Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 19:21 Viðskiptaþvinganirnar eru sagðar hafa mikil áhrif á fyrirtæki eins og Qatar Airways. Vísir/EPA Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna lofaði stjórnvöld í Katar á sama tíma og Donald Trump forseti reyndi að eigna sér viðskiptaþvinganir nokkurra arabaríkja gegn landinu í dag. Hvíta húsið segir ummæli Trump ekki til marks um stefnubreytingu af hálfu bandarískra stjórnvalda gagnvart Katar. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Sádí-Arabía, Jemen, Egyptaland og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Katar á aðeins landamæri að Sádí-Arabíu en þeim hefur nú verið lokað. Katörskum borgurum hefur verið skipað að hafa sig á brott frá löndunum sem standa að þvingununum. Ástæðan fyrir þvingununum eru óánægja ríkjanna með stuðning stjórnvalda í Katar við hópa eins og Bræðralag múslima og hryðjuverkamenn auk vináttu þeirra við Íran.Brugðið vegna ummæla TrumpBandaríkin hafa rekið herstöð í Katar í árabil. Varnarmálaráðuneytið var því varkárt þegar það tjáði sem um aðgerðirnar í dag. Lofaði það þarlend stjórnvöld fyrir áframhaldandi skulbindingu sína við öryggi í heimshlutanum samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandarískir embættismenn sögðu jafnframt í gær að Bandaríkjastjórn myndi reyna að lægja öldurnar þar sem Katar væri of mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna í hernaðarlegu og diplómatísku tilliti. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á að öll ríki við Persaflóa þyrftu að herða sig í að hætta stuðningi við öfgasamtök og hvatti þau til að leysa málið með viðræðum. Trump fór hins vegar ekki eins fínt í hlutina þegar hann opnaði Twitter á símanum sínum í morgun. Í röð tísta lofaði hann Sáda fyrir að grípa til aðgerða gegn Katar og lét í það skína að aðgerðir Arabaríkjanna væru bein afleiðing heimsóknar hans til Sádí-Arabíu á dögunum.During my recent trip to the Middle East I stated that there can no longer be funding of Radical Ideology. Leaders pointed to Qatar - look!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 So good to see the Saudi Arabia visit with the King and 50 countries already paying off. They said they would take a hard line on funding...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 ...extremism, and all reference was pointing to Qatar. Perhaps this will be the beginning of the end to the horror of terrorism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu sem Washington Post ræddi við sagði að tíst Trump væru ekki til marks um að Bandaríkjastjórn hefði breytt um stefnu gagnvart Katar eða hefði nýjar upplýsingar. Aðgerðirnir sýndu hins vegar áhrif heimsóknar Trump á að einangra þá sem fjármagni hryðjuverk á svæðinu. Bandaríska fréttasíðan The Hill segir hins vegar að Bob Corker, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og þingmanni repúblikana, hafi verið brugðið þegar fréttamenn báru tíst forsetans undir hann. „Ég vil sjá meira af því sem hann sagði,“ sagði Corker sem hafði ekki séð tíst Trump. Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna lofaði stjórnvöld í Katar á sama tíma og Donald Trump forseti reyndi að eigna sér viðskiptaþvinganir nokkurra arabaríkja gegn landinu í dag. Hvíta húsið segir ummæli Trump ekki til marks um stefnubreytingu af hálfu bandarískra stjórnvalda gagnvart Katar. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Sádí-Arabía, Jemen, Egyptaland og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Katar á aðeins landamæri að Sádí-Arabíu en þeim hefur nú verið lokað. Katörskum borgurum hefur verið skipað að hafa sig á brott frá löndunum sem standa að þvingununum. Ástæðan fyrir þvingununum eru óánægja ríkjanna með stuðning stjórnvalda í Katar við hópa eins og Bræðralag múslima og hryðjuverkamenn auk vináttu þeirra við Íran.Brugðið vegna ummæla TrumpBandaríkin hafa rekið herstöð í Katar í árabil. Varnarmálaráðuneytið var því varkárt þegar það tjáði sem um aðgerðirnar í dag. Lofaði það þarlend stjórnvöld fyrir áframhaldandi skulbindingu sína við öryggi í heimshlutanum samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandarískir embættismenn sögðu jafnframt í gær að Bandaríkjastjórn myndi reyna að lægja öldurnar þar sem Katar væri of mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna í hernaðarlegu og diplómatísku tilliti. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á að öll ríki við Persaflóa þyrftu að herða sig í að hætta stuðningi við öfgasamtök og hvatti þau til að leysa málið með viðræðum. Trump fór hins vegar ekki eins fínt í hlutina þegar hann opnaði Twitter á símanum sínum í morgun. Í röð tísta lofaði hann Sáda fyrir að grípa til aðgerða gegn Katar og lét í það skína að aðgerðir Arabaríkjanna væru bein afleiðing heimsóknar hans til Sádí-Arabíu á dögunum.During my recent trip to the Middle East I stated that there can no longer be funding of Radical Ideology. Leaders pointed to Qatar - look!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 So good to see the Saudi Arabia visit with the King and 50 countries already paying off. They said they would take a hard line on funding...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 ...extremism, and all reference was pointing to Qatar. Perhaps this will be the beginning of the end to the horror of terrorism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu sem Washington Post ræddi við sagði að tíst Trump væru ekki til marks um að Bandaríkjastjórn hefði breytt um stefnu gagnvart Katar eða hefði nýjar upplýsingar. Aðgerðirnir sýndu hins vegar áhrif heimsóknar Trump á að einangra þá sem fjármagni hryðjuverk á svæðinu. Bandaríska fréttasíðan The Hill segir hins vegar að Bob Corker, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og þingmanni repúblikana, hafi verið brugðið þegar fréttamenn báru tíst forsetans undir hann. „Ég vil sjá meira af því sem hann sagði,“ sagði Corker sem hafði ekki séð tíst Trump.
Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent