Innlent

840 ökumenn stöðvaðir á Reykjanesbraut

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hámarkshraði á Reykjanesbraut er 90 kílómetrar á klukkustund.
Hámarkshraði á Reykjanesbraut er 90 kílómetrar á klukkustund. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði 840 bifreiðar í sérstöku umferðareftirliti um síðastliðna helgi. Tveir voru sviptir ökuréttindum, einn var bílprófslaus og einn var grunaður um ölvun undir stýri, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þá var einn sektaður fyrir að aka á nagladekkjum og fjórir voru áminntir fyrir að vera ekki með ökuskírteini meðferðis.

Eftirlitið fór þannig fram að svokallaðir stöðvunarpóstar voru settir upp á Reykjanesbraut, þar á meðal við Keflavíkurflugvöll, og voru sem fyrr segir rúmlega 800 manns stöðvaðir í eftirlitinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×