Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 19:21 Viðskiptaþvinganirnar eru sagðar hafa mikil áhrif á fyrirtæki eins og Qatar Airways. Vísir/EPA Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna lofaði stjórnvöld í Katar á sama tíma og Donald Trump forseti reyndi að eigna sér viðskiptaþvinganir nokkurra arabaríkja gegn landinu í dag. Hvíta húsið segir ummæli Trump ekki til marks um stefnubreytingu af hálfu bandarískra stjórnvalda gagnvart Katar. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Sádí-Arabía, Jemen, Egyptaland og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Katar á aðeins landamæri að Sádí-Arabíu en þeim hefur nú verið lokað. Katörskum borgurum hefur verið skipað að hafa sig á brott frá löndunum sem standa að þvingununum. Ástæðan fyrir þvingununum eru óánægja ríkjanna með stuðning stjórnvalda í Katar við hópa eins og Bræðralag múslima og hryðjuverkamenn auk vináttu þeirra við Íran.Brugðið vegna ummæla TrumpBandaríkin hafa rekið herstöð í Katar í árabil. Varnarmálaráðuneytið var því varkárt þegar það tjáði sem um aðgerðirnar í dag. Lofaði það þarlend stjórnvöld fyrir áframhaldandi skulbindingu sína við öryggi í heimshlutanum samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandarískir embættismenn sögðu jafnframt í gær að Bandaríkjastjórn myndi reyna að lægja öldurnar þar sem Katar væri of mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna í hernaðarlegu og diplómatísku tilliti. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á að öll ríki við Persaflóa þyrftu að herða sig í að hætta stuðningi við öfgasamtök og hvatti þau til að leysa málið með viðræðum. Trump fór hins vegar ekki eins fínt í hlutina þegar hann opnaði Twitter á símanum sínum í morgun. Í röð tísta lofaði hann Sáda fyrir að grípa til aðgerða gegn Katar og lét í það skína að aðgerðir Arabaríkjanna væru bein afleiðing heimsóknar hans til Sádí-Arabíu á dögunum.During my recent trip to the Middle East I stated that there can no longer be funding of Radical Ideology. Leaders pointed to Qatar - look!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 So good to see the Saudi Arabia visit with the King and 50 countries already paying off. They said they would take a hard line on funding...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 ...extremism, and all reference was pointing to Qatar. Perhaps this will be the beginning of the end to the horror of terrorism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu sem Washington Post ræddi við sagði að tíst Trump væru ekki til marks um að Bandaríkjastjórn hefði breytt um stefnu gagnvart Katar eða hefði nýjar upplýsingar. Aðgerðirnir sýndu hins vegar áhrif heimsóknar Trump á að einangra þá sem fjármagni hryðjuverk á svæðinu. Bandaríska fréttasíðan The Hill segir hins vegar að Bob Corker, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og þingmanni repúblikana, hafi verið brugðið þegar fréttamenn báru tíst forsetans undir hann. „Ég vil sjá meira af því sem hann sagði,“ sagði Corker sem hafði ekki séð tíst Trump. Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna lofaði stjórnvöld í Katar á sama tíma og Donald Trump forseti reyndi að eigna sér viðskiptaþvinganir nokkurra arabaríkja gegn landinu í dag. Hvíta húsið segir ummæli Trump ekki til marks um stefnubreytingu af hálfu bandarískra stjórnvalda gagnvart Katar. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Sádí-Arabía, Jemen, Egyptaland og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Katar á aðeins landamæri að Sádí-Arabíu en þeim hefur nú verið lokað. Katörskum borgurum hefur verið skipað að hafa sig á brott frá löndunum sem standa að þvingununum. Ástæðan fyrir þvingununum eru óánægja ríkjanna með stuðning stjórnvalda í Katar við hópa eins og Bræðralag múslima og hryðjuverkamenn auk vináttu þeirra við Íran.Brugðið vegna ummæla TrumpBandaríkin hafa rekið herstöð í Katar í árabil. Varnarmálaráðuneytið var því varkárt þegar það tjáði sem um aðgerðirnar í dag. Lofaði það þarlend stjórnvöld fyrir áframhaldandi skulbindingu sína við öryggi í heimshlutanum samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandarískir embættismenn sögðu jafnframt í gær að Bandaríkjastjórn myndi reyna að lægja öldurnar þar sem Katar væri of mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna í hernaðarlegu og diplómatísku tilliti. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á að öll ríki við Persaflóa þyrftu að herða sig í að hætta stuðningi við öfgasamtök og hvatti þau til að leysa málið með viðræðum. Trump fór hins vegar ekki eins fínt í hlutina þegar hann opnaði Twitter á símanum sínum í morgun. Í röð tísta lofaði hann Sáda fyrir að grípa til aðgerða gegn Katar og lét í það skína að aðgerðir Arabaríkjanna væru bein afleiðing heimsóknar hans til Sádí-Arabíu á dögunum.During my recent trip to the Middle East I stated that there can no longer be funding of Radical Ideology. Leaders pointed to Qatar - look!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 So good to see the Saudi Arabia visit with the King and 50 countries already paying off. They said they would take a hard line on funding...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 ...extremism, and all reference was pointing to Qatar. Perhaps this will be the beginning of the end to the horror of terrorism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu sem Washington Post ræddi við sagði að tíst Trump væru ekki til marks um að Bandaríkjastjórn hefði breytt um stefnu gagnvart Katar eða hefði nýjar upplýsingar. Aðgerðirnir sýndu hins vegar áhrif heimsóknar Trump á að einangra þá sem fjármagni hryðjuverk á svæðinu. Bandaríska fréttasíðan The Hill segir hins vegar að Bob Corker, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og þingmanni repúblikana, hafi verið brugðið þegar fréttamenn báru tíst forsetans undir hann. „Ég vil sjá meira af því sem hann sagði,“ sagði Corker sem hafði ekki séð tíst Trump.
Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00