Árásin í London: Öllum sleppt úr haldi lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2017 22:37 Fjöldi fólks safnaðist saman í London í dag til að minnast fórnarlamba árásarinnar. Vísir/afp Lögregla í London hefur sleppt öllum, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina á London Bridge og Borough Market á laugardagskvöld, úr haldi. Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint. Sky News greinir frá. Tólf manns, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina, var öllum sleppt úr haldi lögreglu í dag. Í hópnum voru bæði karlar og konur á aldrinum 19-60 ára. Fólkið var allt handtekið í Barking í austurhluta London, þar sem báðir árásarmennirnir sem hafa verið nafngreindir voru til heimilis. Þá segir fréttastofa Sky News að árásarmennirnir hafi verið með fjölda bensínsprengja í sendiferðarbílnum, sem þeir óku á vegfarendur á London Bridge á laugardagskvöldið. „Lögregluþjónar rákust á það sem virtust vera flöskur, fylltar litlausum vökva með tuskur í flöskuhálsinum, flöskurnar virtust greinilega vera Molotov-kokteilar eða bensínsprengjur. Eftir þvi sem ég best veit er enn verið að rannsaka flöskurnar,“ var haft eftir fréttamanni Sky News á vettvangi.Annað fórnarlamb nafngreint Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint en hinn 32 ára James McMullan lést í árásinni. Hann var búsettur í Hackney í London en systir hans, Melissa McMullan, tilkynnti tárvot um andlát bróður síns í dag. „Á meðan sársauki okkar dvínar aldrei er mikilvægt fyrir okkur að halda áfram að lifa lífinu í beinni andstöðu við þá sem reyna að tortíma okkur,“ sagði Melissa McMullan við blaðamenn í London. 7 létust í árásinni á laugardagskvöldið og 48 eru særðir. Tveir árásarmannanna hafa verið nafngreindir, Khuram Butt og Rachid Redouane. Sá fyrrnefndi birtist í heimildarmynd um öfgamenn er aðhyllast Íslam í Bretlandi en lögregla hafði fylgst með honum síðan árið 2013. Þá hefur bróður Salmans Abedi, árásarmannsins í Manchester, verið sleppt úr haldi lögreglu þar í borg. Bróðirinn, Ismail Abedi, var handtekinn daginn eftir árásina í Manchester. Enn eru 10 í haldi lögreglu í Manchester vegna árásarinnar, þar sem 22 létu lífið. Tengdar fréttir Einn árásarmannanna í London birtist í heimildarmynd um öfgamenn Khuram Butt sést bregða fyrir í heimildarmyndinni The Jihadis Next Door, eða Öfgamennirnir í næsta húsi, en myndin fylgir eftir mönnum er breiddu út öfgastefnu innan Íslam í Bretlandi. 5. júní 2017 20:10 Árásin í London: Lögreglan handtekur fleiri Lögreglan réðist inn í tvö hús í austurhluta London í morgun og handtók nokkra aðila sem taldir eru geta búið yfir upplýsingum um árásina í London. 5. júní 2017 08:05 Árásarmennirnir í London nafngreindir Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld. 5. júní 2017 17:20 Lilja: Hryðjuverkin risavaxin breyta í bresku kosningunum Öfgaíslamistar ættu ekki að hafa dagskrárvald í kosningum, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að hryðjuverkin á Bretlandi geti haft áhrif á kosningarnar sem fara fram á fimmtudag. 5. júní 2017 21:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Lögregla í London hefur sleppt öllum, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina á London Bridge og Borough Market á laugardagskvöld, úr haldi. Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint. Sky News greinir frá. Tólf manns, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina, var öllum sleppt úr haldi lögreglu í dag. Í hópnum voru bæði karlar og konur á aldrinum 19-60 ára. Fólkið var allt handtekið í Barking í austurhluta London, þar sem báðir árásarmennirnir sem hafa verið nafngreindir voru til heimilis. Þá segir fréttastofa Sky News að árásarmennirnir hafi verið með fjölda bensínsprengja í sendiferðarbílnum, sem þeir óku á vegfarendur á London Bridge á laugardagskvöldið. „Lögregluþjónar rákust á það sem virtust vera flöskur, fylltar litlausum vökva með tuskur í flöskuhálsinum, flöskurnar virtust greinilega vera Molotov-kokteilar eða bensínsprengjur. Eftir þvi sem ég best veit er enn verið að rannsaka flöskurnar,“ var haft eftir fréttamanni Sky News á vettvangi.Annað fórnarlamb nafngreint Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint en hinn 32 ára James McMullan lést í árásinni. Hann var búsettur í Hackney í London en systir hans, Melissa McMullan, tilkynnti tárvot um andlát bróður síns í dag. „Á meðan sársauki okkar dvínar aldrei er mikilvægt fyrir okkur að halda áfram að lifa lífinu í beinni andstöðu við þá sem reyna að tortíma okkur,“ sagði Melissa McMullan við blaðamenn í London. 7 létust í árásinni á laugardagskvöldið og 48 eru særðir. Tveir árásarmannanna hafa verið nafngreindir, Khuram Butt og Rachid Redouane. Sá fyrrnefndi birtist í heimildarmynd um öfgamenn er aðhyllast Íslam í Bretlandi en lögregla hafði fylgst með honum síðan árið 2013. Þá hefur bróður Salmans Abedi, árásarmannsins í Manchester, verið sleppt úr haldi lögreglu þar í borg. Bróðirinn, Ismail Abedi, var handtekinn daginn eftir árásina í Manchester. Enn eru 10 í haldi lögreglu í Manchester vegna árásarinnar, þar sem 22 létu lífið.
Tengdar fréttir Einn árásarmannanna í London birtist í heimildarmynd um öfgamenn Khuram Butt sést bregða fyrir í heimildarmyndinni The Jihadis Next Door, eða Öfgamennirnir í næsta húsi, en myndin fylgir eftir mönnum er breiddu út öfgastefnu innan Íslam í Bretlandi. 5. júní 2017 20:10 Árásin í London: Lögreglan handtekur fleiri Lögreglan réðist inn í tvö hús í austurhluta London í morgun og handtók nokkra aðila sem taldir eru geta búið yfir upplýsingum um árásina í London. 5. júní 2017 08:05 Árásarmennirnir í London nafngreindir Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld. 5. júní 2017 17:20 Lilja: Hryðjuverkin risavaxin breyta í bresku kosningunum Öfgaíslamistar ættu ekki að hafa dagskrárvald í kosningum, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að hryðjuverkin á Bretlandi geti haft áhrif á kosningarnar sem fara fram á fimmtudag. 5. júní 2017 21:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Einn árásarmannanna í London birtist í heimildarmynd um öfgamenn Khuram Butt sést bregða fyrir í heimildarmyndinni The Jihadis Next Door, eða Öfgamennirnir í næsta húsi, en myndin fylgir eftir mönnum er breiddu út öfgastefnu innan Íslam í Bretlandi. 5. júní 2017 20:10
Árásin í London: Lögreglan handtekur fleiri Lögreglan réðist inn í tvö hús í austurhluta London í morgun og handtók nokkra aðila sem taldir eru geta búið yfir upplýsingum um árásina í London. 5. júní 2017 08:05
Árásarmennirnir í London nafngreindir Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld. 5. júní 2017 17:20
Lilja: Hryðjuverkin risavaxin breyta í bresku kosningunum Öfgaíslamistar ættu ekki að hafa dagskrárvald í kosningum, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að hryðjuverkin á Bretlandi geti haft áhrif á kosningarnar sem fara fram á fimmtudag. 5. júní 2017 21:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent