri beiðni og var hann rekinn skömmu síðar. Mun Comey ávarpa nefndina og síðan munu nefndarmenn úr báðum flokkum spyrja forstjórann fyrrverandi spurninga um samskipti hans og Trump.
James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér fyrir neðan auk þess sem að fylgst verður með framvindu mála í beinni textalýsingu. Í yfirlýsingu Comey vegna málsins sem birt var í gær lýsti hann því sem þeim fór á milli en Trump hafði sagst vonast til að Comey myndi hætta rannsókn á tengslum Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, við Rússa. Comey varð ekki við þeirri beiðni og var hann rekinn skömmu síðar. Mun Comey ávarpa nefndina og síðan munu nefndarmenn úr báðum flokkum spyrja forstjórann fyrrverandi spurninga um samskipti hans og Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump segir vitnisburð Comey réttlæta forsetann Sumir telja framburð James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, staðfesta að Donald Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en forsetinn finnur réttlætingu á eigin orðum í yfirlýsingu Comey. 7. júní 2017 23:15 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. 7. júní 2017 15:30 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Lögmaður Trump segir vitnisburð Comey réttlæta forsetann Sumir telja framburð James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, staðfesta að Donald Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en forsetinn finnur réttlætingu á eigin orðum í yfirlýsingu Comey. 7. júní 2017 23:15
Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45
Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. 7. júní 2017 15:30