Útprentuð og eiguleg samsýning Guðný Hrönn skrifar 8. júní 2017 07:00 Síta og Bergrún eru konurnar á bak við Murder Magazine. Vísir/Anton Brink Við gerum í raun allt, frá a til ö, með smá innskotum og hjálp hér og þar. Við fengum svo Auði Önnu Kristjánsdóttur myndlistarkonu með okkur í lið til að sjá um umbrot,“ segir Síta Valrún, sem er stofnandi, ritstjóri og listrænn stjórnandi Murder Magazine ásamt Bergrúnu Önnu Hallsteinsdóttur, spurð út í hverjir komi að gerð tímaritsins. Síta og Bergrún kynntust í Listaháskóla Íslands en þær stunduðu báðar nám í myndlist og útskrifuðust árið 2015. Hugmyndin að ritinu kviknaði þegar þær voru að skipuleggja samsýningu. „En sú sýning varð aldrei að veruleika en í staðinn varð Murder Magazine til.“ Útkoman er samsafn fjölbreyttra verka eftir fjölda listamanna. „Þetta er vandlega skipulagður vettvangur þar sem ljóð-, myndlistar- og ljósmyndaverkum er fléttað saman.“ Þær lýsa Murder Magazine sem eins konar samsýningu.„Við vildum búa til eitthvað vandað og fallegt. Eitthvað eigulegt verk sem fólk getur tekið heim til sín, notið og passað upp á. Í rauninni er þetta útprentuð samsýning.“ Verkin sem birtast í tímaritinu eru vandlega valin af Sítu og Bergrúnu. „Við birtum allt sem á við. Ef við fáum greinar sem passa inn, þá verða þær birtar. En við hugsum tímaritið sem sýningarrými, þannig að það þarf allt ganga upp og virka vel saman, samspilið þarf að skapa einhvern neista og harmoníu.“ Sextán konur og tveir karlarÍ nýjasta tölublaðinu er að finna verk eftir átján listamenn og konur eru í miklum meirihluta. „Þótt það hafi aldrei verið fyrirfram ákveðið þá eru flestir þátttakendanna í þessu tölublaði konur. Það eru sem sagt átján þátttakendur og af þeim eru tveir karlmenn, sem er að okkar mati áhugaverð dýnamík.“ Það liggur vissulega mikil vinna á bak við tímaritaútgáfu en þær Síta og Bergrún stefna á að gefa nýtt tölublað út á þriggja mánaða fresti. Þess má geta að tímaritið fæst t.d. í Bókabúð Máls og menningar og Bismút á Hverfisgötu 82. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Sjá meira
Við gerum í raun allt, frá a til ö, með smá innskotum og hjálp hér og þar. Við fengum svo Auði Önnu Kristjánsdóttur myndlistarkonu með okkur í lið til að sjá um umbrot,“ segir Síta Valrún, sem er stofnandi, ritstjóri og listrænn stjórnandi Murder Magazine ásamt Bergrúnu Önnu Hallsteinsdóttur, spurð út í hverjir komi að gerð tímaritsins. Síta og Bergrún kynntust í Listaháskóla Íslands en þær stunduðu báðar nám í myndlist og útskrifuðust árið 2015. Hugmyndin að ritinu kviknaði þegar þær voru að skipuleggja samsýningu. „En sú sýning varð aldrei að veruleika en í staðinn varð Murder Magazine til.“ Útkoman er samsafn fjölbreyttra verka eftir fjölda listamanna. „Þetta er vandlega skipulagður vettvangur þar sem ljóð-, myndlistar- og ljósmyndaverkum er fléttað saman.“ Þær lýsa Murder Magazine sem eins konar samsýningu.„Við vildum búa til eitthvað vandað og fallegt. Eitthvað eigulegt verk sem fólk getur tekið heim til sín, notið og passað upp á. Í rauninni er þetta útprentuð samsýning.“ Verkin sem birtast í tímaritinu eru vandlega valin af Sítu og Bergrúnu. „Við birtum allt sem á við. Ef við fáum greinar sem passa inn, þá verða þær birtar. En við hugsum tímaritið sem sýningarrými, þannig að það þarf allt ganga upp og virka vel saman, samspilið þarf að skapa einhvern neista og harmoníu.“ Sextán konur og tveir karlarÍ nýjasta tölublaðinu er að finna verk eftir átján listamenn og konur eru í miklum meirihluta. „Þótt það hafi aldrei verið fyrirfram ákveðið þá eru flestir þátttakendanna í þessu tölublaði konur. Það eru sem sagt átján þátttakendur og af þeim eru tveir karlmenn, sem er að okkar mati áhugaverð dýnamík.“ Það liggur vissulega mikil vinna á bak við tímaritaútgáfu en þær Síta og Bergrún stefna á að gefa nýtt tölublað út á þriggja mánaða fresti. Þess má geta að tímaritið fæst t.d. í Bókabúð Máls og menningar og Bismút á Hverfisgötu 82.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Sjá meira