„Starfsmaður í þjálfun“ talaði lengst allra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júní 2017 07:00 grafík/guðmundur snær Hinn vinstri græni Kolbeinn Óttarsson Proppé er ræðukóngur 146. þings en það rann sitt skeið fyrir helgi. Athygli vekur að í fyrsta skipti svo árum skiptir er Steingrímur J. Sigfússon ekki á meðal þeirra þingmanna sem tala mest. „Þetta er starf sem felur í sér að tala og mér finnst ég ekki hafa talað mikið,“ segir Kolbeinn. Hann kom nýr inn á þing síðasta haust og hafði aldrei tekið sæti þar áður. Það hafi haft nokkur áhrif á mínútur hans í pontu þingsins. „Ég tók þá línu strax í upphafi að sitja í þingsal, vera eins konar starfsmaður í þjálfun, til að læra inn á þetta nýja starf. Ég held að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar klukkutímarnir sem ég var ekki þar,“ segir Kolbeinn. „Síðan hefur maður áhuga á svo mörgu og ef maður situr þarna þá vill maður taka þátt. Þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér.“ Kolbeinn segir að hann hafi ekki spáð sérstaklega í ræðukóngstitlinum. Hann hafi tekið þetta tímabil sem starfsmaður í þjálfun en nú sé þjálfuninni lokið. Það þýði þó ekki endilega að hann muni tala minna. „Áhugi minn mun ekki minnka eða ofurtrú á að fólk vilji heyra það sem ég hef að segja,“ segir Kolbeinn og skellir upp úr. Hann hlakkar til hefja leik að nýju í haust.Ég skil ekki alveg þetta hlé. Ég held að það sé örlítið of langt. Það mætti klípa nokkrar vikur af því bæði í upphafi og enda þess. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, flokkssystir Kolbeins, talaði næstmest. Athygli vakti að fyrrverandi formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, var aðeins í 12. sæti yfir þá þingmenn sem mest töluðu á þinginu. „Ég var forseti fyrir áramót og tók þá ekkert þátt í umræðum,“ segir Steingrímur. Eftir áramót var hann 1. varaforseti og hafði það einnig áhrif. Ráðherrann fyrrverandi telur einnig til að nú hafi hann verið í velferðarnefnd en ekki efnahags- og viðskiptanefnd. Í þeirri nefnd hefur hann löngum setið og oft verið framsögumaður minnihlutaálita. „Þegar sú staða er uppi þá vill það oft gerast nánast sjálfkrafa að maður verði ræðukóngur,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki talað sig inn á topplista þessa þings fer því fjarri að Steingrímur hafi þagað. Alls talaði hann í á níundu klukkustund. Hann segir að það hafi legið snemma fyrir að annaðhvort Kolbeinn eða Bjarkey hlytu titilinn að þessu sinni. „Það er aldrei að vita nema maður komi sterkur inn á nýju þingi,“ segir Steingrímur og hlær. „Ég er allavega ekki hættur að hafa skoðanir.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Hinn vinstri græni Kolbeinn Óttarsson Proppé er ræðukóngur 146. þings en það rann sitt skeið fyrir helgi. Athygli vekur að í fyrsta skipti svo árum skiptir er Steingrímur J. Sigfússon ekki á meðal þeirra þingmanna sem tala mest. „Þetta er starf sem felur í sér að tala og mér finnst ég ekki hafa talað mikið,“ segir Kolbeinn. Hann kom nýr inn á þing síðasta haust og hafði aldrei tekið sæti þar áður. Það hafi haft nokkur áhrif á mínútur hans í pontu þingsins. „Ég tók þá línu strax í upphafi að sitja í þingsal, vera eins konar starfsmaður í þjálfun, til að læra inn á þetta nýja starf. Ég held að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar klukkutímarnir sem ég var ekki þar,“ segir Kolbeinn. „Síðan hefur maður áhuga á svo mörgu og ef maður situr þarna þá vill maður taka þátt. Þetta gerðist eiginlega af sjálfu sér.“ Kolbeinn segir að hann hafi ekki spáð sérstaklega í ræðukóngstitlinum. Hann hafi tekið þetta tímabil sem starfsmaður í þjálfun en nú sé þjálfuninni lokið. Það þýði þó ekki endilega að hann muni tala minna. „Áhugi minn mun ekki minnka eða ofurtrú á að fólk vilji heyra það sem ég hef að segja,“ segir Kolbeinn og skellir upp úr. Hann hlakkar til hefja leik að nýju í haust.Ég skil ekki alveg þetta hlé. Ég held að það sé örlítið of langt. Það mætti klípa nokkrar vikur af því bæði í upphafi og enda þess. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, flokkssystir Kolbeins, talaði næstmest. Athygli vakti að fyrrverandi formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, var aðeins í 12. sæti yfir þá þingmenn sem mest töluðu á þinginu. „Ég var forseti fyrir áramót og tók þá ekkert þátt í umræðum,“ segir Steingrímur. Eftir áramót var hann 1. varaforseti og hafði það einnig áhrif. Ráðherrann fyrrverandi telur einnig til að nú hafi hann verið í velferðarnefnd en ekki efnahags- og viðskiptanefnd. Í þeirri nefnd hefur hann löngum setið og oft verið framsögumaður minnihlutaálita. „Þegar sú staða er uppi þá vill það oft gerast nánast sjálfkrafa að maður verði ræðukóngur,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki talað sig inn á topplista þessa þings fer því fjarri að Steingrímur hafi þagað. Alls talaði hann í á níundu klukkustund. Hann segir að það hafi legið snemma fyrir að annaðhvort Kolbeinn eða Bjarkey hlytu titilinn að þessu sinni. „Það er aldrei að vita nema maður komi sterkur inn á nýju þingi,“ segir Steingrímur og hlær. „Ég er allavega ekki hættur að hafa skoðanir.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira